6. Samkeppnismál – verðlagsmál - Neytendavernd: Fákeppni er ráðandi á mörgum sviðum viðskipta og verslunar. Þess vegna er afar brýnt að beita öflugu eftirliti og tryggja samkeppni. Glíman við of hátt verðlag þarf að fara fram á mörgum vígstöðvum - hún þarf að beinast bæði að smásölu og framleiðslustiginu. Innlendar landbúnaðarvörur eru orðnar lítið brot af heimilisreikningi flestra - og samkeppni á öðrum sviðum þarfnast meira aðhalds en unnt hefur verið að beita um sinn.
- Samkeppniseftirlitið/Samkeppnisstofnun verði gert sjálfstæðara að nýju – og aftengt ráðherravaldinu.
- Úrræði til að beita gegn samráði – einokunar-stöðu og óeðlilegum viðskiptaháttum – Aukið og skýrt vald til að skipta upp brotlegum fyrirtækjum eða setja skilmála um aðskilnað í eign og rekstri.
- Fjármálaeftirlitið verði gert öflugra og tryggt að fjármálafyrirtækjum verði settur gagnsær rammi – og íhlutunarvald Kauphallar verði aftengt hagsmunum stærstu eigendanna (sbr. Stjórn Kauphallarinnar)
- Dregið úr innflutningsvernd landbúnaðarins og samkeppni í grænmetisrækt, kjúklingframleiðslu og svínakjötsframleiðslu – innleidd með ströngum skilmálum um upprunamerkingar, hollustu og sjúkdómavarnir gagnvart innfluttum vörum
- Sértækum aðgerðum beitt til að viðhalda innlendum stofnum kúa, nautgripa og hesta – án þess að þeim verði ógnað með innflutningi erfðaefnis eða líf- og sláturdýra.
- Markaðsstuðningur/beingreiðslur í mjólkurframleiðslu endurskoðaðar með hliðsjón af innflutningsvernd og einokunarstöðu greinarinnar – hámark á beingreiðslur til einstakra búa/skyldra aðila.
- Markaðsstuðningur/beingreiðslur við sauðfjárrækt aðskilinn frá byggðastyrkjum – og allur tengdur gæðum og hagstæðri landnýtingu - í stað magns.