Nýsköpun í atvinnulífi og fjárfesting í umgjörð fyrir samstarfsverkefni opinberra aðila og viðskiptalífsins.
Samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum og í viðskiptum hafa breytt vinnumarkaði á Íslandi varanlega. Frjáls flutningur vinnuafls frá láglaunasvæðum – skapar aukinn þrýsting á að sem flestir ljúki skólagöngu með staðfestum árangri – í formi starfsréttinda eða annars lokaprófs sem nýtist á vinnumarkaði. Sérhæfð þjónusta – etv. einkum á sviði fjármála – þekkingarstörf, hönnun og hátækni eru þau svið sem framtíðarhagsæld Íslendinga verður í framtíðinni að byggjast á - í góðu sambýli við hefðbundndar greinar og ferðaþjónustu.
Það sem við þurfum hiklaust til að þoka hagkerfi landsbyggðarinnar af stað:
- Rannsóknarstyrkir og stuðningur við fjárfestingar einkaaðila í nýsköpun, rannsóknum og þekkingaryfirfærslu
- Skattaumhverfið – styðji nýsköpun- – þekkingarsetur/vísindagarðar í tengslum við háskóla og rannsóknarstofnanir
- Fjárfestingarsjóðir – leggi lið með einkaaðilum – fjármagnaðir með opinberu fé í samstarfi við viðskiptalífið.
- Vaxtarsamningar – með virku frumkvæði viðskiptalífsins og samstarfi við sveitarstjórnir og stofnanir ríkisins - taki yfir eldri aðkomu Byggðastofnunar
- Vísinda og tækniráð/Tæknisjóður - Nýsköpunarsjóður takist á við aukið hlutverk í þróun og fjárfestingum í samstarfi við svæðisbundna aðila.