11.02.2007
Egill Helgason hefur tekið að sér að verða vöndur réttlætisins og hinn skarpi rýnir.Hittir í mark með vaxandi þunga - sunnudag eftir sunnudag.Vildi að forysta Samfylkingarinnar og reyndar fleiri stjórnarandstöðuflokka og hagsmunasamtaka væri svon snörp.
04.02.2007
Pétur Pétursson læknir frá Höllustöðum er fáum mönnum líkurog það var ótrúleg skemmtun sem boðið var upp á í stórveislu sem hann stofnaði til vegna 60 ára afmælis síns.
03.02.2007
Þjóðarpúlsinn þennan mánuðinn er enn ein vísbending um að Samfylkingin - frambjóðendur og forystulið er ekki að skoraÉg bauð mig fram til liðs fyrir Samfylkinguna í NA-kjördæmi með það að markmiði að breyta ásýnd og málflutningi flokksins.
31.01.2007
Það hefur orðið sífellt meira áberandi hversu langt einstaklingar og agentar Gamla-Sjálfstæðisflokksins ganga í að rægja Ingibjörgu Sólrúnunefni í því sambandi Staksteina Morgunblaðsins (Styrmi) og þá Engeyjarfrændurna Björn Bjarnason og Nafna minn Benedikt Jóhannesson (Zoega) hjá Heimi útgáfufyrirtæki.
29.01.2007
Meginatriði í stjórnmálum dagsins Í Silfri Egils gerast hlutirnir og svo varð í dag (28.jan 2007) eins og oft áður. Jón Baldvin tók sterklega undir þau sjónarmið sem ég hef sett fram frá því á haustdögum varðandi vanda Samfylkingarinnar.
28.01.2007
Jón Baldvin segir það sama og ég..............Samfylkingin þarf að kalla fólk með erindi inn á sviðið. Ingibjörg Sólrún hefur ekki þá frambjóðendur í forsvari fyrir flokkinnsem eru líklegir til að vinna trúnað og fylgi - enda nefna þeir fæstir aðalatriðin.
27.01.2007
Málflutningur Samfylkingarinnar er ekki að ná eyrum og athygli kjósenda - eða virðist ekki vinna fylgi í skoðanakönnunum.Þetta er alveg grafalvarlegt - en kemur mér satt að segja ekki alveg á óvart.
18.01.2007
Það vekur athygli að Ragnar Árnason prófessor heldur því fram að launamisrétti hafi ekki farið vaxandi síðustu 10 árin. Hann leggur upp með gögn sem sýna tekjuþróun - eina og sér.
16.01.2007
Almenningur á rétt til margvíslegra hlutaog eitt af því er auðvitað umhverfi til tjáskipta og fjölmiðlunar. Forsenda slíkra réttinda er umhverfi - "public-domain" - opinn og óritskoðaður vettvangur slíkar samskipta þar sem einstaklingar geta látið til sína taka - rætt mál og reifað ólík sjónarmið.
14.01.2007
Langlundargeðiðsem Egill Helgason lagði út af í pistli sínum í Silfrinu í dag - sunnudag - er sannarlega umræðu vert. Hvers vegna sættum við okkur við hærri vexti - hærri verðbólgu - meiri óstöðugleika - hærra matvælaverð - dýrari skó og dýrari fatnað - en nokkrir aðrir?Einhverra hluta vegna er verðlagning á landbúnaðarvörum dregin sérstaklega fram.