Berjum niður róginn gegn Ingibjörgu

  

Það hefur orðið sífellt meira áberandi hversu langt einstaklingar og agentar Gamla-Sjálfstæðisflokksins ganga í að rægja Ingibjörgu Sólrúnu

nefni í því sambandi Staksteina Morgunblaðsins (Styrmi) og þá Engeyjarfrændurna Björn Bjarnason og Nafna minn Benedikt Jóhannesson (Zoega) hjá Heimi útgáfufyrirtæki.

Benedikt Jóhannesson gengur lengra í skítamóral heldur en flestir aðrir nýlega á vefsíðunni:

Ingibjörg hefur tamið sér hrokafullt fas í opinberum umræðum. Hún lítur hæðnislega á andstæðinga sína, glottir að þeim og leiðréttir þá. Ég veit ekki hvort þetta er í raun hroki eða feimni. Fólk sem á erfitt með að koma fram lætur stundum eins og það sé yfir aðra hafið. Svo gæti þetta líka verið taugaveiklun.

Held að svona skrif hafi ekki verið algeng um stjórnmálamenn  - af karlkyni - eða ég get ekki rifjað slíkt upp í svipinn.    Þarna er sérkennilegur taktur sleginn - en hefur orðið að síbylju sem rekja má allt til þess tíma þegar Ingibjörg leiddi R-listann til sigurs í Reykjavík og þessi áður "Borg-Davíðs" var yfirtekin af sjónarmiðum hinanr breiðu miðju og til vinstri.

Leggjum upp málefni samstöðu - og meginatriða

----- þannig verðum við hagsmunum almennings og framtíðar-hagsældar að mestu liði.  Snúumst til varnar Ingibjörgu Sólrúnu og gegn róginum - af fullri hörku.

Það er alveg óþolandi að Alþingismenn og frambjóðendur í umboði Samfylkingarinnar leggi illmælinu beint og óbeint lið.

Oddný Sturludóttir gerði jákvæða tilraun til andófs í Sifrinu sl. sunnudag.  Flott Oddný