Fréttir

Við mitt heygarðshorn

þegar morgunþokan smýgur milli skinns og hörunds,er gott að geta hallað sér aftur og sagt;"þú skalt ekki halda að ég sé búinn að gleyma góða veðrinu sem var hér í gær"- - og vona að aukið gagnsæi hleypi sólargeislunum alla leið til mín - því þá verður ekki að sökum að spyrja.

- Sumarbirtan á meðan endist

þegar sólin nennir ekki alveg að láta sig hverfa - og birtan á fjöllunum er næstum af öðrum heimi,...  er sóun að óhreinka sængurlínið - þetta eru hvort sem er örfáar nætur sem við gætum misst úr- - - vitandi líka að það gefst mjög langur tími til svefns - - þó síðar verði.