29.10.2011
Viðburðarstjórnun; - ímyndir og spuni.Þessar vikur og komandi mánuði verður háð grimmilega barátta - - leynt og ljóst - - um athygli og fylgi kjósenda. Í þeirri baráttu skiptir máli hvernig atburðir eru hannaðir og hvernig „foringjar“ og framboð verða markaðssett.
24.10.2011
Samfylking í blindgötu: Nýliðna helgi hélt Samfylkingin landsfund. Vandi flokksins er ærinn og augljós þeim sem skoða vilja.Þar sem Samfylkingin fer fyrir ríkisstjórn bitnar vandinn á allri þjóðinni og er með því ekki einkamál flokksmanna eða flokksbrodda einna saman.
20.10.2011
Þegar Vigdís Finnbogadóttir var fyrst kvenna kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum í heiminum árið 1980 vakti það mikla athygli um allan heim.Henni var boðið í heimsóknir til margra landa og fljótt varð til sú hugmynd að nýta frægð hennar og vinsældir til að kynna íslenska menningu og atvinnulíf og um leið að liðka fyrir viðskiptum íslenskra fyrirtækja í öðrum löndum.
09.10.2011
Haustregnið streymir af meira hamsleysi en skynsamlegt getur talist..og hundurinn fer ekki út ótilneyddurum miðja nótt vakna ég við gnauð í glugga og vindhljóð undir hurð Þegar ég lít út í morgunskímu eru fjöllin snævi þakin og hestar standa í höm í snöggum beitarhögum sumarsins.
28.09.2011
Stundum óskar maður sér að það fari nú að rigna..en venjulega þegar rignir bíðum við eftir að það stytti upp.-- Haustrigning reynir á þolrifin og sérstaklega þegar við sjáum slyddu í spánni - Jafnvel klaka á rúðum og reiknum með hálku í morgunmálið Svo er mér alltaf skítkalt á höndunum og með hornös.
17.09.2011
á björtum septemberdögum undirstrikar spegilsléttur vatnsflöturinn þessa kyrrð sem aldrei er jafn sterk og afgerandi eins og við vatn..og hljóð fuglann heyrist langar leiðir.
16.09.2011
stundum finnst mér eins og ekkert gerist án þess að ég leggi þar að mörkum,, ,...og einstaka sinnum er ég alveg viss.
09.09.2011
þegar gránar í fjöll og kvöldin eru dimmrifjast upp gamall hrollur .. auðvitað á maður peysu og ullarsokkaen maður fer nú ekki í það alveg ótilneyddur. .
01.09.2011
Á heitum dögum snemma sumars voru drengir kotrosknir við stífluverk með piltum – og lögðu grunn að sprettu á flæðilandinu Eftir fyrsta slátt var svo farið á engjar leirlykt úr sundum, léttur sláttur fyrir viðvaninginn Skáraði breiðar með orfinu en hann hafði vald á .
25.08.2011
undir haust er Vaðlaheiðin virkilega græn,vorið kom jú seint; - og skafl í brúnum,og bændur dreymir enn um að lömbin verði væn,þó væru sífelld hret - og kal í túnum.