Það er í tísku að rægja menntakerfið og gera lítið úr árangri opinberra skóla
Menntakerfi lýðræðisþjóða er eitt mikilvægasta verkefnið semer á ábyrgð almannavaldsins. Öflugt menntakerfi er undirstaða öflugs atvinnulífs og drifkraftur í efnahagslegu gangverki landa. Það er þess vegna eiliífðar viðfangsefni að viðhalda gæðum þess og árangri og þróa það til meiri skilvirkni og afkasta í þágu einstaklinganna og framtíðarkynslóðanna. Það er því röng stefna sem hefur grafið umsig meðal margra vestrænna þjóða að það sé prívat verkefni einstaklingsins sjálfs að kosta sérfræðinám og skuldsetja sig til framtíðar – jafnvel með drápsklyfjum sem vinnutekjur standa því aðeins undir að viðkomandi verði sérlega farsæll í sinni grein eða „heppinn“ og þá veltur slíkt kannski meira á tengslum,fyrirgreiðslu og spillingu heldur en á hæfileikum viðkomandi. Ávinningur samfélagsins í heild er svo mikillaf árangursríkri menntun og þekkingaröflun einstaklinga að hvert eitt samfélag á að framfæra unga fólkið á námstímanum forsvaranlega og deila í framtíðinni ávinningi af menntuninni með einstaklingunum sjálfum.
Nú er í tísku að tala illa um menntakerfið og fullyrðingarum að það sé svo og svo slæmt vaða yfir okkur í gegn um flesta miðla. Staðreyndir sýna hins vegar að eftir því semforeldrar leik og grunnskólabarna fylgja börnum sínum betur eftir í skólann þeimmun ánægðari eru foreldrarnir með það starf sem skólarnir vinna og treysta kennurum barnanna alveg prýðilega vel.
Sérstaklega er áberandi að Viðskiptaráð Íslands og trúboðar hagnaðardrifins einkarekstrar hamra á allskonar bábiljum um opinbera menntakerfið og reyna að láta líta út eins og allt muni færast til hins betra bara ef einkaaðilar og fjárfestar fái frjálsar hendur um rekstur skóla – en auðvitað ætla einkaaðilarnir að gera út á reksturinn með opinberum framlögum ríkis og sveitarfélaga.
Árlegt PISA-fár og drengirnir okkar
PISA-kannanir og alþjóðlegur samanburður á þeim nótum er sannarlega umdeilanlegur. Við t.d.mundum aldrei láta okkur detta í hug að skólastarf og þrælabúðakerfi frá hinum lýðræðislausu SA Asíuþjóðum sem mest er hampað mundi geta átt við hér áÍslandi. Við þurfum líka að setja alla fyrirvara á prófgerðina og átta okkur á að þótt niðurstöðurnar eigi að vera „leiðréttar fyrir muni milli ríkja“ - þá verður alltaf til prófskekkja og villa í slíkum samanburði. Mælikvarðar PISA eru einhæfir og þess vegna eru þeir takmarkaðir og við eigum að ræða niðurstöðurnar allar af varkárni í samræmi við það.
Sannarlega getum við dregið lærdóma af PISA könnunum og eigum að gera það. Við vissum reyndar fyrir að lesskilningi krakkanna okkar hefur hrakað og bóklestur minnkað - einkum meðal drengja. Við höfum líka séð að árangursmunstur kynjanna í skólakerfinu hefur verið að snúast algerlega við frá því sem það vart.d. um 1970. Á mínum ungdómsárum fór minnihluti stelpnanna í gegn um landspróf miðskóla og minnihluti menntaskólanema voru stelpur. Stelpunum var ætlað að sjá fyrir sér með öðru en fagmenntun á háskólastigi. Þannig hafði það jú verið lengi; „rannsóknirhafa sýnt að yfir 10% stúlkna giftast ekki og verða því að sjá fyrir sér með öðrum hætti.“ (Starfsfræðsla; Kristinn Björnsson/Ríkisútgáfa námsbóka, 1964).
Nú er öldin önnur; stelpurnar bruna fram úr í árangri á öllum stigum skólakerfisins. Meirihluti þeirra sem ljúka framhaldsskólanámi á 4 árum eru stúlkur (67%). Flestar háskóladeildir innrita og útskrifa fleiri stelpur en stráka - - og nú eru fleiri meistarnemar og doktorsnemar á flestum námsbrautum stelpur.Stelpurnar vinna sem sagt til árangurs umfram strákana.
Ekki bætum við árangur drengjanna með því að leggja steina í götur stelpnanna.
Við þurfum hins vegar að skipuleggja uppeldi drengja og menntun þeirra algerlega upp á nýtt. Það má vera ljóst af öllum árangursmælingum að það hlutfall drengja sem ekki skilar árangri í námi eða er nánast árangurslaus - fer hækkandi. Þessa hóps bíður ekki glæsileg framtíð í samtímanum og hætta á að margir þeirra festist og einangrist á jaðrinum; - í tölvufíkn og gerviveröld leikjaheimsins, með offituna að vini og í félagslegri fálætisveröld þar sem þunglyndi og geðsjúkdómar ógna tilveru þeirra í bland við fjölbreytta ofneyslu af einhverju tagi.
Við getum gert miklu betur?
Einkavæðing skólastarfs og hagnaðardrifinn rekstur Hjallastefnunnar eða annarra vina Viðskiptaráðs Íslands leysir auðvitað ekkert af þessum vanda. Góðir skólar, öflugir skólastjórar með afburðakennurum og virku samstarfi við foreldra og samstarfsaðila munu hins vegar enn og aftur verða þeir aðilar sem geta gert eitthvert raunverulegt gagn.
Nú eru ekki allir skólar afburðagóðir, ekki eru allir skólastjórar sérstaklega öflugir fagmenn og ekki eru allir kennarar góðir kennarar.
Við getum flokkað skóla, skólastjóra og kennara í þrjáflokka til að auðvelda umræðuna;
1) Góðir/frábærir 2)meðal/þokkalegir 3) slakir/lélegir
Ekki skiptir máli á þessu stigi hvort hóparnir eru jafnstórir-fjölmennir eða misstórir. Markmið alls umbótastarfs í menntakerfinu verður að beinast að því að fjölga þeim sem komast í hóp hinna góðu eða frábæru og freista þess að tryggja að það verði undantekning að kennarar eða skólar festist í því að vera slakir eða lélegir.
Rannsóknarþekking „skilvirka skólans“ hefur afmarkað mikilvægustu breytur í árangursmati skóla og kennara. Við vitum að áhugasamur og metnaðarfullur kennari með miklar væntingar fyrir nemendur sína skilar betri árangri en kollega hans sem er með neikvæða sjálfsmynd og hefur enga trúa á börnunum og vantreystir foreldrunum. Við vitum að frumkvæðissamur skólastjóri með drífandi forystu og jákvæða hvatningu sem hann kemur til skila til starfsmanna og til nemenda og foreldra þeirra er einmitt líklegur til að geta skapað það sem við köllum góðan skóla.
Í góðum skóla skila flestir nemendur árangri sem nálgast þeirra meðfæddu og áunnu hæfileika. Í góðum skóla eru flestir nemendur í höndum góðra kennara og það er ekki tilviljunum háð hvort þeir eigi möguleika á að ná árangri.
Í lökum skóla á hinn bóginn er hætta á að margir nemendur nái ekki þeim árangri sem hæfileikar þeirra standa til. Í slökum skóla er hætta á að það virki einsog tilviljun hvort nemendur „lenda hjá góðum kennara“ eða ekki. Í lökum skóla ná einungis nemendur með öflugan fjölskyldubakgrunn viðunandi árangri- allir hinir missa af árangurstækifærum af því að hvorki skólinn né foreldrarnir ráða við að vinna í þágu þeirra.
Umbótastarf sem eflir fagþekkingu og forystuhæfileika skólastjóra og byggir á metnaðarfullu framgangsmati við ráðningar mun skila árangri.
Umbótastarf sem skapar bestu kennurunum aukið svigrúm og nýtir þá til leiðbeiningar og þjálfunar nýliðanna mun bæta heildarárangur einstakra skóla og heilla skólakerfa. Umbótastarf sem beinist markvisst að því að fjölga þeim sem ná árangri mun borga sig og verða til þess að efnahagsvél samfélagsins fær aukið eldsneyti og með því fjölgar einnig þeim sem njóta valfrelsis á vinnumarkaði og lífsgæða í einkalífi sínu.
Þeir sem eiga veika fjölskyldu þurfa sérstaklega góða skóla
Nemendur með öflugan fjölskldubakgrunn eru líklegir til að ná góðum eða viðunandi árangri óháð skólanum sem þau sækja. Skólakerfið þarf ekki að hafa sérstakar áhyggjur af þeim hópum - enda getur góður árangur ekkert orðið betri en góður. Nemendur með brotna fjölskyldu og veikan efnahagsbakgrunn á hinn bóginn verða að reiða sig á skólann á kennara sinn til að eiga möguleika á góðum árangri í gegn um menntakerfið. Það er sá hópur sem nú er að skila árangri undir hæfileikum sem með betri skólum og öflugri kennurum mun geta aukið afrakstur skólakerfisins.
Ekkert af þekktum árangursþáttum hins vegar batnar með því einu að skólar verði einkareknir. Einkareknir skólar sem velja inn nemendur - eftir bakgrunni eða efnahag í gegn um skólagjöld – gera skólakerfið mögulega einhæfara og sigta nemendur þannig að þeim bókstaflega getur fækkað sem ná besta árangri.
Hins vegar má leiða líkum að því að með meira sjálfstæði og vettvangsábyrgð í einstökum skólum - þar sem skólastjórar bera beinni ábyrgð með kennurum og foreldrum – þar verði til aðstæður sem bókstaflega bæta skólann og gera fleiri skóla góða. Í góðum skóla er auðveldara að verða góður kennari og þar mun þeim nemendum stöðugt fjölga sem skila árangri í samræmi við meðfædda hæfileika sína.
Vitandi að það eru margir góðir skólar starfandi og margir góðir skólastjórar þá er óviðunandi að hlusta á sífelldan róg og illmæli um skólastarfið almennt. Vitandi að það er fjöldi afburðakennara að störfum þá er óboðlegt af fjölmiðlunum að bergmála flesta daga fullyrðingar um að skólakerfið og skólarnir séu algerlega ómöguleg. Vitandi að kannanir staðfesta að þeir foreldrar sem fylgja börnum sínum virkilega eftir í samstarfi við kennara og skólann eru yfirgnævandi ánægð með skólann þá verður síbylja neikvæðrar orðræðu beinlínis eyðileggjandi.
Að lokum
Það er mikilvægt verk að bæta árangur í uppeldi og menntun drengjanna okkar allra og þeirra stúlkna sem eru undir í fjölskyldum og í samfélaginu.
Það gerum við með því að bæta skólastarfið, fjölga góðum skólastjórum og hjálpa sem flestum kennurum til að verða afburðakennarar. Kennarasamfélagið þarf að taka þátt í því ferli af heilum hug - en skyldur skólastjóranna til að veita forystu í umbótaferlinu eru ótvíræðar og kunna að vera algerlega afgerandi upp á þann árangur sem við getum vænst. Eitt af mikilvægum hlutverkum almenningsskólans og skólastjóranna og kennaranna er að leiðbeina og hjálpa foreldrum að vera foreldrar skólabarna til besta árangurs.
Ekkert vísbendi hef ég séð úr rannsóknarþekkingu síðustu áratuga sem getur stutt einkavæðingarbröltið og enn minni þekktar líkur eru á að pólitísk afskipti og aukin miðstýring valdsækinna sveitarstjórnarmanna og skrifstofuböðla muni bæta árangur barnanna okkar og auka afrakstur menntakerfisins í heild.
28.febrúar 2015