Fréttir

Ný húsnæðisstefna - fyrir venjulegt fólk

Húsnæðisstefna; Flokkurinn minn vill að horfið verði frá öfgafullri séreignarstefnu í húsnæðismálum.    Jafnframt vill flokkurinn undirstrika að mikilvægasti eignagrunnur samfélagsins og sparnaður felist í íbúðarhúsnæði.

Lífeyrissjóðirnir eru ógn við veikburða stjórnmálakerfi og lýðræði

Einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn Málefni lífeyrissjóðanna eru líklega allra stærstu mál samfélagsins til skemmri og lengri tíma litið.  Sjóðssöfnun þeirra og umsvif á síðustu 30 árum hafa gert sjóðina að stærstu umsvifaaðilum í fjármálakerfinu og sem þrýstihópur eru þeir farnir að láta til sín taka með þeim hætti að kalla má  þá „ríki í ríkinu.

Benedikt Sigurðar segir sig úr Samfylkingunni

Virðulegi formaður Samfylkingarinnar/Varaformaður Samfylkingarinnar.Mér er það sérstakt sorgarefni að skrifa þetta bréf eftir að hafa verið upplyftur af bjartsýni og vongóður talsmaður Samfylkingar jafnaðarmanna allt frá stofnun flokksfélags hér á Akureyri snemma ársins 2000.

Bandalag um lýðræði og samvinnu

 ENDURREISN Á FORSENDUM ALMENNINGS; MEÐ ÁHERSLU Á RÉTTLÆTI,  LÝÐRÆÐI OG SAMVINNU Bandalag um lýðræði og samvinnu Verður að; ·        Verða það sem Samfylkingin reyndist ekki geta orðið ·        Verða það sem Vinstri Græn vildu ekki  verða ·        Verða það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei viljað vera ·        Verða það sem Framsóknarflokkurinn gæti ekki orðið úr því sem komið er (þó hann vildi) ·        Verða það sem Borgarahreyfingin/Hreyfingin átti skammvinna möguleika á að verða ·        Verða ábyrgari og árangursríkari en Besti-flokkurinn (og Guðmundur) vill/nennir að leggja á sig.

Ímyndarsýkin getur reynst banvæn

Viðburðarstjórnun; - ímyndir og spuni.Þessar vikur og komandi mánuði verður háð grimmilega barátta - - leynt og ljóst - - um athygli og fylgi kjósenda.   Í þeirri baráttu skiptir máli hvernig atburðir eru hannaðir og hvernig „foringjar“ og framboð verða markaðssett.

Samfylkingin í blindgötu

Samfylking í blindgötu: Nýliðna helgi hélt Samfylkingin landsfund.   Vandi flokksins er ærinn og augljós þeim sem skoða vilja.Þar sem Samfylkingin fer fyrir ríkisstjórn bitnar vandinn á allri þjóðinni og er með því ekki einkamál flokksmanna eða flokksbrodda einna saman.

Úr skýrslu RNA . . Þáttur forsetaembættis í "landkynningum"

Þegar Vigdís Finnbogadóttir var fyrst kvenna kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum í heiminum árið 1980 vakti það mikla athygli um allan heim.Henni var boðið í heimsóknir til margra landa og fljótt varð til sú hugmynd að nýta frægð hennar og vinsældir til að kynna íslenska menningu og atvinnulíf og um leið að liðka fyrir viðskiptum íslenskra fyrirtækja í öðrum löndum.

Haust og myrkur

Haustregnið streymir af meira hamsleysi en skynsamlegt getur talist..og hundurinn fer ekki út ótilneyddurum miðja nótt vakna ég við gnauð í glugga og vindhljóð undir hurð Þegar ég lít út í morgunskímu eru  fjöllin snævi þakin og hestar standa í höm í snöggum beitarhögum sumarsins.

þegar rignir á hausti

Stundum óskar maður sér að það fari nú að rigna..en venjulega þegar rignir bíðum við eftir að það stytti upp.-- Haustrigning reynir á þolrifin og sérstaklega þegar við sjáum slyddu í spánni -        Jafnvel klaka á rúðum og reiknum með hálku í morgunmálið   Svo er mér alltaf skítkalt á höndunum og með hornös.

Septemberkyrrðin

á björtum septemberdögum undirstrikar spegilsléttur vatnsflöturinn  þessa kyrrð sem aldrei er jafn sterk og afgerandi eins og við vatn..og hljóð fuglann heyrist langar leiðir.