Atvinna – stjórnmál – vandræðagangur:

 Ég þurfti auðvitað að sinna minni vinnu frá því í ágúst sl. og meira að segja nokkuð mikilli kvöld og helgarvinnu þetta missiri, þannig að ég hafði lítinn tíma fyrir kosningabaráttu.    Okkur frambjóðendum var síðan bannað að funda í 3 vikur og þegar því banni sleppti þá átti ég ekki tíma fyrir slíkt sjálfur vegna fjarkennslunnar sem leggst á kvöld og helgar.  Frá slíkum verkum hleypur maður ekki og aldrei er vænlegt til árangurs í pólitík, að mínu mati, að verða uppvís að því að vinna ekki daglegu vinnuna sína. 

Fundir kjördæmisráðs og kjörstjórnar voru tímafrekir en hörmulega illa eða ekki auglýstir – flokksfélagið á Akureyri vann hreint ekki í því að sækja fólk til liðs við flokkinn og frambjóðendur á heimavelli.   

Augljós vandræðagangur bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar með Kristjáni Þór og alls konar  rugl-mál í bæjarkerfinu  peppuðu ekki upp neinn liðsanda.   (Síðasti skandallinn þeirra er að ráða vildarvin KÞJ og mág Elínar Hallgrímsdóttur bæjarfulltrúa D í nýtt starf bæjarritara – án auglýsingar.  Síðan er það HJT bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar sem eyðir sínu pólitíska pundi á að réttlæta vitleysuna fyrir almenningi í fjölmiðlum). 
Það er líka alveg sérstakur kafli í pólitíkinni að Samfylkingin í NA-kjördæmi skyldi fela systurdóttur Kristjáns Möller að leiða “óhlutdrægt starf” prófkjörsnefndarinnar.  Helena Karlsdóttir er örugglega  virðingarverður lögfræðingur – en í þessu hlutverki og einmitt við þessar aðstæður lagði hún trúverðugleika sinn undir að óþörfu.  Trúverðugleiki Samfylkingarinnar og Helenu sem bæjarfulltrúa  - allra kjósenda Samfylkingarinnar á Akureyri – hafði ekkert sérstaklega gott af því að hún tæki að sér hlutverk sem þetta – enda er það óþarfi “að gambla” með slík hlutverk.  Á sama hátt verður að segja að frammistaða kjördæmisráðsins og prófkjörsnefndarinnar olli mér verulegum vonbrigðum.    Veit að þar sitja nokkrir greindir og réttsýnir einstaklingar – en í störfum sínum að þessu sinni fataðist þeim réttsýnin talsvert og hagsmunir lýðræðisins og hagsmunir Samfylkingarinnar til lengri tíma kunna að hafa verið fyrir borð bornir – að óþörfu. 

Vandræðagangur

Ingibjörg Sólrún hélt fund með Kristjáni Möller og Örlygi á Húsavík tveimur dögum fyrir auglýstan fund frambjóðenda á sama stað.   Veitti sjálfsagt ekki af fyrir þennan dygga stuðningsmann Össurar, Kristján L Möller - en sérlega taktlaust af formanninum;   --- við hin fengum ekki að vita.   Láru barst njósn af fundinum og hún mætti;  - kannski gerði það gæfumuninn fyrir hana þannig að hún hékk á þriðja sætinu? 

Þegar í ljós kom að skráningarsíða Samfylkignarinnar var ekki að virka  - og einstaklingar höfðu ekki verið skráðir rétt  - þrátt fyrir kvittun síðunnar – þá lét prófkjörsnefndin á NA-kjördæmi sér sæma að skrökva því að einhver 4 tilvik hefði verið um að ræða.  Samt tók sama prófkjörsnefnd nærri 200 einstaklinga inn á kjörskrána eftir að henni hafði verið lokað.  Við þessar aðstæður vekur það líka spurningar hvers vegna framkvæmdastjóri flokksins tók þátt í “skrökinu” með sínum svörum.  Af hverju ekki að stíga beint inn í málið og lagfæra vandamálið – og biðja viðkomandi kjósendur afsökunar, Skúli?