28.03.2010
Hef verið verulega hugsi yfir því hvernig forsætisráðherra kaus að ræða veikleika ríkisstjórnarinnar.Katta-kenningin (að smala köttum) er að sjálfsögðu tekin illa upp hjá Vinstri Grænum - og slíkt átti ekki að koma á óvart.
26.03.2010
Þrátt fyrir allt: 26.mars 2010: Það er ömurleg póltík - það er skelfilegt að heyra uppstillingu fjölmiðlanna - í hanaslag; kellingar að rífast í sjónvarpinu...og veðurspáin frekar fúl fyrir Akureyri og nágrenni.
24.03.2010
Slabbið og morgungráminn gæti lagst þungt á mann, - ef ekki væri þessi vissa: Snjórinn verður brátt á burtu rekinn,og bjarmi sólar drífur skýjafar.Og ástin verður aldrei aftur tekin, sem eiginkonu minni helguð var.
23.03.2010
Brugðist við aðstæðum Það er snjóhraglandi og krapahrat á jörðu. Ekki sérlega upprifinn dagur á Akureyri.Þó dagurinn byrji með kulda og krapog hvimleiðar fréttir af háska,og þrátt fyrir vexti og voðalegt tap,- er vorið samt handan við páska.
22.03.2010
Að elska er eins og að sitja við vatn á vori,með sól og dúnlétt ský á himninum.Mýktina í golunni og látbragð fuglanna fanga ég í sál minni - og færi þér. (Ort til frú Helgu - eitt vetrarkvöld - og allt af sama tilefni).
20.03.2010
Í tilefni af morgun-muggunni (með kv-framburði Norðlendingsins) - með jákvæðum huga þó!Detta úr lofti kornin hvít, hvert eru vorský fokin? Blíðu og sól í bjarma lít, bak við augnalokin.
19.03.2010
(Smella til að spila hljóð) Hávellan – þessi fugl bernsku minnar,með sitt a..a..og álla og a.a.a.aaa...Fyrstu merki vors í háfjallasveit, steggirnir sveifla stélfjöðrum,vakrir og flögra, stinga sér undir vatnsborðið og bægja öðrum frá, af grimmd, bresta á flug og eltast – a.
18.03.2010
18.03.2010Hávellan er sá fugl í minningum bernskunnar úr Mývatnssveit sem er fyrsti vorboðinn; með sitt a.a.álla..Í morgun var hópur kominn á Pollinn - frábært í ládeyðunni.
17.03.2010
17.mars 2010 Morguninn var dökkur og dimmt yfir, slydda og rigning með þokunni. Ég fór til sjúkraþjálfarans og hann var ekkert að skafa af því; - ég fann til og beit saman tönnum þannig að ég verð líklega að fara til Bessa litla frá Skarði og biðja hann um að draga jaxlana hálfa upp aftur.
15.03.2010
Dýrðin við Pollinn er ótrúleg þegar lognkyrran og bjartur himinn spilar saman. Hef verið undirlagður af stemmingu og jákvæðum huga upp á síðkastið.Nota þessa aðferð markvisst til að bægja frá mér pólitísku þunglyndi og niðurdregnum hugsunum - þegar ég fylgist með afar laklegri frammistöðu ríkisstjórnar og ráðherra jafnaðarmanna og sósíalista.