Haustminning úr sveit

 

Gamall bóndi og „feitir strákar“

 

Hann kom ríðandi neðan Engjar,

Á stórum jörpum hesti

 Fór hægt;

 

Kom heim á hlaðið

jafnvel amma út á tröppu

og drengirnir

 

Gamli bóndinn var hreyfur og kíminn

„mikið helvíti hafiði strákana feita;“

sagðann og potaði með svipunni í maga drengs

 

Daginn eftir var hann farinn

. í Útbrunagöngur með Helga og hinum

í eyrum sveið niðurlæging og hlátur –

og minning um þennan stóra hest sem prjónaði

undir karli frá fjarlægum bæ

 

Skyldi ég eiga eftir að hitt´ann . . .