Almanna-þjónusta - RÚV

Almenningur á rétt til margvíslegra hluta

og eitt af því er auðvitað umhverfi til tjáskipta og fjölmiðlunar.  Forsenda slíkra réttinda er umhverfi -  "public-domain" - opinn og óritskoðaður vettvangur slíkar samskipta þar sem einstaklingar geta látið til sína taka - rætt mál og reifað ólík sjónarmið.  Netið hefur orðið gríðarlega öflugur samskiptamiðill - og ekki síður uppspretta upplýsingaleitar og miðlun frétta - vettvangur náms.  Vettvangur þekkingarsamskipta  með áður óþekktu afli og möguleikum.

RÚV hefur fram til þessa skipt afar miklu máli

fyrir upplýsingamiðlun og fréttastofa RÚV-hljóðvarps - og Gamla gufan hafa notið víðtækrar virðingar fyrir áreiðanleika og reynst farvegur fyrir flest sjónarhorn.

Auðvitað var gamla Ríkisútvarpið undir talsverðum hæl stjórnvalda - lengi vel - Útvarspráð var lengi vel handbendi ríkisstjórnar - í  mínu minni sérstaklega á Viðreisnartímanum (1959-1971)

Svo komu Ólafur Ragnar, Vilmundur   

og margir fleiri - studdir straumum frá útlöndum og öflug fjölmiðlun ruddi sér til rúms.   Gömlu flokksblöðin hleyptu einstöku sinnum - óhefðbundnum straumum áleiðis - en mest varð opnunin í gegn um DV - Helgarpóstinn og skammlífari miðlana.   Mogginn hélt áfram sínu heygarðshorni - túlkaði lengstaf sjónarmið ráðandi afla í Sjálfstæðisflokknum - nema meðan Matthías hélt uppi krítísku sjónarhorni á kvótamálin - og seinna náðu umhverfis-sinnuð sjónarmið að halda opnum glugga.

RÚV hefur lengi notið

óskoraðrar virðingar - sem miðill í þágu almennings og ALMANNAHEILLA - með hlutverk gagnvart viðbrögðum í vá og þegar hamfarir ríða yfir.

Á Ítalíu ríkti Berlusconi  - yfir stærstu fjölmiðlasamsteypunni á einkamarkaði - og yfir ríkismiðlunum á sama tíma.   Hans tími er liðinn í bili á Ítalíu - og kemur vonandi aldrei aftur.  Spillingarhættan - sem slíkt alræði býður upp á - er skiljanlega engin óskastaða fyrir sjónarmið - almannaréttinda, lýðræðis og opinnar miðlunar upplýsinga og umræðu.  

Ekki viljum við undir neinum kringumstæðum að slíkt gæti gerst á Íslandi - ekki viljum við að viðskiptamógúlar með innherjatengsl í Sjálfstæðisflokkinn geti náð allherjar tökum á fjölmiðlum - kannski bæði prent og ljósvakamiðlum  - og ráðið ríkisvaldinu á sama tíma?

Ég tek undir með Þorsteini Pálssyni i Fréttablaðinu - þegar hann varar við því offorsi sem Sjálfstæðisflokkurinn og Þorgerður Katrín

vaða áfram með í málum RÚV.  Hvað er Framsóknarflokkurinn líka að bakka upp vitleysuna?  Það vill enginn þetta OHF - - -

Samfylkingin verður að kappkosta að tryggja sjálfstæði og víðtæka sátt um RÚV  - með því að gera það að sjálfseignarstofnun - sem sæki fjármagn til ríkissjóðs/Alþingis.

Kalla verður breiðan hóp að stjórnun RÚV - og beita þeirri aðferð til að efla sátt um útvarp allra landsmanna - um leið og dregið verður úr umsvifum R'UV í auglýsingum.  Mikilvægt kann að vera að banna kostun efnis - eða takmarka verulega.

Stjórnarandstaða!!  

Bjóðið Þorgerði Katrínu upp á að klára málið í gegn um Alþingi - upp á þau býti að gildistöku hennar frumvarps verði frestað til áramóta 2007-2008.

hún getur varla neitað því.  Þannig skapast svigrúm til að samningar um nýja ríkisstjórn geti tekið á málinu - og forsendur skapast til að framkvæma eðlilegar breytingar  - frá september til desember nk.   Ef stjórnarandstaðan nær síðan ekki að fella ÞGK úr embættinu og reka ríkisstjórnina öfuga frá völdum - þá taka þessi OHF-lög um R'UV gildi - og Sjálfstæðisflokkurinn getur stært sig af því að hafa reist varanlegan ófrið um R'UV.  Ætli það sé skynsamlegt markmið flokksins?