Samfylkingin er í greinilegum vanda. Það er ekki stemming með flokknum í Reykjavík og fjölmiðlar og álitsgjafar eiga auðvelt með að benda á skort á samfellu og heildarsýn í málatilbúnaði. Ég óttast að Hallgrímur Helgason hafi hitt naglann....... þegar hann segir eitthvað á þá leið að pólitíkin sé full af heimalningum og fólki sem hafi ekki ennþá komist til að lesa “þriðjuleiðar-pólitíkina” sem lagði grunn að endurnýjun Verkamannaflokks Tony Blair og skóp þeim flokki aðgang að ríkisvaldinu í Bretlandi. (Málþing ungliða 2005)
Svipuð pólitík sósíaldemókrata gerði Schröder og Joshka Fischer kleift að ná saman í Þýskalandi á sínum tíma. Þessir tveir sósíaldemókratar gleymdu hins vegar að lesa seinni bindin í pólitíkinni og þeirra tími er liðinna að mestu.
Nú er aftur ný stjarna að gægjast upp á pólitíska himinninn frá miðju til vinstri í Frakklandi – sem talar um pólitík og megintilgang samfélags, ríkisvalds og atvinnulífs. Áhugavert verður að fylgjast með Sigulan Royale í Frakklandi – næstu mánuðina. Vonandi forseta Sósíalistaflokksins eftir kosningarnar þar.
Argandi stóriðjusinni
Það verður ekki trúverðugt fyrir Samfylkinguna að bjóða fram “argandi stóriðjusinna” eins og Egill Helgason orðar það – og það verður ekki trúverðugt fyrir ISG að mæta á völlinn með suma “í röndóttum vaðmálsgalla” í sniði Össurar og jafnvel “með slaufu” - á meðan aðrir ætla sér að spila allan leikinn í snotrum rauðum búningi úr “dry-fit-efni” og bera fram jafnaðarstefnuna inn í 21. öldina.
Í jafnaðarsamfélagi 21. aldarinnar skulu menntun, nýsköpun, listir, hátækni, sérhæfð viðskipti og fjármálastarfsemi – leggja grunn að efnahagslegri velsæld og upplýst jafnaðarstjórn “temur viðskiptalífið” og beitir styrkjandi og hvetjandi aðgerðum til að endurnýjan félagslegt réttlæti og jafnræði – með virkum aðgerðum til að bæta stöðu barna og foreldra – þar sem jafnræði kvenna og karla er betur staðfest og þar sem allir hópar njóta öruggis, frelsis og tækifæra.
Úpps.!!...Já; ég mátti til að sleppa mér smá... í stærri pólitík!!!!