Kristján Þór komst á sviðið

Til hamingju Kristján Þór

Nú liggur fyrir að Kristján Þór er á leiðinni úr bæjarstjórastólnum.   Hann lagði talsvert mikið undir - en uppskar af skipulagðri vinnu öflugrar maskínu.   Kannski nokkuð fyrirsjáanlegt.        Kallinn setur sigurinn hins vegar í uppnám með því að vera í svona harkalegri fýlu út í Þorgerði Katrínu - núna eftir að hann er búinn að vinna!!!   Mogginn gerir fýlunni skil á forsíðu í dag - sem fær mann þá um leið til að velta því fyrir sér hvort Kristján hafi þar með misst af ráðherraembætti, hjá Geir Haarde og Þorgerði Katrínu?  

 

Sigurvegarinn hlýtur hins vegar að teljast Ólöf Nordal

- --- sem fær ótrúlega góðar móttökur.    Kannski taktískt af henni að bjoða sig fram í 2. sæti  - og nefna ekki málefni;  - tók hún afstöðu til einstakra mála??   -- eða er hún bara óskrifað blað?   Við sáum hins vegar í prófkjörunum fyrir sunnan að þau hjónin eiga innhlaup hjá ýmsum öflugum í flokknum - eftir stuðningsyfirlýsingar.

Arnbjörg lifði af....

og á alla möguleika á að sanna sig sem frambjóðandi núna í því hlutverki sem formaður þingflokksins fram á vor.   Veltur á hennar klókindum og afli hvernig hún spilar - - og þá um leið hvernig forystan spila með henni.

 Þorvaldur . . . heldur áfram að gera okkur gagn..

en þá vonandi í því sem hann er bestur; við liðskipti og framgang heilbrigðiskerfisins hér á svæðinu.   Mér líkar það vel enda þarf ég sennilega á kröftum hans að halda þar beint og kannski fljótlega.   Þorvaldur lagði upp málefni og meginviðhorf sem Sjálfstæðisflokkurinn er að líkindum ekki tilbúinn fyrir.

Nú er spennandi að sjá hvort Samfylkingin á Akureyri leyfir Kristjáni Þór að reka kosningabaráttu Sjálstæðisflokksins úr stóli bæjarstjóra.

Þó KÞJ tæki sér frí síðustu dagana í prófkjörinu þá "vottaði fyrir því" að hann fengi að notfæra sér stöðuna sem bæjarstjóri - amk. til myndatöku; - "í boði Samfylkingarinnar."

Kristján talar í morgunviðtali eins og það sé algerlega hans prívatmál - hvenær og hvort hann víkur - úr bæjarstjórastólnum.  Skyldi ekki Sigrún Björk vilja hafa eitthvað um það segja líka??