Hlýnun jarðar virðist hafa skilar ótrúlegum breytingum á meginísþekju Norðurpólsins frá árinu 1979 - þegar ísinn var í hámarki. Veðurfarsfræðingar spá því nú að NA-leiðin norðan Síberíu kunni að verða skipgeng - innan 15-20 ára og sama er að segja um NV-leiðina norðan Kanada og Alaska.
Hvort sem þessi spá gengur eftir eða ekki - þá er það staðfest að umferð stórra skipa á hafsvæðinu kring um Ísland hefur vaxið og mun að líkindum vaxa mjög mikið. Þessi skip flytja margskonar varning - olíu og efnavöru - jafnvel kjarnorkuúrgang - þannig að það er full þörf að setja í gang viðbragðs- og björgunaráætlun áður en vá steðjar að. Við þurfum ekki að bollaleggja um það hvernig færi um lífsskilyrði á Íslandi ef mengunarslys yrði á næstu hafsvæðum - þannig að fiskimið og strandir mundi mengast varanlega.
Í umræðunni um öryggismál hefur á sama tíma skapast ný staða með brottför þyrlusveitar Bandaríska hersins og sérstaklega með tillit til öryggis á sjó.
Að takast á við verkefnið - áður en til stórslysa kemur
Margt kann að þurfa að gera til að takast á við þessa stöðu sem framundan er og þegar ljós;
- Staðsetja þarf þyrlu á Akureyrarflugvelli og tryggja að unnt verði að stytta þannig viðbragðstíma til Norður og Austursvæðisins - og hafsvæðanna til norðurs og austurs af landinu.
- Um leið þarf að byggja upp sjóbjörgunarsveit - sem væri staðsett t.d á Siglufirði og gæti brugðist við með búnað og þjónustu við þyrlu ef vá kemur upp á hafsvæðinu eða nærri ströndum (uppi á landi). Slík sjóbjörgunarsveit þyrfti að ráða yfir tilteknum búnaði og sérþekkingu til að takast á við mengunarslys og geta komið til aðstoðar skipum af öllum stærðum og gerðum.
- Það er algerlega nauðsynlegt að leita samstarfs innan Norðurskautsráðsins - með Kanadamönnum, Rússum, Bandaríkjamönnum, Norðmönum og Dönum - um slíka fjölþjóðlega uppbyggingu á viðbragðsáætlun gegn slysum á heimskautasvæðinu og hafsvæðinu sem liggur að pólnum - frá N-Atlantshafi.
Það er algerlega nauðsynlegt að hefjast formlega handa þegar í stað og raunar ánægjulegt að hér á Akureyri hafa aðilar og einstaklingar þegar opnað þessa umræðu. 'I þessu felast nefnilega tækifæri - til vaxtar og framtíðarheilla - bæði fyrir okkur sem búum á Íslandi og í NA-kjördæminu - og einnig til að efla okkur sem þjóð og auka hlut okkar í fjölþjóðlegri samvinnu - og því ekki innan Norðurskautsráðsins og með samstarfsþjóðum á þeim vettvangi?
Tækifæri - líka
Norðursiglingar sem tengja vesturströnd Ameríku annars vegar og SA-Asíu (KÍNA/JAPAN) hins vegar við N-Atlantshafið bjóða á sama tíma upp á mikil tækifæri. Sú hugmynd að tengja hin mikilvirku og vaxandi hagkerfi - og um sinn ódýru framleiðslulönd SA-Asíu - við markaðssvæði Vesturlanda með gámaflutningum stórskipa gæti verið á næsta leyti. Hugmyndin gengur út á að djúprist (25m) risaskip sem mundu flytja 20-30þúsund gámaeiningar sigli milli umskipunarhafna á báðum endum. Síðan mundi vörusöfnun og vörudreifing frá báðum endum sinnt með skipum af þeirri stærðargráðu sem við þekkjum í dag og geta athafnað sig í gámahöfnum V-Evrópu og N-Ameríku og víða um SA-Asíu. Möguleikann á að gera Ísland að endastöð og vettvangi fyrir stórskipahöfn - til umskipunar - er allrar athygli verð. Sú hugmynd kallar ekki síst á að strax verði sett í gang vinna við að stofna sjóbjörgunarmiðstöð - eða Björgunarmiðstöð N-Atlantshafsins og heimskautasvæðanna. Í júní sl. var haldin ráðstefna um Norður-siglingar hér á Akureyri. Á vefsíðu RHA er að finna frétt og nánar útdrátt úr erindum undir titlinum ÍSLAND Í ÞJÓÐLEIÐ (Meira um stórskipahöfnina seinna)