Fréttir

Ég og hún

 ..þegar ég hugsa til þess hverjir voru um sextugt þegar ég var unglingur þá dásama ég aftur og aftur hversu góða ævi ég hlýt að eiga..og þegar ég man eftir því að ég er ekki lengurbara tuttugu og fimm.

Iðjuleysi

  Marga daga langar hann til að gera ekkert, hugsa ekkert og heyra ekkert...eða með honum vakir að minnsta kosti einhver draumur um afslappað iðjuleysi -        - - Merkilegt hvað er svo sársaukafullt að geta ekki gert nokkurn skapaðan hlut, af því sem þó var á dagskrá og það dugar ekki allt heimsins parkódín forte nema rétt til að slá á líkamans kvalir  .

Við mitt heygarðshorn

þegar morgunþokan smýgur milli skinns og hörunds,er gott að geta hallað sér aftur og sagt;"þú skalt ekki halda að ég sé búinn að gleyma góða veðrinu sem var hér í gær"- - og vona að aukið gagnsæi hleypi sólargeislunum alla leið til mín - því þá verður ekki að sökum að spyrja.

- Sumarbirtan á meðan endist

þegar sólin nennir ekki alveg að láta sig hverfa - og birtan á fjöllunum er næstum af öðrum heimi,...  er sóun að óhreinka sængurlínið - þetta eru hvort sem er örfáar nætur sem við gætum misst úr- - - vitandi líka að það gefst mjög langur tími til svefns - - þó síðar verði.

Skuldakreppan - læsir samfélaginu enn (25.06.2011

 Að leiðrétta - - það sem er aflaga..fjöldamargt hefðum við átt að gera öðruvísi bæði fyrir og eftir Hrun – en sumu má enn víkja til betri vegar sem annað hvort misfórst eða var látið ógert.

Glaður fugl

Merkilegt hvað maríuerlan er glaðleg þar sem hún vappar um,veifar stélinu og syngur hvellum rómi,- - - og bara ég og hún til að njóta

Morgunhríðar-hraglandi

Júnídagur:  grátt í miðjar hlíðarsnjór á fjallvegum og frekar versnandi veður og færð þegar á daginn líðurEldhúsdagur á Alþingi - - með meira og minna ömurlegum málflutningi - ráðleysis, hroka og heimsku.

Nýr og nýr draumur

 ..hvar er draumur minn?er hann fokinn út í veður og vind?..  ruglaði ég honum kannski saman við bíómynd eða skáldsögu - eftir Guðberg?..að minnsta kost er hann ekki hér ,og hann var heldur ekki í huga mér í nótt á meðan ég svaf,og þess vegna bý ég mér bara til nýjan.

Hraglandi úr vorköldu lofti - og alhvít fjöll

 Ennþá finnst mér úti kaltað mér sækja skuggar,lukkan hverful - lán er valt,lygin örlög bruggar. Svona helvítis vorkuldi er alveg að drepa mann.

Bjartari tíð

 Gulnaðar aspir í morgunsól- - stinga í stúf- og fjöllin fannhvít með gráum taumumvitna um hret og hríð og gos- - - Óskandi að sumarið láti ekki slá sig út af laginu- einu sinni ennÞað væri líka ástæðulaust - í svona góðu veðri