Elífð og ódauðleiki
Maður getur verið þakklátur fyrir hvern einasta dag,
og hlegið að asnalegum bröndurum og hálflognum sögum af skyldfólk sínu og vinnufélögum
Samt er kannski ekkert sem jafnast á við það að vita að það sem maður hefur lifað og notið verður um eilífð ósnertanlegt og getur ekki horfið – jafnvel ekki þegar enginn man lengur eftir því.
Þannig verður maður sjálfur - - að lokum gleymdur – en samt partur af eilífðinni og ekkert sem fær því breytt.
Ekki að ég ímyndi mér að verða ódauðlegur.
Þessi þjóð
. . .sem segir frægðarsögur af gömlum frekjudöllum, brennuvörgum, nauðgurum og þjófum - og alveg hissa á því að enn skuli vera til fólk sem ber nokkurn kala í brjósti - minnugt blóði, dauða og tortímingu.
Enn leika menn sama leikinn; - gera strandhögg og hverfa að loknu með ránsfenginn til úteyja
Þannig hefur þetta alltaf verið;
- Nú vilja einhverjir að gengið sé til viðskipta með gagnkvæmri ábyrgð
Ekki getur slíkt kunnað góðri lukku að stýra.
Mæður þessa lands hafa tæpast innrætt sonum sínum nýtt siðferði og ekki hafa feðurnir haft fyrir því að efla dætur sínar til að ganga gegn hefðum og eðli Íslendingsins,
. . . . varla.
Ljótur,
, , , getur sá maður varla talist sem þorir að horfa í spegil á morgnanna,
nývaknaður,
. . . .grár og með bauga.
Líkist sífellt meir frændum sem fyrir löngu eru orðnir gamlir,
eða manni á mynd.
Það dugar ekki lengur að þvo sér upp úr ísköldu.