Pétur Pétursson læknir frá Höllustöðum er fáum mönnum líkur
og það var ótrúleg skemmtun sem boðið var upp á í stórveislu sem hann stofnaði til vegna 60 ára afmælis síns. Samkvæmi í Sjallanum með mat og víni og skemmtidagskrá í fjóra tíma + dansiball við undirleik góðra vina hans.
Það er ekki á hverjum degi sem menn verða vitni að svo ríkulegum samsöfnuðum hálfkæringi, stríðni, skopi og skætingi - sem þarna var tilfellið.
Mér finnst ég ekki hafa skemmt mér betur afar lengi - kannski síðast þegar Pétur varð fimmtugur.
Í morgun þegar ég fór síðan í messuna til að lesa lesturinn og syngja sálma eftir Jakob Tryggvason (f.1907) og fleira stórmenni - þá var ég ennþá upphafinn og sæll í sinni.
Kærar þakkir frá föllnum prófkjörskandídat - sem hefur fengið að njóta félagsskapar þíns - með félögum um áratugaskeið.
Pólitíkin heldur áfram að vera óræð og spennandi
Ég sé ekki betur en flestir frambjóðendur og oddvitar gömlu flokkanna séu að klúðra framtíðartækifærum okkar.
Af hverju í ósköpunum er þeim sem kalla eftir útvíkkun orðræðunnar einlægt haldið úti: Okkur sem - leggjum að mörkum eða sækjumst eftir endurnýjun og skarpari vinkli gagnvart framtíðinni - beinlínis krefjumst nýsköpunar í atvinnumálum og félagslegum lausnum; - hvers vegna taka sitjandi stjórnmálamenn ekki fagnandi á móti okkur og leiða okkur að borði sínu - til að leggja að mörkum??
Getur það verið að þetta sé endurseglun á því að valdahagsmunir til skamms tíma - ríki yfir hugmyndapólitík og drepi því alla framsækna sýn?
Framtíðarlandið - er ákall
Ég hef lengi haldið því fram að Framtíðarlandið sé ákall eftir því að atvinnustefna og samfélagsstefna - sem svarar kröfum nútímans fái farveg - í gegn um stjórnmálaflokka.
Ég hef ætlast til að Samfylkingin verði farvegur slíkrar stefnumótunar; - ég trúi því enn að það sé mögulegt.
Við vitum þó fullvel að margir af þingmönnum flokksins og frambjóðendur í lykilsætum - eru hvorki færir um að leiða slíka stefnumótun - og því miður alls ekki færir um að verða trúverðugir talsmenn slíks.
Það má því vel vera að kosningar 2007 færi okkur niðurstöðu sem gæti bent til þess að nýsköpun Jafnarmannaflokks á Íslandi hafi mistekist. Hugmyndin þarf enganvegin sjálfkrafa að drepast með lélegum kosningaúrslitum Samfylkingar.
Pétur og Ósk - eru ekki að kaupa málflutning KLM og EMS hér í NA-kjördæmi og flokkur Össurar var ekki sá sem fattar þetta.
Framboð aldraðra og öryrkja
er að mínu mati ótrúlega vond hugmynd. Aldraðir eru hvergi nærri einsleitur hópur. Hluti aldraðra eru vel stæðir - hafa það efnalega afar rímilegt - græddu á verðbólgu og neikvæðum vöxtum og mynduðu eignastofna sem engar eldri kysnlóðir hafa áður séð.
Geta efnalega slappað af - og notið fjármunatekna og lágra skatta. Andleg velferð þeirra og lífsgæði eru kannski ekki alveg jafn afslöppuð.
Aðrir hópar aldraðra eru eignalausir - hafa ekki umgjörð í fjölskyldu sem aðveldar þeim lífið - er ekki boðið upp á annað en einsemd í lélegu húsnæði - eða þá einangrun í herbergjum - jafnvel með óskyldum - sem eiga það eitt sameiginlegt sem er skortur á tækifærum.
Fjöldinn allur af fólki á aldrinum 65 ára til 100 ara eru síðan allt þarna á milli - margir með ótrygg kjör - með eitthvað misjafnlega gott jafnvægi á fjölskylduumhverfi - og með viðkvæma afkomu.
Það er viðfangsefni alvöru stjórnmálamanna - í stjórnarandstöðu að sækja trúnað þeirra hópa sem hafa orðið útundan í góðærinu; sem hafa verið skertir - með öfgafullum tekjutengingum lífeyris. Hafa þurft að bera aukna skatta og greiða sjúkrakostnað.
Þeir þurfa skýran valkost; og einfalda útfærslu á því hvernig kerfisbreytingin sem hin breiða miðja og til vinstri ætlar að setja í gang strax eftir kosningar. Hún þarf fyrirheit; dagsetningar og skuldbindingar í staðinn fyrir óljóst muldur.
Hér þarf tímasett plan: Samfylkingin þarf að leggja það upp strax í þessum mánuði. Fyrst þingflokkurinn hefur ekki getað skilgreint þennan skýra valkost - þarf Ingibjörg að kalla aðra einstaklinga til.
Skuggaráðuneytið; Stormsveit úrbóta í öldrunarmálum þarf ekki að verða mjög sýnileg í formi andlita - en það þarf að mæla fyrir planinu og "selja það."
Jóhanna Sigurðardóttir var aðeins að hressast - og mál til komið að hún segði eitthvað beinlínis jákvætt til að bakka Ingibjörgu Sólrúnu upp. Jóhanna tók Jón Magnússon aðeins til bæna - gott Jóhanna.
Hefði hins vegar álitið að það væri betra að tala skýrt við Frjálslynda - að verði rasískar áherslur áfram þeirra platform - þá sé stjórnarsamstarf við þá algerlega útilokað. Basta: ekki viðunandi að gefa færi á samstarfi við rasista um stjórnarsæti. Þeir eiga valið!
Jónína Ben fer nú alltaf svolítið út fyrir mörkin - eyðileggur fyrir sér oft ágætar hugmyndir - og réttlætiskennd hennar hefur slagsíðu sem mér finnst vera undirlögð af hefndarhug. Hefnigirni breytist oft í það sem má kalla beinan illvilja. Mér finnst Jónína þurfa að halda aftur af sér. Kannski þarf hún að fara í "afeitrun hugans" - og fá "stólpípu" sem hjálpar henni að komast frá illskunni sem hefur undirlagt hana um langan tíma og lesa má um í tölvupóstum og hennar eigin blaðagerinum.
er oft búinn að setja fram áhugaverðar "tesur" - um þjóðmálin. Hann fer stundum með himinskautum - er ekki alveg á jörðinni - enda ekki stöðugt á landinu. Hans vinkill getur verið gagnlegur engu að síður.
Skilgreining hans á ráðstjórn og Bolsjevisma Davíðs Oddssonar og Sjálfstæðisflokksins um 15 ára skeið - er áhugaverð. Hún er ein þessi undarlega þversögn. Sér-Íslenskt fyrirbæri.
Stefán er öflugur bloggari - stundum skarpur
Flokkur allra jafnaðarmanna - eða félagshyggjumanna
væri kannski betra yfirheiti. Sérkennilegur málflutningur Hauks Nikulássonar - um að Sjálfstæðismenn muni ekki geta kosið Ingibjörgu Sólrúnu. Gengur alveg gegn hans eigin málflutningi um víðtæka samstöðu.
Kannski þurfum við einmitt að stíga út úr persónu- og einstaklings - áherslunni - yfir í hugmynda-pólitíkin.
Þetta snýst auðvitað um hugmyndir - og samstöðu um hugmyndir
Arfur Davíðs - sérframboð Steingríms j og upphlaupspólitík Össurar og málþóf Marðar - eru allt Morfís-æfingar.
Andstæðingavæðing stjórnmála - ætti kannski að kalla þetta.
Við þurfum að komast inn í samstöðu-áherslur - samstöðu um hugmyndir og réttlætis-viðmið.
Lífsgildi!
Erum við ekki meira og minna sammála um meginatriði? Ég held það. Við viljum jöfnuð og tækifæri fyrir alla - við viljum ekki sjúklingagjöld - við viljum ekki vera í Íraksstríðinu með USA - VIÐ VILJUM - EKKI LÁNSKJARAVÍSITÖLUNA OG VAXTARÁNIÐ - VIÐ ERUM Á MÓTI OKRI
VILJUM GERA BETUR VIÐ ALDRAÐA OG ÖRYRKJA - VILJUM EYÐA FÁTÆKT BARNA - VILJUM DRAGA ÚR VINNUÞRÆLKUN FORELDRA OG ALMENNINGS
UM ÞETTA ER EKKI ÁGREININGUR! - ER ÞAÐ?
Þorgerður Katrín
skuldar Akureyri og landsbyggðinni - og áhugafólki um fagmennsku í fjölmiðlun - skýringar á því hvers vegna hún kýs að ganga gegn tillögum Blaðamannafélags Íslands um tilnefningu í stjórn Norræna Blaðamannaháskólans. Þorgerður Katrín skipar ritstjóra Morgunblaðsins í stað tilnefningar Birgis Guðmundssonar lektors við Háskólann á Akureyri.
Þorgerður Katrín heldur því fram að það sé til að Háskólinn á Akureyri geti ekki dregið til sín hagsmuni - með því hugsanlega að byggja upp innanlands öflugri kennslu í fjölmiðlun á háskólastigi.
Hvað meinar hún?
Ég leyfi mér að binda vonir við að nýr bæjarstjóri á Akureyri - Sigrún Björk - krefji menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins svara við því hvers vegna hún setur ritstjóra Morgunblaðsins - inn í slíkt verkefni sem lýtur að breyttri skipuna á fjölmiðlamenntun á Norðurlöndum. Allir vita að verði það ofan á að efla innlenda menntun í fjölmiðlafræði - þá er Háskólinn á Akureyri í stellingum - einmitt undir forstu Birgis Guðmundssonar.
Ætlar Þorgerður Katrín að halda enn áfram að leggja Háskólann á Akureyri í einelti? Eru það tengsl 'Olafs Stephensen við Háskóla Íslands - eða bara vinskapur hans við Steingrím aðstoðarmann ÞKG sem ræður för.
Hún þarf að svara fyrir málið - þetta er ekkert grín!