Lítill drengur og fugl

 

Sjá mynd í fullri stærð

 

 

(Smella til að spila hljóð)

 

Hávellan –

þessi fugl bernsku minnar,

með sitt a . . a . . og álla 

og a.a.a.aaa...

Fyrstu merki vors í háfjallasveit,

 steggirnir sveifla stélfjöðrum,

vakrir  og flögra,

stinga sér undir vatnsborðið

 og bægja öðrum frá,

 af grimmd,

bresta á flug og eltast

 – a.a.a.a.a

Það er síðdegiskyrra á vori.

 

 Seinna þegar fuglinn er orpinn

 finn ég tætt hreiður á bakkanum

og eggjaskurn

hrafninn er eins og innheimtumaður og fulltrúi kröfuhafa

hlustar  ekki á kveinstafi móður – eirir engu 

 

- eða þegar húsöndin syndir gargandi frá bakka

 stefnir á hávelluungana,

þá verður móðirin djúpsynd og grætur . . .

 -          a. . . . . .a. .a...a. æ 

 

eða í netjum minninganna

 var engin branda,

 bara hávella með tvo unga

-  köld og dauð 

 

 

Seinna snjór og klaki,

drengur í nýjum gúmmískóm

með hendur í vösum,

beið eftir vori og söng . . .

a.       .a. .a og álla