Fagna sérstaklega "hirðisbréfi" framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar sem hann kallar "Rauða þráðinn"
getur örugglega orðið okkur til halds og skapað meiri samfellu.
Svo þarf fleiri útfærslur á stefnugögnum - í líkingu við Fagra Ísland; - en um leið virðist ekki vanþörf á að setja upp umræðu-seminar þar sem forystumenn sem hyggjast bera stefnuna fram efla sameiginlegan skilning á inntakinu.
Á tímum netmiðlanna er ekki vandi að koma gögnum og undirbúnu efni á framfæri við alla læsa flokksmenn.
Svo má nota hljóðfæla og vídeó fyrir alla þá sem eru með lestrarvanda eða glíma við sjóndepru. Frábært t.d. hjá Helga Hjörvar í sinni prófkjörsbaráttu; sjálfsagt heldur hann öflugur áfram slíkri miðlun.
Það vantar kannski vinnuhesta til leggja upp greiningu og undirbúa; halda úti umræðu(fundum) og draga síðan saman stefnuplögg sem eru nothæfur grunnur til að hamra breiðfylkinguna saman sem stjórnmálaflokk.
Klíkutíminn á að vera að baki og gamla bandalagapólitíkin sem flokksbrotin hafa eflt með sér í kring um einstök prófkjör má ekki framlengjast.
Gefum hugmyndum forgang fram yfir klíkustarfið.
Góður þráður; Skúli svona til að leggja upp með.
Takk.