Krókeyrarnöf 2 og byggingarbrölt

. . . gamalla hjóna.

Krokeyrarnof-des-09_021.jpg

Myndin er tekin 20.desember 2009

 

Við tókum við verkum við byggingu á Krókeyrarnöf í október 2009.  Þá voru smiðir ÁK búnir að setja í glugga og gler.  Áður var komið á þak og einangrun undir dúkinn.

Við byrjuðum með því að negla einangrun á veggi - og setja grindina sem er undir timburklæðningu (til skreytinga) á hliðum.

Svo hófst vinna við að undirbúa undir málningu innan dyra.  Fengum verktaka til að slípa loft og veggi  - en sjálf vorum við í brotum, afréttingum og holufyllingum.  Gifsryk og steinryk -  sveið í augum og lungum.

Kalli á Miðstöð tengdi gólfhitann og svo kom Stefán Jónsson málari - og þann 21. desember fór fyrsta umferð af sand-spartli á loft og veggi.

Krokeyrarnof-des-09_012.jpg

Þá fer í gang ein ferð að slípa og pússa . . . .  milli jóla og nýárs.

Ætlum að taka frí - frá mesta streðinu yfir hátíðarnar - - en veljum innréttingar og gólfefni og reynum að ganga frá innkaupum -  strax á nýju ári.

Kaupum líklega ekki eldhús fra LIFA-DESIGN í Danmörku í þetta sinn