Landsfundur SAMFYLKINGARINNAR 13.-14. APRÍL 2007
Ræðan sem aldrei var flutt … ..
Ingibjörg Sólrún - - Fundarstjóri og ágætir landsfundargestir Ég vil byrja á því að þakka fyrir að fá að sækja þennan glæsilega landsfund . . . og komast í nánd við þá deiglu sem hér er sannarlega virk og kvik. Ég er ekki síst þakklátur vegna þess að ég hef undanfarið orðið alltof harkalega var við tilhneygingu hjá áhrifaöflum í Samfylkingunni til að reyna að þvælast fyrir aðkomu okkar sem köllum eftir skarpari vinkli flokksins – róttækari og öflugri útfærslu á lausnum sem hæfa og duga í þeim algerlega nýja tíma – sem hnattvæðing og opinn fjármálamarkaður – og upplýsingabyltingin hefur fært okkur. Þeir hópar sem hræðast nútímann – og forðast framtíðarpælinguna - hafa enn um stund reynst of áhrifamiklir innan Samfylkingarinnar.
Ég var í þeim hópi – flokksleysingja og Íslendinga með óstöðuga kosningahegðan – sem reyndi að bakka upp stofnun Samfylkingarinnar. Ég gekk glaður til þess að skrá mig í hóp stofnenda flokksins á þeim stofnfundi sem boðað var til á Akureyri fyrir nærri 7 árum síðan. Samfylkingin var upphaflega stofnuð sem kosningabandalag flokka – og flokksbrota. Í þeim voru klíkur, - og valdabandalög – systrasveitir og utangarðshópar. Sum af þessum bandalögum gengu í heilu lagi inn í flokksstofnunina – enda býsna vel presenteruð í þeirri sveit þingmanna sem lagði af stað í þetta sameiningarferli – vinstri og félagshyggjunnar á Íslandi. Sum flokksbrotin og klíkurnar hurfu annað – og ákváðu að gera ágreining við sjálfan sig.
----
Prívat finnst mér heiðarlegt að játa að ég saknaði þess ekki að Steingrímur J Sigfússon stofnaði til sérframboðs - eftir að Hjörleifur Guttormsson hafði talið hann ofan af því að ganga til liðs við Framsóknarflokkinn eins og Halldór Ásgrímsson og Kristinn H Gunnarsson höfðu reiknað með. Ég sá ekki eftir því að Steingrímur Jóhann yrði í öðrum stjórnmálaflokki en ég – því hann hafði áður hjálpað mér til að skilja að það væri best fyrir mig að yfirgefa Alþýðubandalagið sáluga – enda Steingrímur hvorki VINSTRI NÉ GRÆNN á þeim árum fremur en nú.
Nú veit ég auðvitað að þetta eru ekki stórmannlegar tilfinningar sem ég hér tjái – því að í stórum jafnarmannflokki – flokki allrar félagshyggju á Íslandi þarf að vera til pláss fyrir óþolandi fólk – - meira að segja algerlega óþolandi fólk – því eins og Guðmundur góði skildi á Skagafirði um árið – að “einhvers staðar verða vondir að vera” – þannig að nú hætti ég að blessa. (Svo þarf ég í rólegheitum að koma mér í karakter til að bakka upp ríkisstjórn þar sem Steingrímur Jóhann fær hlutverk – og þá má ég auðvitað ekki sleppa mér alveg…….)
Aftur að uppruna samfylkingarinnar; - þá höfðum við flokksleysingjarnir sem viljum UMFRAM ALLT líta á Samfylkinguna sem okkar flokk – aðra stöðu en þeir sem komu inn með gömlu flokksskránum;
við vorum til að mynda ekki skipulagður hópur – við vorum ekki með tengslanet innbyrðis - ekki með símaskrá og gamla flokksskrá – í pússinu; ekki með vettvang “pólitískrar stórfjölskyldu” - til að byggja utan um okkur.
Við vorum þannig ekki einsleitur - né þaðan af síður samstæður hópur – við vorum venjulegt fólk – fólk sem langaði að leggja að mörkum til að bæta stjórnmálin og bæta samfélagið og fjölga tækifærum barna okkar og meðbræðra - - og auk þess fólk sem í mjög mörgum tilfellum höfðum hrakist út úr starfi gömlu flokkanna fyrir þröngsýnu klíkuveldi og yfirgangi heimaríkra varðhunda valdsins – innan flokksins og “fjölskyldunnar.”
Til viðbótar okkur sem komum til liðs við Samfylkinguna á fyrstu árum flokksins – sem kjósendur og sem flokksmenn – þá kom fjöldi fólks til liðs við flokkinn frá miðju ári 2004 til og með maí 2005 - ekki síst með það fyrir augum að greiða fyrir endurnýjun í forystusveitinn – til kjósa Ingibjörgu Sólrúnu sem formann í okkar flokki.
Ég þekki nógu marga karla og konur sem skráðu sig í Samfylkinguna í aðdraganda formannskjörsins – til að geta fullyrt að margir þeirra – litu á kjör Ingibjargar sem lykilinn að því að stjórnmálin gætu endurnýjast – nýjar útfærslur praktískrar félagshyggju og framtíðarsýnar – kæmust að - nýtt og öflugra lýðræði - - og umfram allt – við gætum vænst málefnalegri pólitíkur – í stað “morfís-kappræðunnar” – og ræðustólaþras-pólitíkur - sem allmargir karlar sem fyrir voru á sviðinu – hafa gleymt sér í. Sumir þeirra skreyta mál sitt svo að ekki einu sinni nánustu skyldmenni Sverris Hermannssonar geta skilið hver ósköpin þeir eru að fara – þegar þeir ganga lengst.
Lengi vel hélt ég mig persónulega til hlés frá flokks-pólitískri þátttöku – m.a. vegna þess að um nokkurra ára skeið gegndi ég formennsku í sérsambandi innan íþróttahreyfingarinnar og vann einnig að því sem formaður stjórnar KEA að aftengja það félag pólitískum klíkuskap – sem útibú frá Framsóknarflokknum. Nú er KEA klárlega ekki lengur útibú frá Framsókn – og vonandi verður það engum öðrum sértækum klíkuskap endanlega að bráð.
Í febrúar 2006 steig ég upp úr stóli formanns Sundsambands Íslands og ágætur Hörður Oddfríðarson tók við því mikilvæga hlutverki – í ágætri sátt á þeim bænum. 6. maí 2006 var mér skákað sem stjórnarformanni KEA – með nokkuð sérstökum liðsafnaði – en það mál á nú hins vegar ekkert erindi við Samfylkingarfólk á landsvísu.
Með þeim degi lauk skuldbindingu minni til að afsala mér flokkspólitísku hlutverki – í störfum fyrir KEA – og því taldi ég að mér væri ekkert að vanbúnaði að ganga út á völlinn og bjóða fram krafta mína til starfa fyrir Samfylkinguna – og það gerði ég.
Fljótt í því samhengi fékk ég beina og óbeina hvatningu til að kasta mér inn á pólitíska sviðið af öllu afli – og ég geri ekki ráð fyrir að ég sé að uppljóstra neinu leyndarmáli – ég fékk hvatninguna einkum frá fólki sem kom inn í Samfylkinguna með svipaðar forsendur og ég sjálfur – og ekki síður frá fólki sem ekki vill skrá sig í stjórnmálaflokk en vill samt fá tækifæri til að kjósa - bæði í prófkjörum og kosningum. Mér þykir miður að uppgötva síðan að “mikilvægt fólk í flokknum á Akureyri” taldi mig ekki hafa nægilega undirbúið umboð frá þeim til að bjóða mig fram í prófkjöri fyrir Alþingiskosningarnar.
Ég bauð mig fram og býð mig fram til að leggja að mörkum – til að hafa áhrifa á umræðuna – til að hafa áhrif á stefnuna – til að móta framtíð; Ég get lýst sjálfum mér sem seinþroska pólitíkusi – margir jafnaldrar mínir eru fyrir löngu orðnir fyrrverandi þingmenn – fyrrverandi í annarri pólitík - en ég tel mig enn vera að læra.
Félagslegu starfi fylgja skin og skúrir – sigrar og ósigrar – hæðir og lægðir.Og eftir á að hyggja þá er ég alls ekki viss um að ég hafi ennþá beðið neinn ósigur innan Samfylkingarinnar – þó ég færi algerlega á rassgatið í póstkosningunni fyrir Norðan – og Austan. Ég er jafnvel ekki frá því að ég hafi áorkað þónokkru - - með því að hjálpa nokkrum málum til að komast á dagskrá. Svo skemmtilega vill til fyrir þá sem lít við á heimasíðunni bensi.is eða á blogginu mínu – að málaskráin sem ég setti upp í september – hefur fengið farveg – m.a. hjá Sjálfstæðismönnum – og hjá Framsóknarmönnum – og eitt og eitt mál hefur komist á dagskrá hjá sumum frambjóðendum SF í kjördæminu.
Aftur að landsfundi Samfylkingarinnar 2007
Nú er ég sem sagt kominn að því sem ég les hér í stöðunni á þessum landsfundi; - og ætla að reyna að koma mér að kjarna málsins. Veit að ég er orðinn alltof langorður - til að leyfa mér að klára málið – en veit líka að þeir sem ég á erindi við eru vísir til að lesa bloggið mitt með nokkurri athygli – og sækja sér ennþá lengri ræður mínar þangað inn.
Á þessum landsfundi Samfylkingarinnar les ég klofin viðhorf – ég sé að nokkrar klíkurnar lifa góðu lífi – ég sé að hér er ennþá fólk sem er í óða önn við að skilgreina sig til aðgreiningar frá öðrum – menn beita hugtökum til að aðgreina sig frá hver öðrum – tala um góða jafnaðarmenn – tala um Natósinna – tala um feminista og systur í kvennabaráttunni – tala um umhverfis-sinna – um öfgamenn – tala um stóriðjusinna. Hér eru ennþá menn sem telja að það sé brýnt fyrir kosningarnar 2007 að berja í gegn ályktanir - með eða á móti NATÓ – hér eru embættismenn flokksins eða eyða púðri í slíka vitleysu.
Hér eru einnig menn sem telja það meginmál flokksins að unnt sé að lýsa einhverjum sérstökum stuðning við álver á einhverri H-vík - til að fæla ekki frá kjósendur – án þess að nenna að hafa fyrir því að útskýra stefnu flokksins í heildrænu samhengi Hér eru menn uppteknir af því að gamlir formenn eða fyrrverandi ráðherrar hafi eitthvað sérstakt til mála að leggja – - - - ------
Áfram en ekki afturábak:
Ég segi hins vegar í Guðs bænum gætið ykkar; - stígum út úr orðræðu aðgreiningarinnar – út úr gömlu flokkunum og klíkunum og förum að haga okkur eins og við viljum fyrst og fremst vera Samfylkingarfólk – viljum vinna jöfnuði – jafnrétti og réttlæti – félagshyggju og lýðræði allt það gagn sem viðmegum – til að skapa framtíð – til að skapa tækifæri – til vaxtar og velsældar - þar sem velferðin og félagslegt öryggi skapar forsendur fyrir öflugri efnahaglegum vexti heldur en stéttskipt samfélög græðgi og valdhroka nokkurn tíma geta gert.
Til þess þurfum við að yfirgefa fortíðina – ekki til gleyma henni heldur til að vita að við ætlum aldrei aftur að falla í þær gryfjur sem þvergirðingur og einangrunarhyggja – sem kaldastríðið milli stórveldanna skóp – sem illvilji einstaklinga og klíkuskapur leiddi yfir sundraðar sveitir félagshyggju á Íslandi – í 70 ár – eða meira……
-------
Ég hef orðið fyrir vonbrigðum; - vegna þess að endurnýjun forystusveitar SF og endurnýjun orðræðunnar - - hefur látið á sér standa. Við höfum ekki fengið nægilega skarpan vinkil – nægilega skýra sýn - nógu vel útfærðar og praktískar lausnir.
Hér á þessum landsfundi bregður því alltof oft fyrir að málin eru lögð upp þannig að menn ætla að “draga úr tekjutengingum…” ---“ - ætla að minnka skerðingar….” Samfylkingin ætlar að vinna að …… Samfylking vill hefja viðræður við……….
Ætlum við virkilega ekki að stokka upp - - breyta ríkiskerfinu – skapa nýjar rekstrarforsendur fyrir almannaþjónustunni - - betri þjónustu – réttlátari þjónustu og víðtækara og öruggara stoðkerfi – sem jafnframt er meira hvetjandi?
ÆTLUÐUM VIÐ EKKI AÐ BREYTA HLUTUNUM?????
Hvernig er þetta eiginlega……?
En nú er komið að jákvæða kaflanum;
Það er ekki öll nótt úti – það er ekki of seint og taka sig á fyrir 12. maí.
Til þess þarf Samfylkingin að tala skýrar – og varast moðsuðuna - -
Bjóðum upp á sýn – upp á klassísk gildi réttlætis og jafnræðis; frelsi jafnrétti og bræðralag eru ekki úrelt hugtök - - þó eitthvað kunni að hafa verið keyrt útaf beinu brautinni við úfærslu þeirra á fyrri tímum.
Við þurfum að útskýra - við þurfum að kenna og messa – við þurfum að bjóða lausnir fyrir allt venjulegt fólk – lausnir á vandamálum dagsins og nánustu framtíðar - um leið og við teiknum upp braut tækifæranna sem liggur fram á við.
Stígum út úr löngu úreltri hagfræði – frjálshyggjunnar og sinnum því kalli sem fjölmargir nútímahagrfræðingar hafa meira og minna stillt sig inn á; hagfræði þar sem jafnvægi er skapað milli aðila – þar sem opinberir aðilar vinna – með viðskiptalífinu að því að skapa vaxtartækifæri – í samstilltum fasa – þar sem háskólar og rannsóknarstofnanir og fyrirtæki – mynda kjarna í þekkingarþorpum – vísindagörðum – þar sem hátækni og sérhæfð þjónusta – leggur að mörkum sjálfbæran vöxt - í sátt við heilbrigða nýtingu sjávar og annarra auðlinda – þar sem landbúnaðurinn er skalaður inn í rekstrarumhverfi sem byggir á sértækum aðstæðum – en býr ekki til ríkisstýrðar forsendur fyrir einokun í kvótasettu kerfi – með tilheyrandi yfirverðum.
Hlustum á Michael Porter – Stieglitz – hlustum á Anthony Giddens - og hlustum á raddir genginna snillinga eins og JK Galbraith – og sýnum að við getum lært og skapað fyrir framtíðina. Að við getum skapað í hinu algerlega nýja umhverfi dagsins – og setjum stefnuna bratt á að krefja verkalýðshreyfinguna og aðila vinnumarkaðarins um þátttöku í að skilgreina samningsmarkmið fyrir aðildarviðræður að Evrópubandlaginu – sækjum um aðild og leggjum að mörkum til að
Hlustum á atvinnulífið og vinnum með því --- --
Hlustum á hinn skapandi mátt í menntakerfinu – og í heilbrigðiskerfinu – og sköpum umgjörð fyrir sjálfstæðar ríkisstofnanir – fyrir sjálfseignarstofnanir sem reknar eru án hagnaðarsjónarmiða – og eflum nándaráhrif íbúa og fagfólksins.
Eflum rétt og þátttöku nemenda og foreldra gagnvart skólunum – eflum rétt sjúklinga og bætum aðgengi að þjónustu.
Tölum í lausnum: - - -
Sýnum fólki að við viljum koma á íbúalýðræði –
Að við viljum þjóðaratkvæði um stórmál – að við viljum að kjósendur geti kallað fram þjóðaratkvæði og að tiltekinn minnihluti á Alþingi geti krafist þjóðaratkvæðis – stöndum vörð um rétt forseta til að skjóta málum til kjósenda.
Krefjumst þess að stjórnarskráin staðfesti þjóðareing á auðlindum og víðtækari mannréttindi.
Sækjum okkur sýnilegar fyrirmyndir til nágrannalanda – ekki bara til Mona og Helle – heldur líka víðar; til Bretlands ef enn er hægt - Hollands – til Kanada og jafnvel Nýja Sjálands – þar sem eftirköst öfgasinnaðrar frjálshyggju eru hvað erfiðust.
Köllum á Finnland og Írland til liðsinnis og lærdóms og setjum okkur að hagnýta slíkar leiðir samstöðu og fjárfestinga í nýsköpun og umgjörð fyrir nýtt hagkerfi.
Ég er einn af þeim tugum og hundruðum kjósenda á mismunandi aldri sem vil fá að leggja að mörkum – vil fá opnari og öflugri farvegi til að taka þátt - til að njóta samfélags um orðræðu – sem er heilbrigð sem er frjó.
Þarna þarf Samfylkingin að gera betur; - þarna hafa menn alls ekki staðið sig síðustu árin.
Við höfum ekki byggt upp flokksmaskínu – sem vinnur og malar - sem mótar og samhæfir – sem útbreiðir og nær að byggja út öfluga samkennd og sameiginlegan skilning. Það eru enn of margir sem líta á sig sem krata – sem allaballa – sem kvennalistakonur – sem ……….. já semmm ekki eru first og fremst í Samfylkingu jafnaðar og réttlætis. … …
Við þurfum að kalla á fólk úr mörgum geirum – fólk með ólíka sérfræði – fólki sem vinnur með ólík viðfangsefni – fáum fólkið til að leggja að mörkum; við þurfum að læra að taka undir með fólki úr öðrum flokkum - fólki sem er úti á vettvangi og tjáir afstöðu – lýsir vandamálum – kallar eftir stefnubreytingu – tökum undir með fólki sem hefur hugmyndir - sýnir frumkvæði og býður upp á lausnir. Tökum þær ekki endilega hráar – vinnum með þær mótum þær og gerum þær að okkar. Þannig vöxum við.
Vinnum af öllu afli að því að skapa samstöðu um það í samfélaginu að fjárfesta í menntun – í rannsóknum og í þekkingaryfirfærslu; sköpum þessa samstöðu – meðal hagsmunaaðila - aðila vinnumarkaðarins - meðal annarra stjórnmálaflokka –
Því aðeins náum við árangri; - setjum púður í að kenna okkur það sjálfum að þekkingin – hækkað menntunarstig vinnuaflsins skapar forsendur til sjálfbærs vaxtar – sem getur búið til langtímajafnvægi og velsæld – skapað forsendur fyrir velferð sem verður almennari en við höfum áður þekkt.
Samfylkingin hefur það hlutverk að umskapa þetta þjóðfélag – í átt til markvissrar stefnu á hagkerfi þekkingarinnar – og hinnar sérhæfðu þjónustu – hagkerfi sem heldur áfram að nýta auðlindir og sérstöðu – en byggir í vaxandi mæli á mannauði framtíðarinnar.
Til þess þurfum við skarpari sýn;
Ég auglýsi hér eftir meiri kjarki og áræðni - eftir meiri róttækni í stefnumótun – skýrari framsetningu.
Sýnum ekki síst skarpari skilning. Við þurfum jafnframt að efla með okkur þor til að draga fram teóríu – og móta framsækinn skilning á mikilvægi samkeppnishæfninnar – þar sem velferð leggur grunn að hagvexti og jafnvægi – þar sem jafnræði og jafnrétti breytist í auðlind – og eflir velsældina – fjölgar tækifærum allra.
Þar sem þátttökustigið hækkar og allir fá möguleika á að njóta sinna hæfileika og tækifæra – fá og geta lagt að mörkum – fleiri verða þannig líklegir til að vilja leggja að mörkum og uppskera afþví.
Þar sem við stækkum kökuna og allir hafa meira. Við þurfum líka að leyfa okkur að tala af meiri tilfinningu um það samfélag sem við viljum skapa og sjá - - þar sem jafnræði og lýðræði ríkir - þar sem enginn er varanlega fátækur eða útilokaður frá þátttöku. Við þurfum að koma til skila ástríðu - . …. Takist það á næstu 29 dögum – þá verður Ingibjörg Sólrún forsætisráðherra fljótt eftir 12 maí - ---- -- og þannig á undan Mona Sahlin og Helle Thorning-Smith.
Kæru félagar í Samfylkingunni – ágæta Ingibjörg Sólrún.
Ég var alinn upp – í nánd margra kvenna; móður minnar og móðursystra – ömmu minnar -- - ég lærði uppeldisfræði í Háskóla Íslands – þar sem konur voru allt að 90% nemenda – ég kenndi í grunnskóla og stjórnaði Grunnskóla – þannig að hef mikið mótast af konum.
Ég á auk þess dætur en enga syni –
Um langan tíma hef ég sungið í blönduðum kór – í kirkjukór – - - þar eru einsöngvarar ekki síður konur en karlar.
Einn af prestum kirkjunnar minnar er kona - og meðhjálpari er kona. Mér líkar blandað samfélag – best – þó vissulega sé skemmtilegt að bregða sér í stráka-tal og annað tal sem ekki á heima innan um dömur – en bara stundum.
Þegar ég hóf störf í skólakerfinu var það augljós staðreynd að stúlkum vegnaði þar verr – þær fengu minni tíma og engan forgang í ýmsum tilfellum. Við sem vorum framsækin og jafnræðissinnuð höfum síðan kappkostað að bæta okkur - og þá etv. einkum gagnvart stúlkunum – þó það hafi lengi verið ljóst að svokölluð skólavandamál væru einkum tengd drengjunum – jafnvel 75-85%.
Ennþá fá stúlkurnar minni tíma - og minni athygli – strákarnir valta enn yfir að þessu leyti og karlamenningin ríkir í samskiptunum – en árangur stúrlknanna hefur gerbreyst. Þar hafa fyrirmyndir skipt miklu máli - fyrirmyndin Vigdís Finnbogadóttir - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og sífellt fleiri og fleiri-
Ég held að það sé runnin upp sú tíð á Íslandi - etv. fremur en í nágrannalöndum - að konur séu að taka fram úr körlum að því er varðar allan árangur í gegn um skólakerfið – og þannig séu að skapast forsendur fyrir því sem ég vil kalla hljóðlát kvennabylting. -
Konur eru í meirhluta í flestum sviðum háskólanámsins – bæði í grunnnáminu – og líka í meistar- og doktorsnámi á mörgum sviðum.- -
Konur munu gegna fleiri lykilhlutverkum á grundvelli fagþekkingar sinnar áður en varir – þó lítið verði að gert. Mikið þarf samt að gera á hinu opinbera plani – sérstaklega gagnvart stjórnendalögunum í fyrirtækjum jafnt sem opinbera kerfinu.
Mér sýnist einnig flest benda til þess að foreldrar standi sig betur við uppeldi dætra en sona – og þetta saman skapar alveg nýjar forsendur – sem kunna að reynast okkur skeinuhættar;
n -- ég hef áhyggjur af uppeldi drengja – áhyggjur af skorti á árangri og lífsfyllingu þeirra - áhyggjur af því hversu margir drengir lenda utanveltu og leiðast í neyslu og mikla áhættuhegðan
- n þessi árangurs-heftu drengir fóta sig illa í samfélagi hinnar einhæfu atvinnu - og ef lengra er haldið í verksmiðjuvæðingu þá munu þeir verða í fararbroddi gegn útlendingum og líklegir til að efla andúð á “the others” – sem við ekki þekkjum eða eru “aðgreininalegir”
- - n þessir drengir verða feður framtíðarinna - í meira mæli en hinir sem leggja á sig langar göngur í gegn um skólakerfið – ef marka má reynslu annarra þjóða.
Það er margt sem bendir sem sagt til þess - að nútíminn hafi eflt stúlkurnar - en miðlun neysla og tækni hafi hugsanlega grafið undan mörgum drengjunum – ég er hins vegar handviss um að stúlkur eru ekki að bæta sinn árangur á kostnað drengjanna í skólunum – þeir eru enn að fá margfalt meiri athygli . .. …
Mtt. þess sem ég hef hér síðast sagt þá sting ég upp á því Ingibjörg að þú heitir því sem forsætisráðherra að setja í gang sérstakt verkefni til greiningar á vanda – uppalenda og ekki síst vanda þeirra hópa barna sem lenda utanveltu – bæði drengja og stúlkna – og sérstaklega verði unnið að því að efla jákvæða sjálfsmynd krakkanna sem landa á jaðrinum – slíkt mun efla jafnrétti – það er ekki bara vandamál drengja og þaðan af síður bara vandamál stúlkna.
Hér eiga í hlut feður og mæður – systur og bræður – afar og ömmur – hér á í hlut heilt samfélag.
Samfylkingin var stofnuð til að leggja upp lausnir í slíkri stöðu; og að því vilja margir vinna með þér.
Unga 'Island er lofsvert frumkvæði Samfylkignarinnar - en skarpari skref þarf að stíga;
Kallaðu okkur sem flest til verka - - - þá muntu skapa framtíð Íslands eftir 12. maí.
Til þjónustu reiðubúinn.
Benedikt Sigurðarson