Sá fréttir á N4 bæjarsjónvarpinu þar sem rætt var við hana
Önnu Gunnarsdóttur. Hún er virkilega að gera það gott með sinni fatalínu - með silki, ull og fiskroði. Verulega gaman að heyra hversu góðar viðtökur hún er að fá - og sýningin hennar.
Við höfum ástæðu til að fagna í hvert sinn sem einhver úr okkar nágrenni nær áfanga sem þessum. Mér finnst spennandi að fylgjast með því hvort samstarfsaðilar reynast tiltækir til að gera listakonunni kleift að koma sinni hönnun á næsta stig og ná þannig ennbetri árangri.
Við ættum öll að taka áskorun og þeirri hvatningu sem sérfræðingar erlendis frá eru að senda okkur - og núna síðast Michale Porter - að rækta það sérstaka í okkar menningu og umhverfi og breyta því í viðskiptatækifæri. Vonandi er Anna þarna með eitt slíkt - eða efni í það. Ég leyfi mér að óska henni sérstaklega til hamingju. Verði hún öðrum hvatning og hennar árangur áskorun fyrir fólk með frumkvæði.