Sýkna er ekki endilega í spilunum - eftir þennan dag.
Geir Haarde staðfesti í dag nokkra punkta:
· Að óvissa vegna ofvaxtar bankakerfisins hefði leitt til þess að hann fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands leitaði eftir því við ESB að Ísland fengi aðgang að samstarfi ESB-ríkjanna um fjármálastöðugleika og innistæðutryggingar strax í febrúar 2008. Rætt við Spánverjana. (Sá þetta ekki nefnt í skýrslu RNA . . . – eða hefur yfirsést það.)
· Að á fundi með Davíð Oddssyni í febrúar/mars hefði legið fyrir að Bretar voru ekki líklegir til að vilja rétta Íslandi sérstaka hjálparhönd (en minnisblað Davíðs vegna ferðar til Bretlands - var aldrei lagt fram - - og óvíst hverja hann hitti og ekkert liggur fyrir af staðfestum gögnum um það hvers agði hverjum hvað og hvenær). (Davíð skrifaði minnisblaðið síðar - - og eftir að hann var hættur í Seðlabankanum kom hann því á framfæri við fjölmiðlana - - og jafnvel er útlit fyrir að blaðið hafi ekki verið til sem opinbert skjal þegar Hrunið varð.)
· Geir Haarde fór í heimsókn til Gordon Brown í Dawningstræti 10 – í apríl 2008. Þar hvatti Brown Geir til að leita til AGS og lofaði stuðningi við aðildarumsókn Íslands að ESB. Brown var vel meðvitaður um áhættuna vegna ofvaxtar bankakerfisins og tæprar fjármögnunar og lofaði samstarfi um að taka þessa áhættu niður. Minna má á að þetta kom fram á fréttasíður Breska forsætisráðuneytisins (Dawningstreet/Number 10) og svo trúlegt sem það nú er svona löngu síðar þá gekk Sjálfstæðisflokkurinn og málpípurnar algerlega af göflum og Geir Haarde og félagar grenjuðu í fjölmiðlafulltrúa Breska PM – að taka allar fréttir um AGS, ESB umsóknina og samstarf við að taka niður áhættuna í bankakerfinu íslenska út úr opinberum fréttum.
· Staðfest er að bréf Mervyn King bankastjóra Englandsbanka frá 23.apríl 2008 (til Sðelbanka Íslands) - - bauð upp á víðtækt samstarf við að taka niður bankaáhættuna (ICESAVE og Singer og Friedlander) – með samstarfi og tengingum við Evrópsku Seðlabankana - - - sbr. Líklega beiðni Geirs frá í febrúar – sem hafði leitt til þess að í samstarfi lykilseðlabanka hafði málefni Íslands verið rædd af alvöru.
· Vitneskja um tilboð Mervyn King – og Breskra stjórnvalda - í framhaldi af fundi forsætisráðherranna – virðist ekki hafa farið víða. Davíð svaraði ekki bréfi kollega síns og Geir ræddi þetta ekki efnislega við ríkisstjórnarborðið (enda ekki verið að taka öll mál upp í ríkisstjórn). Björgvin G og FME virðast ekki hafa fengið vitneskju um þetta. Geir afneitaði ESB umsókn og vísaði því algerlega á bug að leita til AGS - - og ekkert varð því af samstarfi og aðild Íslendinga að „samstarfi um fjármálastöðugleika“ á vegum ESB/EES.
Þetta lá ekki allt fyrir í skýrslu RNA eða í greinargerð Þingmannanefndarinnar sem um málin fjallaði (enda stundaði sú nefnd enga viðbótarrannsókn). Hér voru dregnar fram viðbótarupplýsingar. Forsætisráðherrann fyrrverandi hafði traust á öllum sem sögðu honum að allt væri í lagi og ekkrt að óttast- - hann sýndi ekker frumkvæði, dró engar sjálfstæðar ályktanir - - miðlaði engum upplýingum til annarra ráðherra - - ræddi ekkert við ríkisstjórnarborðið. Davíð Oddsson og Jónas Fr J‘onsson „voru hans menn“ – og svo bankastjórarnir . . . . . Með þessa vitneskju þykir mér líklegt að Geir verði sakfelldur.
Um refsingu get ég ekki ímyndað mér . . .
Eftir er að fá að vita . . fyrir dómnum;
Hverjir neituðu að samþykkja að Kaupþing flytti úr landi og færði sig til Bretlands eða Evrulands? Hver hafði í hótunum við Sigurð Einarsson hjá Kaupþing í tengslum við ársfund IMF í Washington 2007?
Hverjir afléttu öllum ákvæðum varðandi bindiskyldu í Seðlabanka Íslands og hvenær var það gert?
Hverjir vissu af skýrslu Buiter og Sibert um stöðu Landsbankans og ICESAVE sérstaklega?
Hverjir vissu um áhættuna af ICESAVE og umfang þeirra innlána?
Hverjir vissu af kröfum Breta um tryggingar fyrir því að taka Icesave yfir - - og að þeir buðust til þess? Hverjir réðu því síðan að ekki var orðið við kröfum Breta vegna Icesave?
Hverjir tóku ákvörðun um tímasetningar á því þegar Glitnir var tekinn niður? Hverjir vissu um áhættuna í Glitni í aðdraganda fallsins?
Hverjir tóku ákvörðun um 100% + innistæðutryggingar fyrir ríka Íslendinga?