Kvikmyndaleikarinn bensi

Útlaginn

 

var afar áhugaverð kvikmynd - um sögu Gísla Súrssonar.   Margir góðkunnir leikarar komu við sögu.  Arnar Jónsson og Ragnheiður Steindórsdóttir fremst í flokki.  Auk þeirra nokkrir þekktir og minna þekktir.   International Movie Database - gefur upplýsingar um einn af þessum leikurum með gælunafnið Bensi.     Einhver spaugsamur hefur skutlað nafninu inn og þar má lesa.  Mér var bent á Kínversku útgáfuna af þessarri upplýsingaveitu.

Hér má finna upplýsingar um Benedikt - og hlutverk hans í Útlaganum

Hlutverk Þorgríms goða - var skemmtileg áskorun.   Kappinn var með sítt hár og glansandi í myndinni - og mikið skeggjaður.   Margir munu eflaust hafa séð myndina án þess að setja nafn Bensa nokkuð við hlutverkið  - enda hárið nú miklu styttra og gisnara og skeggið alveg á bak og burt.  Nemendur í 10. bekk hafa hins vegar í mörg ár horft á myndina  - og fengið þann veg sinn fyrsta smekk af "sögualdar-efni" á á íslensku.