Þráseta Sjálfstæðisflokkins í menntamálaráðuneytinu
er eitt stóra pólitíska málið. Samfelld seta frá 1983 - með tæplega 3ja ára hléi á meðan Svavar Gestsson sat inni - eða bráðum 21 ár af 24. Hefur leitt af sér alveg skelfilega slagsíðu þar sem faglega grunduð sjónarmið hafa verið fyrir borð borin fyrir endurtekinni gandreið nýfrjálhyggjunnar í formi útsendara flokksins. Tilburðir Björns Bjarnasonar til að endurskapa menntakerfið - með faglegum rökum undir kjörorðinu "Enn betri skóli" - þeirra réttur okkar skylda; - fóru í vaskinn af því að verkstjórnin fór í hendurnar á pólitískum varðhundum sem sóttu sér einkum viðmið til fallandi frjálshyggjuleifa Thatcher-tímans í Bretlandi.
Það ættu allir aðrir stjórnmálaflokkar að lofa kjósendum því að mynda ekki ríkisstjórn - með Sjálstæðisflokknum upp á þau býti að flokkurinn færi áfram með menntamálin.
Mörgu þarf að breyta;
stöðva einkavæðingarferli RÚV - og OHF-un almannaútvarps er bara bull. Þörf fyrir eflingu útvarps og breiðrar miðlunar - opins miðils; getur tekið mið af þróun BBC og CBC í Kanada og ríkisútvarps á Norðurlöndum. Gott mál - en burt með ruglið um OHF.
Stórauka þarf framlög til framhaldsskóla
við afgreiðslu fjárlaga; þrátt fyrir að aukið hafi verið við í 2. umræðu. Ísland er einfaldlega langt á eftir samanburðarþjoðum; - fallið í framhaldsskóla er líka stórmál og ÞGK festi sig í bulluinum samræmd stúdentspróf og skerðingu framhaldsskólans með 3ja ára stúdentsprófslínunni. Mikið yngri þjóð - kallar á hærra hlutfall til menntunar og nýsköpun atvinnulífs og framtíðarsýn aukinnar samkeppnishæfni efnahagslífsins heimtar bókstaflega aukna Fjárfestingu í menntun. Þá þarf líka að hverfa frá kjarnaskólastefnunni og efla iðnnám og verkgreinar í fjölbrautaskólum um land allt - um leið og færð eru niður viðmið um hópastærðir í áföngum.
Háskólastigið: Samanburður við OECD og alla nágranna
segir okkur að háskólastigið er vanfjármagnað; gera þarf skólum kleift að vaxa; og sækja fram til fjölgunar nemenda og aukinnar þróunar með atvinnu- og viðskiptalífinu. Til þess þarf að gera ríkisháskólana að sjálfseignarstofnunum - sem geta sótt sér bakhjarla í viðskiptalífi og meðal sveitarfélaga. Einnig þarf að taka LÍN út úr menntunarfjármögum og færa í félagsleg framlög þannig að ekki sé verið að skekkja samanburð við nágrannalöndin
Grunnskóli og leikskóli
í höndum sveitarfélaga hafa vaxið að kostnaðarumfangi langt fram úr þjónustuvexti. Sumpart vegna þess að fasteignafélög hafa verið stofnuð og hleypa heildarkostnaði við menntun upp um líklega 0,5-0,7% af þjóðarframleiðslu - í samanburði OECD. Einnig vex kostnaður vegna yfirbyggingar og þenslu í stjórnun og eftirliti. Þjónustan hefur ekki vaxið í samræmi við auknar kröfur - um einstaklingsáherslu og um bættan árangur fyrir alla. Leikskólinn er líklega einnig alltof dýr lausn í heild; og endurspeglar það vandamál að íslenskir foreldra eru þvingaðir til alltof mikillar vinnu; langur vinnutími er vítahringur margra sem stjórnvöld ýta undir með því að taka ekki mið af dagvistarkostnaði í skattlagningu. Hygg að allt bendi til þess að starfið á þessu skólastigi sé víðast hvar mjög öflugt og þjóni börnunum vel.
Grunnskólinn á líka að þjóna öllum og skapa einhvern árangur fyrir alla. Til þess er krafan um einstaklingsmiðað nám brýn; um leið og árgangspróf með samkeppnisröðun (normaldreifingu) vinna gegn árangri heildarinnar og draga niður árangursvilja þeirra sem eru snarpastir og með bestar foresendur - um leið og slík viðmið sýnir þeim sem standa höllum fæti alltaf fingurinn; - og neitar þeim um staðfestingu á því að þeir hafi náð framförum.
Valkosturinn verður að vera; einstaklingsmiðun með breytilegri námsframvindu; hlítarnámskerfi í námsgreinum eða áfangakerfi (einingakerfi) - og um leið að nemendum og skólum standi til boða að gangast undir "stöðluð árangurspróf" - sem nemendur gangast undir þegar þeir hafa lokið nægum undirbúningi. Þá verður til "normaldreifing" eftir sem áður; en ekki yfir árangur nemenda (bara sumir fá árangur) - heldur eftir aldri nemenda þegar þeir ljúka prófum og tilteknum áföngum. Þannig verður alltaf hægt að bera saman skóla og staðfesta framfarir einstakra nemenda. Þá getum við séð hvaða skólar eru góðir/skila góðum árangri með nemendum sínum - og hverjir miður.
Eitt skólastig frá 4-18 ára
er hiklaust eitthvað sem við ættum að gaumgæfa. Þar getum við litið til reynslu í enskumælandi löndum með PreK-12 skólakerfi. Við getum líka litið til Hollands og Belgíu og til Frakklands. Vistun barna frá 12 mánaða aldri til og með 3ja ára er eitthvað sem ég held að skólakerfi í þessum takti mundi ekki leysa þannig að leikskólastigið þyrfti hiklaust að vera til áfram: og mætti hugsa sér að hefðir og viðmið úr starfi leikskóla með 4-5 ára væru lögð inn í hagnýtingu með hefðum úr starfi 1.-3.bekkjar í grunnskóla. Gæti orðið skemmtileg og ögrandi sköpun úr því.
veit að nokkrir vinir mínir í leikskólageiranum eru ekki hrifnir af þessum hugmyndum mínum - en ég met andstöðuna fyrst og fremst sem hvatningu til að útfæra hugmyndina betur. Átti áhugaverða samræðu við Jón formann Framsóknar um þetta mál á meðan hann var hjá Viðskiptaráði - hann var þá inni á hugmyndinn.
Íþróttir og listir - til árangurs fyrir alla - inn í skyldunámsskólann
líka máltíðir - þar sem jafnstaða er tryggð. Nágrannaþjóðir hafa fyrir löngu fattað að það er hagstætt fyrir árangur og tækifæri allra að breikka tilboð um árangurmiðaða iðkun innan skólanna. Það er líka alveg með öllu óviðunandi að tónlistin sé bara fyrir fáa og ríka í sérskólum: meðan allir vita að tónlistargáfan dreifist ekki með ríkidæmi. Það er líka óheppilegt fyrir árangur í íþróttum að reka þær í samkeppni við skólann og gegn skólanum eins og er beinlínist tilfellið með framhaldsskólann. Engin skólamót hérlendis - nema til að gera lítið úr íþróttum??
Öflugustu íþróttakrakkarnir okkar þurfa oft að hætta í skólanum til að geta stundað íþróttina; - eða fara til annarra landa. Strákar sem sýna fljóttekinn árangur eru slitnir út úr skólum sínum og sendir í útlendar æfingabúðir - sumir mjög ótímabært; - allir vita að þeir verða bara fáir sem feta í sporin hans Eiðs Smára og hvað er þá lagt uypp fyrir þá sem meiðast og verða aldrei matvinnungar.
Íþróattaakademían í Reykjanesbæ
kemur aðeins til móts við málið. Hún gefur krökkunum hins vegar ekki sömu einingaverðmæti í sitt lokapróf eins og tónlistarskólarnir geta gert. Sama er að segja um Körfubolta-deildina á Selfossi í Fjölbrautaskóla Suðurlands hún nýtur ekki jafnstöðu við listnámið. Íþróttamenntaskóli er velþekkt leið í nágrannalöndum og margir hafa kynnst því hversu öflugt íþrótta og listastarf er í Secondary/High-schools í Bandaríkjunum og Kanada - þar sem vel er að verki staðið.
Listnám og íþróttir verða að njóta jafnstöðu innan framhaldsskólakerfisins - það verður hlutverk jafnaðarmanna að tryggja.
Frístundaheimili - eða önnur verktaka til að vista börn
er örugglega eitthvað sem við þurfum að taka lengra. Það gerist best með því að skólinn taki skipulags og rekstrarábyrgðina - í fullu samráði við foreldrana - en sæki sér síðan fagþekkingu í greinum til listamanna og íþróttahreyfingar sem bæði er rekið með opinberum stuðningi og í frjálsu formi. Skólinn ber ábyrgð gagnvart öllum börnum og foreldrum og þannig fjölgar þeim sem fá árangurstækifæri innan skólans. Það er líklegt til að bæta allan árangur nemenda og allan árangur af starfi skólans. Þannig verða líka kennarar og skólastjórar ánægðari. Ekki veitir nú af þegar "kjarasamninga-þunglyndið" er á næsta leyti.
þriðjaleiðin - valkostur í menntun
þarf að útfæra þessa þætti þannig að kjósendur sjái hvaða valkost og lausnir Samfylkingin getur fært venjulegu fólki sem vill framtíð barna sinna vel og þarf að hugsa um eigin afkomu til skemmri tíma. Lífsgæði okkar allra til lengdar verða best tryggð með því að fjárfesta í uppeldi og menntun barna okkar - hagvöxtur og hagsæld getur orðið afleiðing slíkrar fjárfestingar en ekki uppspretta í sjálfu sér.