09.10.2006
Jarðgöng á Austurlandi hafa verið til skoðunar. Samgöngur innan svæðisins þarf að efla til þess að mynda sterkari kjarna eða miðju - sem ber uppi meiri þjónustu og öflugra samskiptaumhverfi.
07.10.2006
Regla Musterisriddara fékk KEA til samstarfs um að bjóða til tónlistarveislu í Akureyrarkirkju í gærkvöldi. Listamenn af heimavelli okkar hér á Akureyri gáfu vinnu sína við tónleikana.
06.10.2006
Hugtakið byggðastefna hefur á síðustu árum fengið á sig neikvæðan blæ - og verið tengt mistökum og jafnvel spillingu og fyrirgreiðslupólitík í sinni verstu mynd. Mikilvægt er að ná umræðunni upp úr slíku fari.
05.10.2006
Sá fréttir á N4 bæjarsjónvarpinu þar sem rætt var við hana Önnu Gunnarsdóttur. Hún er virkilega að gera það gott með sinni fatalínu - með silki, ull og fiskroði.
05.10.2006
Iðntæknistofnun dreif skýrslu World Economic Forum um samkeppnishæfni Íslands í úgáfu. Flott hjá þeim að koma skýrslunni í umræðuna um sama leyti og Michael Porter var hér að messa.
02.10.2006
Viðtökurnar sem heimasíðan hefur fengið hafa farið fram úr björtustu vonum. Hafði ekki hugsað mér að reka síðuna sem "blogg" til skoðanaskipta - en sé samt sem áður að það gæti verið áhugaverð nálgun.
27.09.2006
Nú er sem sagt komið að því að ég kynni mig hér á heimasíðunni. Í liðinni viku birtust fyrstu auglýsingar mínar í Dagskránni og Extra. Þar lét ég nægja að birta myndir af mér - en nafnið mitt kom ekki fram með beinum hætti.
25.09.2006
Nú er vertíðin hafin. Samfylkingin hefur ákveðið opið prófkjör í öllum kjördæmum - fyrir utan NA-kjördæmið. Póstkosning kann að hafa haft ýmsa kosti áður og fyrrum en mörgum þykir sem nær hefði verið að leggja af stað með rafræna kosningu á vefnum í þetta skipti - þar sem það er árið 2006.
25.09.2006
Ég hef ákveðið að sækjast eftir 1.sætinu á lista Samfylkingarinnar við Alþingiskosningarnar 2007. Sú ákvörðun var tekin eftir að mér varð ljóst að það voru ekki bara fáeinir nánir vinir mínir og samstarfsfélagar sem vildu sjá endurnýjun á framboðslista SF í kjördæminu - heldur er raunveruleg eftirspurn á Akureyri og miklu víðar.