Til félagsmanna KEA á aðalfundi 8. mars 2008

Fjölmiðlar hafa birt fréttir sem eru að einhverju leyti misvísandi um þann "boðskap" sem undirritaður flutti á aðalfundi KEA 8. mars 2008.

Félagsmönnum kemur það öllum við hvað stjórnarmenn og stjórnendur félagsins eru að sýsla - - - og þess vegna er rétt að birta ræðu mína í heild þannig að þeir félagsmenn sem vilja geti kynnt sér efni hennar  - frá fyrstu heimild. 

Með góðum kveðjum til félagsmanna KEA

Benedikt

Fundarstjóri og félagsmenn í KEA. 

Við stöndum hér í dag á aðalfundi - - - við tiltekin tímamót . . . . .  eins og raunar alltaf þegar félagsmenn koma saman og ræða afkomu liðins árs og starfsemi félagsins og glíma við framtíðarsýn fyrir KEA;    

2. grein samþykkta KEA segir;

Tilgangur félagsins er að vinna að hagsmunum félagsmanna og efla búsetu á félagssvæði sínu.

Þeim tilgangi sinnir félagið einkum með eftirfarandi hætti:

• að hafa með höndum umsjón og eignarhald á hlutafé KEA í hlutafélögum og öðrum félögum og taka þátt í stjórnun þeirra

• ávaxta eignir KEA og ráðstafa hæfilegum arði af þeim til félagsmanna sinna og til eflingar atvinnu og mannlífs á félagssvæðinu

• hafa frumkvæði að því að stofna til fjárfestinga og nýsköpunar í atvinnurekstri á félagssvæðinu og kalla eftir samstarfi við opinbera aðila, fyrirtæki, fjárfesta og einstaklinga í því skyni að  efla atvinnulíf

• leita samninga um viðskiptakjör fyrir félagsmenn. 

Þessi tilgangsgrein í samþykktum KEA er það sem á og verður að vera stjórn og starfsmönnum  leiðarljós alla daga í störfum sínum:   ég spyr mig nú hvort stjórnin hafi verið að standa sig í stykkinu - - og þá um leið hvort stjórnin hafi veitt framkvæmdastjóra næga hvatningu og aðhald til að hann skilaði sínu verki eins og félagsmenn hljóta að vænta og félagið verðskuldar.  

Öll ætlumst við til þess að KEA sé og verði samfélagsafl - - og virkur fjárfestir á nærsvæðinu – um leið og við gerum kröfu til að félagið ávaxti höfuðstól sinn meira en í meðallagi. 

Nú að skýrslu stjórnar og reikningum félagsins 2007. 

KEA-kortið er frábært  - og við sem fyrir allt að 10 árum byrjuðum að vinna að því að fá VISA-kortið frá KEA til að virka – fögnum hverri nýrri viðbót  - - - - og nú er komið VISA debet og credit – fyrir þá sem vilja nýta sér það. 

Fjölgun félagsmanna má örugglega að mestu leyti rekja til KEA-kortsins og þeirra kjara sem það færir - - - - - þannig erum við enn að reka kaupfélag í jákvæðum skilningi þess orðs - - það ber að halda áfram á þeirri braut. 

Stofnun Saga Capital með þátttöku KEA og tilurð fjármálafyrirtækis á okkar slóðum var frábært skref í jákvæða átt - - og sannarlega nýjabrum á því að hálaunastörfum og sérfræðinga fjölgi á Akureyri. 

Það var einnig frábært að KEA skyldi leggja 20 milljónir í hlutafé í RES-orkuskólanum sem hér tók til starfa í síðasta mánuði – með 32 erlenda nemendur í sérhæfðu meistaranámi í samstarfi margra háskóla. - -

 

Raunveruleikinn er hins vegar ekki allur glæsilegur og greining á framtíðinni hlýtur að draga dám af því að fjármálakreppa ríkir - - okurvextir eru staðreynd og gengisáhættan augljós - - hlutabréfaverðið hrunið - - og bankarnir hafa lokað á fjárstreymi til íbúðakaupa og til fyrirtækjanna á landsbyggðinni…….. 

650 manns hefur verið sagt upp í fiskiðnaði á landsbyggðinni – á síðustu mánuðum.   Ekkert bendir til annars en störfum í greininni fækki ennfrekar - -  

Landbúnaðurinn stendur frammi fyrir því að störfum heldur áfram að fækka . . . . . . hagræðing í kjötvinnslu og matvælaframleiðslu - - - mun bara fækka störfum þar einnig þó afkoma í greininni hér gæti skánað með tæknivæðingu og samruna fyrirtækjanna …… 

Ríkisvaldið dregur úr starfsemi opinberra aðila á landsbyggðinni;  Hátæknisjúkrahús við Hringbraut mun ekki gefa vaxtartækifærin eftir til landsbyggðarinnar og háskólastarfsemi á Akureyri á í vök að verjast fyrir miðstýringaráráttu menntamálaráðherrans. . . . ..  

Hágengisstefnan og vaxtaokrið dregur alla vaxtarmöguleika frá ferðaþjónustunni á landsbyggðinni - - auk þess sem ríkisvaldið og opinber hlutafélög þess hafa ekki neinn markaðsdrifinn áhuga á að koma á flugsamgöngum til NA-lands eða þróa markaðssetningu á heilsársrekstri á landsbyggðinni. 

Sjálfbær vöxtur og fjölgun starfa á landsbyggðinni á Íslandi getur ekki orðið með hefðbundnum greinum til lands og sjávar - - - og ekki með ferðaþjónustu að óbreyttu.       

Ef horft er til Finnlands, Írlands, Skotlands og N-Englands og N-Noregs og A-Kanada þá má sjá að vaxtarsvæði þessarra landa eru einangruð við þá kjarna þar sem þekkingardrifin starfsemi; sérhæfð viðskiptaþjónusta,  hátækni og rannsóknardrifin nýsköpun - - - er sett niður í sambýli við framsækna háskóla.    

Ný störf á Írlandi og í Finnlandi hafa orðið til – vítt um landið með þessum hætti - - þar sem þekkingarþorp, vísindagarður, tækni- og þróunarsetur og hátæknigerði eru byggð upp með samstilltu átaki sveitarstjórna, ríkisvalds og viðskiptalífs - - með samstarfi við staðbundna fjárfestingarsjóði og fjárfesta - - -- - -þar fjölgar störfum - - þar verður til öflug deigla og óvænt vaxtartækifæri dúkka upp.    

Þekkingarþorp við Háskólann á Akureyri og vísindagarður á Sólborgarsvæðinu hafa verið á borðinu síðustu fáein ár - - með ákveðnum hætti að frumkvæði KEA.   

Í slíku umhverfi eru vaxtartækifæri  - -- það sýnir sig best að í Vatnmýrinni í Reykjavík er lagt af stað með að byggja allt að 120þúsun fermetra af húsnæði undir þekkingardrifna starfsemi á næstu örfáum árum - - - með beinum stuðningu borgaryfirvalda sem láta í té landið og með beinum stuðningu ríkisvaldsins sem staðsetur lykilstofnanir sínar inni á þessu svæði - - -  

Hvert á þá að vera áherslusvið KEA: -  til framtíðarinnar. 

Ég tel að hér á Akureyri eigi  KEA að leggja lóð sitt – með vísindagarði og þekkingarþorpi á Sólborgarsvæðinu - - en þar þarf KEA að sýna þor og frumkvæði í fjárfestingum  - því annars hirða aðrir aðilar hagnaðartækifærin fyrir framan nefið á okkur.   Uppbygging þekkingarþorps og vísindagarðs er ekki bara eitthvert “styrkjadútl” - - það er “alvörubissniss” - - fyrir alvörufólk sem veit hvað það vill og hvaða möguleikar felast í slíkum verkefnum.   

 Í þessu þarf KEA að halda fram fólki sem kann – vill og getur - - - - hér er mikilvægt verkefni að vinna - - sem skilar sér fyrir allt nærsvæðið; – frá Siglufirði, Sauðárkróki að Húsavík og Mývatnssveit - - - og lengra ef því er að skipta;  - breytir möguleikum sérhæfðra starfsmanna  með því að vinnuumhverfið gerir fólki kleift að verða hluti af dreifðum vinnustöðum.  

Mannauðurinn – fólkið þekking þess – frumkvæði og  árangursvilji er auðlind nútímans - - - ekki síður en gæði sjávarins, landið  og orkulindirnar - -  - í mannauðinum og fjárfestingu í honum liggja tækifærin og þar á KEA að láta til sín taka.   Reynsla vaxtarsvæðanna  - um allan vestræna heiminn talar sínu máli - - - leiðin til framfara liggur í gegn um umbreytingu atvinnulífsins í átt til þekkingar og sérhæfðrar þjónustu - - - hátækni og nýsköpunar. 

Því miður hefur framkvæmdastjóra KEA og stjórnarformann skort skilning og áræði til að vinna af afli með þróunarfélagi Háskólans að því að byggja upp vísindagarð á Upplýsingatæknisviði - - og þeir hafa illu heilli dregið hið ágæta fyrirtæki Þekkingu út úr þeim undirbúningi.-

- - - - -  

Ársreikningurinn sem hér liggur fyrir sýnir tölulega talsverða afkomu – niðurstöðu af rekstri upp á 913 milljónir.             Virðist mikill viðsnúningur frá síðasta ári - - þegar afkoman var léleg sérstaklega í samanburði við mörg fjárfestingarfélög sem sýndu gríðarlegan hagnað það árið og fram eftir árinu 2007. 

Sem stjórnarmanni er mér skylt að staðfesta að ég undirrita ársreikning félagsins eins og aðrir í stjórn - - af því að ég tel reikninginn réttan miðað við þær forsendur sem reikningsskilin eru gerð eftir og hef ástæðu til að treysta. 

Hins vegar ber mér að vekja athygli á því að uppgjörið felur í sér tiltekna veikleika sem aðalfundurinn þarf að vera meðvitaður um;

  1. Í fyrsta lagi; Peningalegar færslur standa ekki að baki afkomunni  - nema að tiltölulega litlu leyti.    Þannig eru skattskuldbindingar að gefa nær 370 milljóna færslu í niðurstöðu  reikningsins
  2. Í öðru lagi; Gagnvirðisbreyting  á Saga Capital – ein og sér nemur 156 milljónum til hækkuna - - sem verður að telja umdeilalengt nú miðað við stöðuna og þróun á fjármálamörkuðum og áhættusama stöðu þeirra fyrirtækja nákvæmlega núna.    Í máli framkvæmdastjóra hefur auk heldur komið fram að þessi fjárfesting “sé stóra áhættan” - - og var sannarlega umdeilanlegt að auka hlutaféð í þeim mæli sem gert var á síðasta ári - - - af því að Saga Capital var ekki í vanda með að nálgast hlutafé á þeim tíma.
  3. Í þriðja lagi; Innleystur hagnaður og vaxtatekjur eru þannig ekki nema helmingur afkomunnar - - og þar af er hagnaður af sölu Norlenska eins og sér  176 milljónir króna.

 Til viðbótar er ástæða til þess fyrir aðalfundinn að skoða að veittir styrkir félagsins – eins og þeir eru bókaðir nema á árinu 2007 einungis 34 milljónum - - voru árinu 2006 næstum 43 milljónir og árið áður nær 56 milljónir.        Félagið lagði ekki krónu til félagsmanna í arðgreiðslu á árinu 2007 - - en árin áður lagði félagið 40-50 milljónir beint til viðskiptakjara félagsmanna sinna.

Fjárfesting og framtak félagsins í samfélagsverkefnum á árinu 2007 - - dróst einnig saman og má vísa til þess að árin áður lagði félagið umtalsvert  fé til samgönguverkefna, Vaðlaheiðarganga, Flugvallarmála og Norðurvegar.  

Þessi þróun sem á undan var rakin  talar sínu máli og hefur átt sér stað án þess að stjórn félagsins hafi formlega og opinberlega mótað slíka stefnu  - - og kynnt það fyrir félagsmönnum og aðalfundum félagsins 2007 og nú 2008.     

Ég lít svo á að stjórn félagsins hafi ekki staðið nægilega vel að málum að þessu leyti og skort hafi á að stefnumótunin væri gagnsæ og formleg - - áður en slík þróun kæmi fram - - -  

Styrkveiting sem ákveðin var á síðasta fundi stjórnar KEA – upp á 25 milljónir - er vissulega “að sýna lit” - - en samt afar lítið skref að mínu mati – og varla til að vera hreykin af.    

Ég tel að hér hafi stjórn brugðist að því leyti að félagsmenn hafa ástæðu til að kalla eftir því að arður skili sér með beinum og óbeinum hætti – þannig að um það muni. 

Þetta var um ársreikninginn;   - -og ég var að byrja að “íja að umræðu”  um stefnumótun félagsins. --------------

Frá árinu 1998-2002  var unnið að því að umbreyta KEA - - leysa út fjármuni sem bundnir voru í rekstrartengdum eignum.  Kaldbakur stofnaður og síðan seldur . . . .með minniháttar vendingum og tilteknum vonbrigðum sem ekki er ástæða til að rifja upp hér - - það hefur verið gert áður og nægilega. 

Samstaða skapaðist um það á umbreytingarferlinu að viðhalda samvinnufélaginu KEA - - sem samfélagsafli og verkfæri félagsmanna og félagssvæðisins - - tæki til góðra verka  - -  í  samstarfi með félagsmönnum, fyrirtækjum og sveitarstjórnum á svæðinu - - - -

KEA var ætlað að vinna að bættum skilyrðum til búsetu – auknum lífsgæðum á félagssvæðinu – treysta byggðafestu:  sem var nýyrði sem talsmenn félagsins glímdu við að skilgreina.   Byggðafesta fól í sér jákvæða og víðtæka merkingu – gagnvart samstarfi og gagnvart rekstrarskilyrðum fyrirtækja og kjörum einstaklinganna. 

Fyrir tveimur árum; - - Á aðalfundi í maí 2006 lá fyrir nýleg könnun IMG/Capacent-Gallup á viðhorfum til KEA  - þar var staðfest að aldrei áður hafði viðhorf almennt verið svo jákvætt til félagsins - - og aldrei áður hafði svo lítið neikvætt viðhorf til félagsins verið kortlagt.   Félagið naut trausts og jákvæðni í umhverfi sínu.    

Sem þáverandi stjórnarformaður var ég ákaflega ánægður með greininguna og taldi að við sem höfðum veitt félaginu forystu hefðum verið að skila árangri fyrir ímynd félagsins - - og hefðum á því skýra staðfestingu.     

Að loknu stjórnarkjöri á þeim aðalfundi taldi ég einnig að ég - sem fráfarandi formaður - og varaformaður  - hefðu hlotið ágætt traust aðalfundarfulltrúa - - með kjöri sínu og þokkalegu atkvæðamagni.   Þannig var einnig um marga aðalfundarfulltrúa - - þeir töldu að stjórnarforystan hefði hlotið endurnýjað umboð - - - og urðu þess vegna margir meira en hissa þegar í ljós kom að stjórnin hafði á sínum fyrsta fundi kosið - fyrir formann –  þann stjórnarmann sem náði kjöri í stjórnina með einu atkvæði - - stjórnarmann sem kjörinn var með einu atkvæði - - umfram áður óþekktan félagsmann.   (Reyndar 2 árum fyrr slysast inn í stjórn með jöfnum atkvæðum við annan félagsmann.) 

Enginn frambjóðandi til stjórnarkjörsins  - né heldur sitjandi stjórnarmaður - - hafði á aðafundinum 2006 tjáð það að hann teldi brýnt eða knýjandi að skipta um stjórnarforystuna - - - - - eða hverfa frá þeirri endurteknu tilraun áranna 2001-2005 að skapa sem breiðasta samstöðu um skipan stjórnar og stjórnarforystu. 

Með innri valdatöku nýs stjórnarformanns -  í kjölfar aðalfundar 2006 tel ég að þeir einstaklingar sem tóku við  hafi staðfest það sem síðan hefur endurtekið bryddað á að þeir kysu fremur að starfa þröngt og leita takmarkað eftir samræðu og samráði við félagsmennina  - -

tillöguflutningur félagsmanna – fjórmenninga á síðasta aðalfundi  speglar að mínu mati einnig efasemdir um upplýsingaflæði og nánd stjórnar og stjórnenda við félagsmenn. 

Til dæmis um sjálflægni í störfum og hugsun er ástæða til að nefna að  á aðalfundi 2007 var eina myndefnið sem formaður og framkvæmdastjóri fundu við hæfi  - - -  heilsíðu mynd af þeim hvorum fyrir sig. . . . í ársskýrslu félagsins  - - - - - - - - og hvað er okkur boðið upp á núna - - - það er sama sagan???????    (Er nema von að menn spyrji sig hverjir eigi KEA??) --------

-----

Á aðalfundi KEA árið 2005 kynnti núverandi framkvæmdastjóri nýtt skipulag; - - þar sem fjárfestingar- og arðsemisrekstur félagsins var staðsettur í dótturfélagi: í Hildingi.     Sem starfsmaður félagsins átti hann tiltekið frumkvæði að útfærslu á skipulagsbreytingunni.   Gerði hann ágæta og rökstudda grein fyrir því hvernig meiningin væri að aðskilja þá þætti í fjárfestingum sem beinlínis gætu truflast af “samfélagslegum áherslum og skyldum KEA til að takast á við byggðafestuverkefni” eða nærtækari hagsmuni félagsmanna.  

Meiningin var að fá til liðs við félagið einstaklinga með sérhæfða þekkingu og dreifa jafnframt hlutverkum á stjórnarmenn félagsins  - auka áhrif stjórnarmanna….. í gegn um undirbúning verkefna og fjárfestingar. 

Á aðalfundi 2006 var Halldór Jóhannsson orðinn framkvæmdastjóri KEA  og hafði í sinni hendi lykilstöðu til framkvæmd á þessarri stefnumótun.   Á þeim fundi vísaði ég til þessarrar stefnumótunar – sem stjórnin hafði nýverið áréttað - - og þess einnig að skipulagið og starfsmenn verðskulduðu sinn reynslutíma.       

Ég get enn ítrekað þá skoðun mína að skipulag og lykilstarfsmenn verðskulda reynslutíma - - og í nútímanum er slíkur reynslutími styttri en áður var.     Ég leyfi mér einnig að halda því fram af nokkurri þekkingu að okkur sem einstaklingum hættir til að kenna gölluðu skipulagi um - -  ef eitthvað fer miður - - um leið og við verðum aftur og aftur vitni að því að ágætir starfsmenn og jafnvel þokkalegir stjórnendur komast hvorki lönd né strönd vegna þess að þeir eru fastir í ónýtu skipulagi eða eru fangar hjá gangslausum stjórnum… . .. . ..  

-----

Á árinu 2006 og fram á 2007 var orðið augljóst að skipulagið  með Hildingi var ekki að gera sig - - með þeim vinnubrögðum og mannskap sem þar var  skipað. . . . . Þeir þungavigtarmenn sem meiningin var að kalla til starfa höfðu ekki fengið tækifæri til að reyna sig til árangurs - - og áhugi framkvæmdastjóra KEA á að útfæra skipulagið sem hann hafði sjálfur mælt fyrir virtist  horfinn - -  Það gat því talist einboðið að leggja Hilding aftur inn í KEA - - og að því stóð ég - - enda gefið fyrirheit um að aðalstjórn KEA mundi eftir það verða virk og þátttakandi í fjárfestingarákvörðunum og stefnumótun um það hvernig afli félagsins væri beitt. 

En hefur stjórn síðan orðið virkur þátttakandi í undirbúningi og vinnslu málanna?    

 Því miður verð ég að játa að það hefur alls ekki orðið raunin.

Starfshættir stjórnarinnar hafa valdið mér vonbrigðum;    frá maí 2006 hafa vart eða ekki verið haldnir undirbúnir  vinnufundir stjórnarinnar um almenna endurnýjun á stefnu félagsins og skipulagi – og ekki verið sótt ráðgjöf til fagaðila.   Minnisblöð og stefnumótandi pappírar hafa orðið afar sjáldséðir - - nánast ekki þekkst.  

Stjórnarformaðurinn hefur ekki þann stíl að undirbúa stjórnarmenn með því að velta til þeirra málum á umræðu- og undirbúningsstigi – jafnvel skortir verulega á að tillögur séu kynntar stjórnarmönnum áður en til fundar kemur; - - svo langt gengur að tillögum er í einstökum tilvikum ekki dreift á pappír á fundum stjórnar nema um það sé beðið.      

Svo þröngt hefur stjórnarformaðurinn kosið að starfa að varamenn hafa verið takmarkað (eða ekki) innviklaðir í störf og fundarefni stjórnarinnar - - meira að segja hefur stjórnarmaður sem er fluttur af landi brott til lengri búsetu erlendis  -- setið í símanum í mörgþúsund kílómetra fjarlægð – frekar en að boða varamenn til fundar.      

Ég lít svo á að þrátt fyrir að símasambandið við Vancouver BC sé sífellt að verða ódýrara og betra þá sé það algerlega óviðunandi túlkun á skyldum stjórnarmanns að mæta ekki til fundar - - og óvirðing við réttkjörna varamenn.  Ég skora því á stjórnarmann Hall Gunnarsson að segja af stjórnarstörfum - - eða að minnsta kosti kalla varamann inn til starfa fyrir sig - - - þann tíma sem hann á eftir að kjörtíma - - - annað er ekki sæmilegt gagnvart félagsmönnum og réttmætu kjöri varastjórnar. 

----------- 

Hins vegar get ég játað það að núverandi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður hafa tekið upp þann hátt að “félagið bjóði stjórnarmönnum og mökum þeirra til ferða og fagnaða” – í þó nokkur skipti – sem er hiklaust lofsvert sérstaklega þegar þarf að launa mönnum fyrir mikla og óeigingjarna vinnu – og oft má koma til móts við maka og fjölskyldur í slíkum tilvikum.   

Ég viðurkenni að ég hef orðið beinlínis feiminn að þiggja slík veisluboð - - þar sem við höfum á sama tíma ekki verið að sinna nægilega öflugri stefnumótandi vinnu í þágu félagsins, , , , , (en ég hef alltaf átt von  því að nú fari að koma að því.)   

Ekki hefur verið rætt um tilgang félagsins á þessum tveimur árum - - nema afar takmarkað og þá í framhjáhlaupi - - og þegar Hildingur var innlimaður fór umræðan ekkert lengra um það hvernig stjórnin ætti að komast hjá því að lenda í vanda með þær þversagnir sem skapast af hinu samfélagslega hlutverki félagsins og hagsmunavörslu félagsmanna annars vegar;  - - gagnvart hörðum ávöxtunarkröfum í rekstri og fjárvörslu hins vegar.   

Við sitjum aftur í þeirri klofnu afstöðu – sem meiningin var að leysa úr með stofnun Hildings á sínum tíma! 

--- 

Eftir þónokkra ágjöf á síðasta aðalfundi g í tengslum við hann var sest svolítið krampakennt yfir fjárfestingarstefnuna  - - og hún opnuð örlítið - - en sú opnun kom það seint að einungis reyndist tap af því að prófa fyrir sér á hlutabréfamarkaði sem var á niðurleið síðari hluta ársins 2007.  

Skuldabréfa og peningamarkaðir gáfu hins vegar ávöxtun árið 2007 - - sem kom sér afar vel fyrir KEA sem árin 2006 – og inn á árið 2007 hafði misst af hagnaðartækifærum sem margir nýttu sér vel.   Afar varfærin fjárfestingarstefna félagsins ver það vel í dag - - - en við misstum líka af hagnaði síðustu ára sem margir aðrir sóttu sér með virkum viðskiptum á hlutabréfamarkaði. 

KEA hefur breyst upp á síðkastið……..

 

KEA hefur misst tiltekið frumkvæði í samfélagsverkefnum,  er ekki lengur nægilega snarpur burðarás eða frumkvæðisaðili í Vaðlaheiðargöngum, Flugvallarmálum á Akureyri, - þar er beðið eftir öðrum; - KEA missti niður stöðu gagnvart endurnýjun á Vaxtarsamningi Eyjafjarðar sem félagið gaf áður  líf frá 2004-2007.  

KEA er ekki drífandi afl í því að skapa umgjörð í kring um þekkingarþorp við Háskólann á Akureyri - - hefur ekki einu sinni endurnýjað styrkjapakka Háskólasjóðsins þannig að hann haldi verðgildi sínu frá því hann var stofnaður 2002. 

Framkvæmdastjóri og stjórnarformaður glutruðu niður tækifærum fyrir KEA í tengslum við söluna á Norðlenska.   Með klaufaskap og einhvers konar neikvæðni forystumanna KEA brast traust framleiðenda í Búsæld á samstarfinu við KEA og með því glutruðu okkar menn niður hagsmunum fyrir félagið.    

Því betur vorum við öll svo heppin að verkefnið sem stofnað var með samstarfi KEA og framleiðenda um að endurreisa Norðlenska og skapa bændum ráðrúm til að eignast ráðandi stöðu í félaginu  - það verkefni fór ekki í vaskinn.    Þökk sé eigendum Kjarnafæðis og viðskiptabanka þeirra Glitni

 - - - það var þannig ekki framkvæmdastjóra og stjórnarformanni KEA að þakka að verkefninu lauk með því að bændur halda nú á mjög rekstrarhæfu matvælafyrirtæki og KEA innleysti hagnað upp á 176 milljónir sem verður nú að teljast ágæt arðsemi miðað við ávöxtun í rekstri hér um slóðir.     

Eðlilegt er að menn spyrji sig hvort það hafi verið að fyrirmælum stjórnar KEA sem hafnað var samstarfi við framleiðendur um fjármögnun eða fasteignakaup  af Norðlenska og missa þannig af að  innleysa mögulega hagsmuni í ferlinu til loka. . . . .  Ég tel þvert á móti að stjórn hafi endurtekið látið í ljós skýran vilja til að KEA legði að mörkum til að ljúka málinu og standa við öll þau markmið sem sett voru með samstarfinu við Búsæld . . . . .   Og gera það í góðri sátt við framleiðendur alla leið og leggja að mörkum til frekara samstarfs með öðrum aðilum í greininni. . . . . . 

Persónulega sé ég ástæðu til þess að lýsa því hér að ég tel að sú samstaða sem skapaðist á árinu 2003 um kaup KEA á Norðlenska hafi verið einstæð.  - - KEA gerði með því sáttmála við kjötframleiðendur og saman settu aðilar markmið – með gangkvæmum skuldbindingum – lýstu því einnig hvernig aðilar hyggðust ljúka viðskiptum sínum - - á árinu 2007-2008.    Það kostaði mikla vinnu og eftirfylgni margra að ná verkefninu saman - - og síðan reyndist það veruleg fyrirhöfn með köflum að halda því lifandi og með nægu trausti - -  - - -

Ég hef annars staðar og áður tjáð það að ég er hreykinn af því að hafa átt nokkurn þátt í þessu verkefni – þessarri tilraun sem sannaði sig - - - og ég sé ekki eftir einni einustu mínútu sem ég hef varið í málið né heldur þeirri orku sem í það hefur farið.       Ég er þess aldeilis fullviss að með minni vinnu og margra annarra  í kring um Norðlenska frá 2003-2007  hafi   KEA verið unnið verulega mikið gagn…..og ég get bara verið upp með mér  fyrir að hafa fengið til þess tækifæri að leggja þar lið.   Það er líka eftir á ánægjulegt að finna að fólk sem ég tek mark á kann mér þakkir fyrir. 

Ágætu félagsmenn

Á deildarfundi Akureyrardeildar tjáði ég fundarmönnum að ég hyggðist ekki gefa kost á mér til stjórnarsetu í KEA – um sinn.      Fyrir því eru nokkrar ástæður eins og þegar hefur mátt ráða af orðum mínum.   Samandregið getur það verið eftirfarandi;
  1. Starfshættir og áherslur framkvæmdastjóra og stjórnarformanns hafa valdið vonbrigðum  - - eru sjálflægir og hvorki nógu opinskáir að stefnumótun né að þeir feli í sér nægan metnað að mínu mati.   Félagið hefur misst afl og frumkvæði  - - - er ekki nægilega virkur samstarfsaðili eða farvegur fyrir samstöðu á heimavelli.    Hvað hefur t.d. orðið úr samstarfsyfirlýsingu sem framkvæmdastjóri KEA undirritaði í ágúst 2006 með fv. Bæjarstjóra  Akureyrar - - um samstarf að uppbyggingu – m.a. á umgjörð Háskólans á Akureyri.
  2. Vegna krefjandi starfa minna fyrir Búseta á Norðurlandi eru takmörk fyrir því hversu ég má dreifa kröftum að öðrum verkefnum - -
  3. Ég hef unnið eftir mætti að verkefnum KEA síðustu 10-12 árin eða svo - - fyrst innan stjórnar Akureyrardeildar KEA og inn í þá deiglu sem umbreytingarferli félagsins skapaði 1998-2002 -  og síðan innan stjórnar KEA frá 2001.      Það er að því leytinu komið nóg fyrir mig persónulega og félagið hefur eflaust fengið nóg af mér  - - ekki síst þar sem ég tel fullreynt  að sú starfsumgjörð sem stjórnarforystan hefur skapað gefur mér varla  tækifæri til að leggja að mörkum og verða að því gagni sem ég held að ég hafi getu og metnað til.
  4. Með því að hverfa frá störfum stjórnar KEA skapast nýju fólki svigrúm til að láta til sín taka - - og takast á við það að bæta starfshætti stjórnar og efla starf félagsins og metnað.   Um leið öðlast ég frelsi til að beita mér allt öðru vísi að málefnum félagsins  - - - og tjá mig með öðrum hætti en fært er meðan ég sit inni í kannski frekar  veikri stjórn.
  5. Persónulega hef ég orðið fyrir vonbrigðum með það að framkvæmdastjóri félagsins og fráfarandi stjórnarformaður hafa ekki borið gæfu til að bakka upp sum þau verkefni sem hafa verið í gangi áður - - og hafa jafnvel beitt sér gegn verkefnum með þeim hætti að við önnur sem höfum áður að þeim komið höfum neyðst til að taka það inn á okkur prívat.    Þegar þannig er komið er rétt að stíga til hliðar og hverfa af sviðinu.
  6. Formaður stjórnar kvartar á deildarfundum yfir þeim “kröfum” sem gerðar eru til félagsins og segir að félagið þurfi að “verjast” þeim - - hann forðast einnig orðið byggðafestu  sem vísar til þess að félagið vill vera verkfæri í þágu félagsmanna og félagssvæðisins - -

  - -Hann lætur í veðri vaka að ekki sé hægt að sækja ávöxtun á eignir félagsins en vinna á sama tíma að því með virkum hætti að styrkja og efla atvinnu og mannlíf á félagssvæðinu og láta til sín taka í drift fyrir mikilvæg verkefni á opinbera sviðinu. -

Þessum sjónarmiðum er ég algerlega ósammála;   KEA á að vera allt í senn; 

Ø     maskína til að ávaxta höfuðstól sinn og sækja sér arð í atvinnurekstri

Ø     en um leið vera verkfæri sem beitir sér í samfélagsmálum - - samgöngum, uppbyggingu umgjarðar fyrir nýsköpun og þekkingariðnað og heilbrigismálin

Ø     félag sem sinnir félagsmönnum með viðskiptakjörum og kemur til þeirra beinum og óbeinum arði og styrkjum sem virkilega munar um. 

 

Eitthvað hefur brostið:

Eitthvað hefur brostið í starfsemi félagsins;  auð sæti á aðalfundi þar sem vantar 40 fulltrúa upp á að fundurinn sé fullskipaður talar sínu máli;   - - stemmingin liggur ekki með félaginu og verkefnum þess.   Hér hefur forysta félagsins brugðist og ætti að draga af því lærdóma.   Stjórn og starfsmenn félagsins þurfa að taka sig á - - - það hefur aldrei komið fyrir að meira en fjórðungur aðalfundarfulltrúa láti aðalfund KEA fram hjá sér fara. 

Góðir félagsmenn;  - nú hef ég gerst afar langorður; - - og líklegt að þið sem aldrei hafið áður komið að málum KEA eða komið hingað eingöngu fyrir orð vina ykkar eða bandamanna – vitið lítið hvaðan á ykkur stendur veður.      

Það er líka annar vandi KEA í augnablikinu - - - félagið er í þeirri stöðu að kosningar á aðalfundi ráðast af talsverðum tilviljunum.   Sá óvandi hefur þróast - - að inn á milli fer af stað smölun og liðsafnaður – klíkumyndun - - sem lítið eða ekki kemur að umræðu og stefnumótun félagsins.      Við þær aðstæður getur stjórn félagsins lent á meira en hálum ís . . . . og hikað við að glíma við mikilvægar ákvarðanir.   Spyrja má þá um leið – - - hvaða jarðsamband stjórn félagsins skapar sér við slíkar aðstæður . . . . . .         

Þegar svona er komið er að mínu mati rökrétt að félagið íhugi alvarlega að breyta stjórnarkjöri þannig að amk. formaður stjórnar félagsins verði kjörinn beinni kosningu af öllum félagsmönnum . . . .  það verði þá ekki með neinum hætti innbúðarbandalag í stjórninni hver fær umboð formanns - -- - jafnvel ætti að íhuga að kjósa alla stjórnina beinni kosningu félagsmanna . . . .   Slíkt er í nútíma auðvelt tæknilega – með netkosningum - - - og nokkrum kjörstöðvum - - - og gæti verið býsna áhugavert fyrir félagið.   Þessum og líkum hugmyndum var varpað fram á árunum 1998-2002 0g síðan aftur 2004 - - - - - - við samþykktarbreytingar. . . .     

--------Þær tillögur að samþykktarbreytingum sem hér liggja fyrir skortir vægi og  ætti að mínu mati að fresta  - enda fela þær ekki í sér neina efnislega tilraun til að bæta félagið og styrkja starfshætti þess og innviði - - og alls ekki neina tillögu til að efla lýðræði og upplýsingamiðlun félagsins.    Rökrétt að mínu mati að fundurinn vísi þeim til stjórnar með ábendingu um að vinna þær nánar  - - með víðtækari og opinskárri umræðu þar sem fleiri félagsmenn komast að með sín sjónarmið.

(Það getur til dæmis ekki verið félaginu til framdráttar að eyða á það helstu púðri að bollaleggja um það hvernig eigi að vísa félagsmönnum úr félaginu  - eða stendur virkilega til að reka fólk úr KEA? - - og þá fyrir hvaða sakir?)  

Þar með er komið að lokum stjórnarsetu minnar - -  um sinn að minnsta kosti - -

Ég hef notið samstarfs og góðra kynna af fjölda manna - - inn á við í félagið og út á við með samstarfi í beinu og óbeinu umboði KEA. 

Fyrir þetta er ég afar þakklátur - - og um leið upp með mér af því að hafa fengið slíkt umboð á grundvelli jákvæðrar samstöðu - - þó ég hafi lýst hér vonbrigðum mínum með aðra þróun á síðust árum þá fullvissa ég alla félagsmenn KEA um að ég hef ekki ástæðu til að bera kala til nokkurs manns sem ég hef átt samskipti við á vettvangi félagsins;  -     

    - ég er hvorki súr né sár . . . .. en ég er ekki geðlaus og mér er niðri fyrir 

Auðvitað hefði ég kosið að framvindan yrði önnur og skipti á stjórnarforystu 2006 hefðu  orðið með málefnalegum og jákvætt undirbúnum hætti - - það hefði farið þeim sem við tóku betur og orðið félaginu hagfelldara til lengri og skemmri tíma. 

Ég  skora á aðalfund KEA að kjósa öfluga stjórnarforystu - - með breiðri skírskotan - - konur og karla - - sem eru líkleg til að hugsa um hagsmuni heildarinnar og efla samvinnu og samstöðu á félagssvæðinu öllu.  

Umfram allt fólk sem er líklegt til að endurnýja þá drift sem við viljum að sé á félaginu - - bæði í arðsömum umsvifum í atvinnurekstri og umgjörð um nýsköpun - - í forystuhlutverki að framfaraverkefnum á sviði menntunar og samgangna  -     

    - og ekki  síst einstaklinga sem eru færir um að leiða öflugt félag sem færir félagsmönnum bætt viðskiptakjör og óbeinan hag í gegn um styrki til mikilvægra verkefna á sviðum íþrótta og annarar menningar. 

En félagsmenn KEA verða alltaf að muna að það eru þeir sem eiga félagið - - og það er þannig ekki einkamál stjórnar og framkvæmdastjóra hvernig félagið leikur sína leiki –

Þeir einstaklingar sem sitja að stjórn félagsins þurfa að finna fyrir því með afgerandi hætti - - að á þeim sé virkur agi og aðhald. 

Ágætur fundarstjóri – nú er mál að linni  

Ég endurtek að það er ástæða til að þakka fyrir að hafa notið trausts til þess að vera í forystu fyrir Akureyardeild KEA  - og síðan að sitja í stjórn KEA á umbreytingatímum - - -  vonandi mun þess sjá einhvern stað um sinn. 

Öllu góðu fólki sem ég hef  átt félag við um stjórn og starf  fyrir KEA þakka ég fyrir samvinnuna og ég óska félaginu og stjórn þess metnaðar og árangurs til langs tíma. 

Nú hverf ég í hóp hinna óbreyttu félagsmanna KEA. . . . . .

 .  Takk fyrir mig 

Benedikt Sigurðarson; á aðalfundi KEA 8. mars 2008