11.11.2014
Sigmundur Davíð stendur í báða fætur eftir daginn; Forsætisráðherra stendur með pálma í höndum eftir daginn í gær og getur haldið sínu striki að því er varðar skuldaniðurfærslu/leiðréttingu í samræmi við fyrirheit sín og samstarfssamning við Sjálfstæðisflokkinn.
19.06.2014
Nýr meirihluti í bæjarstjórn Akureyrar hefur kynnt áherslur sínar. Oddvitar B og S - þeir Logi Már og Guðmundur Baldvin eru strax í pínulitlum en augljósum vandræðum með skiptinguna "meirihluti-minnihluti" þegar litið er til þeirra eigin orðræðu á síðasta kjörtímabili og í aðdraganda kosninga.
02.06.2014
freistar maður að greina þau tíðindi sem lesa má út úr kosningabaráttunni og þeim úrslitum sem fyrir liggja.Kosningabaráttan er í auknum mæli háð því hvernig fjölmiðlarnir ramma hana inn og á því er þónokkur breyting frá því sem var ca.
11.04.2014
Í tilefni af því að enn og aftur eru dregnar upp hugmyndir um sérstaka flokkun íbúanna á grundvelli fátæktar eða veikrar stöðu og þeir einangraðir í tilteknum "félagslegum íbúðum" - þá er rétt að halda því til haga að það er mjög auðvelt að koma til móts við fjölmenna hópa með því að auka hagkvæmar byggingar og lækka framkvæmdaakostnað - fyrir alla - og nota til þess þann kraft sem felst í "not-for-profit" rekstri leigu og búseturéttaríbúða.
22.03.2014
Svo slotar hríðinni. Það liggur krap meðfram fjöruborðinu og sullgarðurinn staðfestir að áhlaupið var grimmt.Hávellurnar eru órólegar þótt veðrið sé gengið niður.
07.03.2014
Mynd Húsblakkar ærnar snúa rassi í krossinn sem einmana stendur upp úr snjó.Birtan er rétt yfir rökkurmáli; "Helvíti eru þær gular í framan, líka þessi kollótta;"- segir hann, eins og annars hugar.
26.02.2014
Dettifossi rænt? Öll eigum við landið saman, náttúrugæðin, umhverfið, loftið og heiðríkjuna; jafnvel norðurljósin. Við erum vön því að fá að ferðast frjálst um afrétti ogógirt lönd, og við eigum þann rétt lögvarinn á meðan við völdum ekki tjóni eða sköpum almannahættu.
03.02.2014
Elífð og ódauðleiki Maður getur verið þakklátur fyrir hvern einasta dag, og hlegið að asnalegum bröndurum og hálflognum sögum af skyldfólk sínu og vinnufélögum Samt er kannski ekkert sem jafnast á við það að vita að það sem maður hefur lifað og notið verður um eilífð ósnertanlegt og getur ekki horfið – jafnvel ekki þegar enginn man lengur eftir því.
01.01.2014
Sorpvæðing íbúðahverfa og horfin tré Núna í kring um hátíðarnar hef ég farið ofurlítið um hverfi Akureyrar. Tvennu hef ég veitt sérstaka eftirtekt. Hið fyrra er hvernig bæjaryfirvöld hafa skapað aldeilis ömurlega aðkomu að íbúðarhúsum með því að mæla svo fyrir að sorptunnur skuli varða aðkomu og innganginn að íbúðarhúsum.