Valgerði Sverrisdóttur og fleiri ráðherrum og þingmönnum var gerð grein fyrir því á þeim tíma sem sala bankanna var í ákvörðunarferli að þetta svokallaða faglega mat HSBC var ”pantað” og þannig ætlað að styðja ákvörðun um val á ”þóknanlegum kaupanda” . .
. . . þetta blasti við - - og mátti raunar lesa í skýrslu Ríkisendurskoðunar á sínum tíma; Ríkisendurskoðun sagði reyndar að ”engar skýrar reglur” hafi fyrirfram legið til grundvallar í söluferlinu – við mat á tilboðum og við mat á kaupendum – og þess vegna hafi ”engar regur verið brotnar”. . eins traust og það nú verður að teljast í ljósi þess sem síðar hefur gerst og orðið uppvíst. Rétt að rifja upp að fjölskyldufyrirtæki (fjölskyldu) Halldórs Ásgrímssonar fékk aðgang að hópi þóknanlegra kaupenda Búnaðarbankans - -
- - ekki síst vegna þess að við söluna til Óla Ól og félaga lá það fyrir strax að ”stórbankinn” Societe Generale var alls ekki virkur aðili eða ráðgjafi við kaupin - - og það lá líka ljóst fyrir að Þýski bankinn Hauck Aufhauser var nærri örugglega ”leppur” . . . .enda kom á daginn að Valgerður heimilaði Óla Ól að leysa til sín hluta af því sem þýski bakinn hélt á - - mun fyrr en áskilnaður hafði verið gerður um ”erlent eignarhald” . . . Þingmönnum Samfylkingar var gerð grein fyrir þessum alvarlegu brotalömum sem voru á - - fyrir kosningarnar 2003, en þeir létu sig hverfa frá þeim vettvangi - - enda að sögn dagskipun Össurar (sbr. Birgi Hermannsson stjórnmálafræðing) að ekki mætti ”djöflast á Framsókn” . . . þar sem Össur lét sig dreyma um stjórnarsamstarf með Halldóri Ásgrímssyni eftir kosningarnar . . . Þótt verðlauna-greinaflokkur Sigríðar Daggar í Fréttablaðinu hafi á sínum tíma verið ítarlegur þá vantar margt í heildarmyndina - - -og nóg eftir til að rannsaka varðandi einkavæðingu bankanna 2002 og það sem á eftir fylgdi til 2007 í stjórnartíð Davíðs, Halldórs Geirs og Valgerðar . . .