09.06.2011
Júnídagur: grátt í miðjar hlíðarsnjór á fjallvegum og frekar versnandi veður og færð þegar á daginn líðurEldhúsdagur á Alþingi - - með meira og minna ömurlegum málflutningi - ráðleysis, hroka og heimsku.
04.06.2011
..hvar er draumur minn?er hann fokinn út í veður og vind?.. ruglaði ég honum kannski saman við bíómynd eða skáldsögu - eftir Guðberg?..að minnsta kost er hann ekki hér ,og hann var heldur ekki í huga mér í nótt á meðan ég svaf,og þess vegna bý ég mér bara til nýjan.
30.05.2011
Ennþá finnst mér úti kaltað mér sækja skuggar,lukkan hverful - lán er valt,lygin örlög bruggar. Svona helvítis vorkuldi er alveg að drepa mann.
26.05.2011
Gulnaðar aspir í morgunsól- - stinga í stúf- og fjöllin fannhvít með gráum taumumvitna um hret og hríð og gos- - - Óskandi að sumarið láti ekki slá sig út af laginu- einu sinni ennÞað væri líka ástæðulaust - í svona góðu veðri
22.05.2011
Gamall bóndi og „feitir strákar“ Hann kom ríðandi neðan Engjar, Á stórum jörpum hesti Fór hægt; Kom heim á hlaðið jafnvel amma út á tröppu og drengirnir Gamli bóndinn var hreyfur og kíminn „mikið helvíti hafiði strákana feita;“ sagðann og potaði með svipunni í maga drengs Daginn eftir var hann farinn.
20.05.2011
Samfylkingardrama - - - Búinn að sækja fund eftir fund, Stundum fullur vandlætingar og gagnrýni En oftar áhugasamur um framfarmálin Og hrópandi á róttækar aðgerðir jafnaðarmanna til að efla almannahag - - - lengstaf fyrir dauðum eyrum eða tómum sal - Þá sjaldan sem innvígðir hafa hlustað lítur þar hver á annan - og andlitin segja; „byrjar hann enn, - - ætlar maðurinn aldrei að skilja að hér hefur öllum hlutverkum verið ráðstafað fyrir handgengið fólk.
19.05.2011
Vappaði borginmannlegur í gúmmískóm – með sokkana utanyfir og þó það væri farið að hlýna þá var drengurinn samt í peysunni og fannst gott að svitna - - Þegar mjólkurbíllinn kom með fóðurblöndu eða áburð þá lét hann mana sig til að taka poka og stafla af öxl „Helvíti er strákurinn sterkur og bara 7 ára.
18.05.2011
Í vorkulda minninganna var blautt í húsum drulla í fjárhúskró og stæk lyktærnar siluðust og stundu - nærri burðiog maður var næstum feginn þegar einlemba bar og það mátti setja hana út - - þá rýmkaði í krónni og það gátu allarærnar étið á garðanum það kvöldið - - þegar hlýnaði aftur og varð grænt sunnan-undir vildi drengurinn setja allt úten kallinn fullyrti að þetta gæti brugðið til beggja vonakannski mundi aftur snjóa - allavega lægi ekkert á --- og svo voru eldhúsdagsumræður í útvarpinu og borðleggjandi að Viðreisnarstjórnin var hérumbil búinað leggja landbúnaðinn í rúst - - hvað sem ráðherrann sagðivið fundum það glöggt á eigin skinni feðgarnir
11.05.2011
Þegar maður vaknar í morgunkuldaog lítur út í slyddu og gráma finnst manni allt ómögulegtog fær jafnvel samviskubit yfir því að hafa boðið saklausum fuglum til þessa lands sem maður auðvitað vissi að stendur endrum og sinnum undir nafni
08.05.2011
Ég man þegar við strengdum vírnetið með dráttarvélinni- og kallinn var á nálum um að girðingin mundi slitna í vetrarfrostum. Nú er hliðið ónýtt og margir staurar brotnir og fokið undan í Kambinum Líklega hef ég verið of lengi í burtu - - - samt sæki ég staura og sleggju - þó mér endist kannski ekki birtan.