22.03.2010
Að elska er eins og að sitja við vatn á vori,með sól og dúnlétt ský á himninum.Mýktina í golunni og látbragð fuglanna fanga ég í sál minni - og færi þér. (Ort til frú Helgu - eitt vetrarkvöld - og allt af sama tilefni).
20.03.2010
Í tilefni af morgun-muggunni (með kv-framburði Norðlendingsins) - með jákvæðum huga þó!Detta úr lofti kornin hvít, hvert eru vorský fokin? Blíðu og sól í bjarma lít, bak við augnalokin.
19.03.2010
(Smella til að spila hljóð) Hávellan – þessi fugl bernsku minnar,með sitt a..a..og álla og a.a.a.aaa...Fyrstu merki vors í háfjallasveit, steggirnir sveifla stélfjöðrum,vakrir og flögra, stinga sér undir vatnsborðið og bægja öðrum frá, af grimmd, bresta á flug og eltast – a.
18.03.2010
18.03.2010Hávellan er sá fugl í minningum bernskunnar úr Mývatnssveit sem er fyrsti vorboðinn; með sitt a.a.álla..Í morgun var hópur kominn á Pollinn - frábært í ládeyðunni.
17.03.2010
17.mars 2010 Morguninn var dökkur og dimmt yfir, slydda og rigning með þokunni. Ég fór til sjúkraþjálfarans og hann var ekkert að skafa af því; - ég fann til og beit saman tönnum þannig að ég verð líklega að fara til Bessa litla frá Skarði og biðja hann um að draga jaxlana hálfa upp aftur.
15.03.2010
Dýrðin við Pollinn er ótrúleg þegar lognkyrran og bjartur himinn spilar saman. Hef verið undirlagður af stemmingu og jákvæðum huga upp á síðkastið.Nota þessa aðferð markvisst til að bægja frá mér pólitísku þunglyndi og niðurdregnum hugsunum - þegar ég fylgist með afar laklegri frammistöðu ríkisstjórnar og ráðherra jafnaðarmanna og sósíalista.
09.03.2010
Sé ekki að neitt bendi til þess að meirihluti hafi verið staðfestur að baki sitjandi ríkisstjórn á þeim dögum sem liðið hafa frá þjóðaratkvæðagreiðslunni.VG segist styðja stjórnina en skilyrðin flögra yfir - enda ekkert á borðinu um það að efnisleg lausn liggi fyrir á ICESAVE - eða öðrum málum.
07.03.2010
Forystuvandi vinstri og félagshyggju – máttvana reiði almennings Nú hefur fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan farið fram. Sorglegt að það skuli hafa vafið utan um sig eins og raunin varð - - með því að forystufólk ríkisstjórnarinnar fór í fýlu og brást þannig með öllu í því mikilvæga hlutverki allra ríkisstjórna að leika landsfeður og mæður.
05.03.2010
Hef miklar áhyggjur af því að Jóhanna Sigurðardóttir sé að bregðast mikilvægum skyldum sínum - við þjóð sína og við jafnaðarmenn. Það er þyngra en tárum taki ef arfur Jóhönnu leysist upp í ráðleysi og gráma - og rágjafar hennar - eða spunameistarar - skjóta hana pólitískt út með vondum ráðum og sjálflægum kjánaskap.
03.03.2010
með heimskulegum hroka forystunnar.Að forystumenn Samfylkingarinnar séu svo miklir bjánar að forsmá hinn fámenn hóp sem bændastéttin er - - kann að virka sem smámál fyrir spunameisturum flokksins.