Dýrðin við Pollinn er ótrúleg þegar lognkyrran og bjartur himinn spilar saman.
Hef verið undirlagður af stemmingu og jákvæðum huga upp á síðkastið.
Nota þessa aðferð markvisst til að bægja frá mér pólitísku þunglyndi og niðurdregnum hugsunum - þegar ég fylgist með afar laklegri frammistöðu ríkisstjórnar og ráðherra jafnaðarmanna og sósíalista.
Sólin geislum signir fjörð,
sálir orku hleður.
Mikið fegrar móður jörð,
magnað gæðaveður. 15.mars 2010
--------
Frá lækni mínum: 3.mars 2010
Legið hafð’ann lengi særður,
linnt’ei eymdarvælinu,
unz farlama af fegurð ærður
fram hann spratt úr bælinu.PP
-----------------------
Fjörðurinn umlukinn fjallahring,
fegurðin augað grípur.
Árdagsgeislarnir allt um kring,
umvefja tinda´og gnípur. 14. mars 2010.
---------
Við birtu á himni og bjarma af sól,
og blíðu í morgunhúmi,
og fegurð sem umlykur byggð og ból,
bjartsýnn ég sprett úr rúmi. 12. mars 2010.
-----------------------------
Við Pollinn er dýrðin af draumum svo rík,
og dásemd að líða með blænum.
Akureyri er engu hreint - lík,
með ást minni svíf ég í bænum. 10. mars 2010
Til góðra vina á laugardagskvöldi 12. mars. Vísa á korti (Ekki VISA-korti).
Á glampandi degi með góðum vin,
er gaman og ánægjan mest,
að dreypa á pela eða drekka gin,
þá er dýrðlegt að beisla hest.
Ég er eiginlega staðráðinn í því að halda þessu áfram.
Má sjá aðra "myndræna" hlið - með því að skoða myndasafnið hans Jóns Inga (Hér)