Samgöngur eru einn af grundvallarþáttum atvinnulífs og mannlífs á landbyggðinni. Því betur hafa viðhorf til vetrarsamgangna gerbreyst á skömmum tíma, - vegir hafa byggst upp með bundnu slitlagi – en eru undir allt of miklu álagi af umferðarþunga. Flutningabílar af yfirþyngd aka um vegina – og reglur Evrópusambandsins hafa verið teygðar til hins ítrasta.Möguleikar atvinnulífs og viðskipta til þróunar byggjast meira en áður á samgöngum og þar eru flugsamgöngur afar mikilvægar. Sjálfstæð þróun viðskiptalífs á landsbyggðinni veltur til skemmri tíma á því hvort og þá hversu hratt okkur tekst að byggja upp fastar samgöngur við Bretland og meginland Evrópu (les Kaupmannahöfn) – á heilsársgrunni – bæði í farþegaflutningum og í vöruflutningum.
Samgöngur á sjó eru að komast í nýtt ljós – með bráðnum ísþekju heimskautsins. NA-leiðin norðan Síberíu kann senn að opnast og sama er að segja um NV-leiðina norðan Kanada. Við þessu öllu er þörf að bregðast með markvissum aðgerðum:
Vegaframkvæmdir;
- Vaðlaheiðargöng – fái tafarlausan forgang á Vegaáætlun og jarðgangaáætlun – og þannig að tryggt verði að framkvæmdina megi vinna sem einkaframkvæmd á sambærilegum forsendum og Hvalfjarðargöngin
- Leiðin Akureyri - Mývatn-Egilsstaðir – verði þjónustuð sérstaklega
- Einbreiðar brýr - endurnýjaðar án tafa
- Stytting leiða; Svínvetningabraut, Norðurvegur – um Kjöl, Sprengisandsvegur – sett á framkvæmdaplan
- (Akureyri –) Húsavík - Ásbyrgi, Þórshöfn – Vopnafjörður – Hérað – útfært í tímasettri áætlun
- Göng milli byggðarlaga á Austurlandi – sett á framkvæmdadagskrá og tímasett. Austurkrossinn sem tengir Neskaupstað/Eskifjörð við Hérað - og tengir Seyðisfjörð getur búið til mikilvægan öxul samskipta og opinberrar þjónustu
- Grímseyjarferjan – Hríseyjarferjan - eru greinilega í uppnámi og þarf að tryggja til framtíðar og takast á við sem innanbæjarsamgöngur á Akureyri að hluta til
- Öxnadalsheiðin/Bakkaselsbrekkan – mögulega leyst með vegskála eða stuttum göngum - amk. meðan önnur varanlegri lausn er ekki sett í framkvæmd.
- Þjóðgarðshringur kláraður sem hluti af skipulagsvinnu ferðaþjónustunnar og Vatnajökulsþjóðgarðs - framkvæmdir settar í gang.
§ Flugvellir
- Greining á möguleikum og þörfum – til að festa í sessi heilsársflugsamgöngur frá NA-landi til Evrópu (meginlandsins) og Bretlands. Fylgt eftir með aðgerðum – í formi fjárfestinga og markaðsstuðnings hins opinbera.
- Ný flugleiðsögutæki – og lenging og styrking flugbrauta tryggi nýtingu Akureyrarflugvallar
- Viðurkenning á Akureyrarvelli sem tollkláru svæði
- Akureyrarflugvöllur – fast útflutnings-flug frá NA-landi
- Þyrlan á Akureyrarflugvelli – flug-/þyrlubjörgunarmiðstöð á Akureyri fyrir Norðurhöf í samstarfi við sjóbjörgun og eftirlitssveit á NA-landi
§ Hafnir;
- Stórskipahöfn – með umskipun fyrir NA-leiðina og NV-leiðina sett á dagskrá af fullu afli.
- Þungaflutninga á sjó að nýju – með útboðsstuðningi ríkisvaldsins
- Sjóbjörgunarmiðstöð á NA-landi í samstarfi við – þyrluflugsveit á Akureyrarflugvelli – staðsett á Siglufirði eða á Dalvík