ENDURREISN Á FORSENDUM ALMENNINGS; MEÐ ÁHERSLU Á RÉTTLÆTI, LÝÐRÆÐI OG SAMVINNU
Bandalag um lýðræði og samvinnu
Verður að;
· Verða það sem Samfylkingin reyndist ekki geta orðið
· Verða það sem Vinstri Græn vildu ekki verða
· Verða það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei viljað vera
· Verða það sem Framsóknarflokkurinn gæti ekki orðið úr því sem komið er (þó hann vildi)
· Verða það sem Borgarahreyfingin/Hreyfingin átti skammvinna möguleika á að verða
· Verða ábyrgari og árangursríkari en Besti-flokkurinn (og Guðmundur) vill/nennir að leggja á sig.
Nýtt stjórnmálaafl þarf að vera (eða geta orðið)
· Lýðræðislegt í skipulagi og hvetjandi til þáttöku og sjálstæðrar ákvörðuna einstaklinga og hópa
· Opið - - þannig að það bjóði sem allra flestum að leggja að mörkum
· Frjálslynt og umburðalynt og tilbúið til samstarfs og samvinnu yfir landamæri og um leið viljugt til að leggja friði og mannréttindum lið á alþjóðavettvangi
· Heiðarlegt – af því að það geri aðilum jafnt undir höfði og leggi ekki upp með sérhyggju eða slagsíðu sértækra og afmarkaðra/þröngra hagsmuna
· Réttlátt að því leyti að það legði samfélagsleg markmið og grunngildi mannvirðingar, jafnræðis, jöfnuðar og almannhags til rökstuðnings fyrir aðgerðum og lausnum
· Kjarkmikið í þeirri merkingu að árangursríkum lausnum verði ekki hafnað vegna ótta við andstöðu eða undir hótunum fámennra og/eða harðsnúinna hagsmunaafla
· Siðferðilega ábyrgt í þeim skilningin að standa með rétti þeirra sem minna mega sín og sækja fram til hagsmuna fyrir þá sem ekki geta sótt sinn rétt sjálfir eða hafa takmarkaðan aðgang að valda- og hagsmunakerfinu
· Lausnamiðað í þeim skilningi að þora að afmarka viðfangsefni eða vandamál sem verða þá jafnframt römmuð inn í markmiðsbundið aðgerðaplan
· Byggja ákvarðanatöku á meðvitaðri greiningu staðreynanlegra gagna og yfirvegun – með opinskárri/sýnilegri og góðviljaðri rökræðu
· Breitt og samstarfsmiðað og viljugt til að leita samstöðu með ólíkum stjórnmálaöflum og þjóðmálahreyfingum um einstök og mikilvæg málefni – óháð afstöðu til annarra og sértækra málefna – sem hefðbundið hafa staðið þversum á milli t.d. meirihluta og minnihluta, stjórnar og stjórnarandstöðu.
· Róttækt í þeim skilningi að stuðla að gagngerum breytingum á fjármálakerfinu, víðtæku markaðsaðhaldi með rekstri/starfsemi samvinnufélaga og neytendadrifinna stofnana og beita íhlutandi viðurlögum gegn fákeppni og hringamyndun – jafnhliða stórflldri valddreifingu í rekstri opinberrar þjónustu með vettvangsstjórnun og flóru sjálfseignarstofnana og innleiðingu faglegrar verkefnastjórnsýslu sem hefur sjálfstæði gagnvart póltíska valdinu en ríkar skyldur gagnvart árangri og hagkvæmni. Non-profit/neytendadrifinn rekstur í almannaþágu á sviði heilbrigðis- og menntunar fái forskot til að víkja til hliðar hagnaðardrifinni starfsemi en verða um leið valkostur gagnvart hefðgrónum opinberum rekstri.