Málflutningur Samfylkingarinnar er
ekki að ná eyrum og athygli kjósenda - eða virðist ekki vinna fylgi í skoðanakönnunum.
Þetta er alveg grafalvarlegt - en kemur mér satt að segja ekki alveg á óvart. Þetta var fyrirséð hér á mínu landshorni. Jaðarsjónarmið - þingmannanna geta ekki dregið að kjósendur - ekki síst þegar þeir EMS og KLM hafa ekkert fram að færa frá sjálfum sér - né heldur til eflingar flokknum og til útskýringar á framtíðarsýn. Og aðrir frambjóðendur hafa heldur ekki skýran prófíl. (Hvað skyldi Lára t.d. meina? - og Örlygur er eins og hann dagaði uppi í löngu liðnum brandara.) Það er langt í land að hér sé sleginn samhljómur með meginsjónarmiðum endurnýjaðrar miðju og til vinstri stjórnmálanna á Norðausturlandinu.
Ingibjörg þarf að snúa vörn í sókn. Hún mætti kannski sækja sér viðmið til stallsystur sinnar Helle Thorning-Scmith í Danska Jafnarmannflokknum - sem hefur skákað úreltum afturgöngum gamallar pólitíkur út af sviðinu.
Skuggaráðuneyti
- með öflugan málflutning - ekki bara þingmenn eða frambjóðendur - heldur fólk með erindi. Gæti verið ráð. Veit um marga sem brenna í skinni að fá að leggja að mörkum - til að bakka Ingibjörgu upp við að sækja sér fylgi til forsætisráðherraembættisins.
------------------------
Hitti þingmann á förnum vegi
og sagði honum smá til syndanna. Mér rennur það til rifja að þingflokkurinn skuli enn ekki vera búinn að taka Össur og leggja hann til hliðar - þannig að Ingibjörg þurfi ekki á endanum að "stinga hann" fyrir augum allrar þjóðarinnar. Þessi brestur þingflokksins - sem ekki virðist átta sig á að formanns-kosning almennra flokksmanna var algerlega afgerandi - og ber að hlíta. Sem persónur eru þingmennirnir að bregðast kalli sínu og skyldu gagnvart Össuri einkum og líka Ingibjörgu - og sérstakir vinir Össurar sýna að mínu mati skort á drenglyndi og kjarki.
Því meira sem Össur hefur sig í frami í Alþingi og í fjölmiðlum og því meira sem misvísun sést í málflutningi Björgvins G og Ágústar - þeim mun lakar skorar Samfylkingin í skoðanakönnunum.
Skora á Jóhann Ársælsson og Rannveigu G að leggja lið - og það mætti pressa Margréti Frímanns til vitrænnar þátttöku - með Samfylkingunni og til að bakka ISG upp til forsætisráðherradómsins. ´
Þjóðin og félagshyggjan þarf á því að halda að hér setjist sterk kona við stjórnvölinn - það getur svo mörgu breytt til bóta
--------------------------------------
Vaðlaheiðargöng ekki formlega á samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar
hvað er að mönnum? Kristján Möller sýndi sitt rétta ... þegar hann fékk tækifæri til í fréttum sjónvarps ..... nefndi hann ekki Vaðlaheiðargöngin. Var einhver orðinn leiður á - tuði um flutningskostnað - án þess að heyra útfærðar tillögur til bóta?
Halldór Blöndal var búinn að segja; "Þeir eru að segja að það séu einhverjir að þvælast fyrir Vaðlaheiðargöngunum" ........ um leið og hann sneri sér að því að tala við einhvern annan í símann. Halldóri líkt....... kannski klárar hann samtalið þegar við sjáumst næst.
--------------------------------------
---------------------------------------
Ágúst Einarsson verður
örugglega öflugur rektor á Bifröst. Skólinn þarf á því að halda að ná jarðsambandinu sem hraðast. Uppbygging frumkvöðla háskólastarfsins í Borgarfirðinum má ekki vanmeta - enda liggja tækfæri Ágústar einkum í því sem búið er að gera - og er þá líka hægt að gera.
Skemmtilegur vinkill sem Ágúst hefur haldið fram um mikilvægi skapandi greina í atvinnulífi og fyrir efnahag framtíðar.
Ágúst ætti að geta náð takti með okkur sem höfum viljað efla nýsköpun, þekkingariðnað og hátækni - í bland við ferðaþjónustu og sérhæfða fjármálaþjónustu - sem nýtir sér náttúruauðlindir og sérstæði Íslands til hins ítrasta.
Óska honum velfarnaðar í starfi - og vildi sjá hann leggja lið við að tengja hefðir skólans á Bifröst að nýju við rætur félagshyggju og mannvirðingar. Þess er þörf til mótvægis við hörðustu markaðsáherslur sem Háskólinn í Reykjavík presenterar - undir verndarvæng Viðskiptaráðs og SA.
---------------------
---------------------
Vísindagarður - þekkingarþorp
við Háskólann á Akureyri er eitt mikilvægast hjólið sem við getum notað til endurnýjunar á staðbundnu efnahagslífi á Akureyri og um Norður og Austurland.
Það eru afar skýr skilaboð sem við höfum frá lykilmönum í atvinnulífinu um að taumlaus álvæðing og aframhaldandi þensla mun hugsanlega eyðileggja fyrir okkur alla möguleika á að reka sjálfbært atvinnulíf á gervallri landsbyggðinni. Nýbygging við Borgir er á teikniborðinu og fjármögnun Orkuháskólans á Akureyri er tryggð. Nú bíðum við eftir svörum varðandi styrkumsóknir frá Þróunarsjóði EFTA í Brussel - og krossum fingur.
Heiti á alla að leggjast á sveif með málinu; hér hafa KEA og Akureyrarbær dregið vagninn og sérstaklega lofsvert að núverandi forystumenn bæjarstjórnar skuli hafa tekið myndarlega á málinu. Sigrún Björk fer vel af stað og fær jákvæðar móttökur í umhverfinu.
Held að við ættum á óska okkur sjálfum til hamingju með hversu góð samstaða hefur skapast um þetta vísindagarð og Orkuskóla hér á heimavelli -
................ við þurfum einnig að sækja aukinn stuðning ríkisvaldsins og vinna með atvinnulífinu.
-----------------------
-----------------------
Landsbankinn er að yfirgefa pappírskrónuna
...... þeir kynna ársuppgjörið í London. Kannski ætla þeir að fara í Sterlingspundið? - - til að vera á móti Evrópu-samrunanum?
40 milljarða hagnaður 2006 - ekki svo lítið - - ......... og hver borgar fyrir þennan mikla hagnað? Hann er ekki allur sóttur til Englands..... eða hvað?.
Fatta ekki þennan ofsagróða - og er ekki búinn að samþykkja hann - frekar en
---------------- Egill Helgason
----------------
Króna - Evra ---- Pund og Jen .....?
Skil ekki hvernig hægt er að hafa 25% dráttarvexti í hagkerfi þar sem verðbólgan er mæld ca 4% á ársgrundvelli?? Hvað er í gangi?
Lét reikna fyrir mig fjármagnskostnað - og mögulegan sparnað af því að sækja erlend lán fyrir fyrirtæki.
Fékk líka þær upplýsingar að öll sveitarfélögin og stærri fasteignafélögin væru komin með sína fjármögnun í erlenda mynt - amk þegar fjármgnun fasteigna er annars vegar.
Settist svo með félaga við reiknivél á heimasíðunni hjá Glitni. Slógum inn 15 milljóna láni - sem er sennilega lægra en margar fjölskyldur eru að stríða með. Getur það gengið að slíkt lán greiðist til baka með 60 milljónum eða meira - í íslenskum pappírskrónum - á 40 árum?
Getum við horft framhjá því að við gætum etv. sloppið með að greiða minna en 30 milljónir til baka af erlendu láni á sama tíma (40 árum).
Mér er ekki skemmt; hér er mögulega eitt stærsta landsbyggðarmálið á ferðinni.
Er verðtryggða pappírskrónan að drepa almenning
. .. ... .. og ekki síst á landsbyggðinni?
Flytjum við ekki öll lán í Evrur, Jen og Franka ... .. ..?
og gerum upp í erlendum myntum.
Lost..........
Sýnist atvinnulífið vera búið að taka ákvörðunina - ........ sjáum fjármálfyrirtækin.
Er þá ekki réttast að ASÍ , SA og SI - verði samferða að knýja á um að hindrunum verði rutt úr vegi og samningsmarkmið gagnvart Evrópusambandinu sett á dagskrána?
Með því setjum við aga á efnahagslífið og drögum úr áhuga spákaupmanna á krónubréfum.
krónan er stendur sig ekki lengur . ... .. .. . .
........ setjum stefnuna út úr óstöðugleikanum.
... nýja Sátt ... eða Sáttmála um framtíð
Stjórnmálaflokkarnir ......eiga að ganga með þörfum atvinnulífsins og almennings ... ekki gegn heilbrigðri skynsemi.
----------------------------------
----------------------------------
Frjálslyndir kusu ófrið og vinkil aðgreiningarstefnu (rasisma) ..
en Margrét hlýtur að ganga út - eða fara í sérframboð.
........ kannski með öðrum hópi aldraðra ...
eða öryrkja... þar er allt í loft-upp
Hvað er ennars í gangi?
Fer Kristinn H Gunnarsson kannski líka í sérframboð - og þá með Hjálmari?...........
Framtíðarlandið - verður að vera atvinnustefna
.... en ekki bara samsafn einstaklinga sem eru utanveltu í flokkum; - amk. ef framboð undir þeirra merkjum á að gera sig.
Samfylkingin ætti að tala skýrar og bjóða þessum hópum til samstarfs - án þess að ráðast gegn einstaklingum.
Kannski væri ekkert sérlega spennandi að fá brotin úr Frjálslyndum og afganga frá Framsóknarflokknum
Það er mikilvægt hlutverk foringja í stjórnmálum að laða menn til samstarfs - laða menn til að leggja að mörkum og breikka skilning og efla samstöðu.
Ekki þrengja hópinn eins og framboðslisti Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi ber keim af. Sama er að segja um marga aðra lista þar sem "einhverjir urðu undir" - og viku af vettvangi - og engir sem presentera breiðari sjónarmið voru kallaðir til starfa.
Þess vegna virðist jarðvegur til að ræða sérframboð
.... aldraðra, - umhverfisvina, - Kidda Sleggju, - - öryrkja, - Margrétar sssssverris - - - - Akureyringa, - ........ og fleiri minnihlutahópa.
Það þarf talsverða einbeitni til að þrengja stjórnmálaflokka - alveg eins og að styrkja þeirra grunn.
Jammm.........