Vegna Úkraínu: Bensi reynir að endurmeta afstöðu sína
13.03.2022
Frá barnæsku hef ég haft skömm á stríðsrekstri og yfirgangi - bæði vegna þeirra sem slíkt stunda og ekki síður vegna hinna sem fyrir slíku verða. NATÓ og heimsvaldastefna USA var eitur í mínum beinum og er að mörgu leyti enn - og sá ótti sem forsetatíð Trumps í Bandaríkjunum vakti mörgum er ekki að fullu að baki enn þótt nú sitji Biden í forsetastólnum. Börn og fjölskyldur - afar og ömmur og alsaklausir eru sprengdir til dauða, slasaðir og hraktir frá heimilum sínum í Úkraínu.
Nú erum við hins vegar á nýjum stað og getum ekki leyft okkur ábyrgðarleysi og einhvers konar siðferðilegt frí með því að taka ekki skýra afstöðu gegn árásarstríði Pútíns.