Vinur minn sem hefur pólitískt nef fullyrti við mig í dag að komið væri upp svipað ástand í landsmálapólitíkinni eins og skapaðist í Reykjavík og á Akureyri í aðdraganda sveitarstjórnarkosninanna.
Gömlu flokkarnir fjórir væru búnir að missa frá sér alla tryggð kjósenda - - menn væru sem sagt "lausir frá" fyrri kosningahegðan.
Fullyrti að nýju framboðin mundu jafnvel ná meirihluta á Alþingi.
Spáin hans var þessi miðað við að ekkert alveg sérlega "drastískt" mundi eiga sér stað næstu örfáar vikur;
D = 12
S = 9
VG = 5
B = 5 sem er st.30
BF = 13
Dögun = 5
Sam = 5
HægriG = 10 sem er st. 33 - - og forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar yrði Guðmundur Steingrímsson
Til þess að þetta sé dokúmenterað; skrái ég mína eigin bjartsýnustu spá - um að eitthvað breytist virkilega - - og miðað við það sem mér virðist í gangi
D = 18
S = 12
VG = 7
B = 5
BF = 10
Dögun = 5
Sam = 3
HG = 4
Forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar verður úr hópi einstaklinga utan-Alþingis (ef þetta fer svona).
Þetta er nú bara skrifað 20.desember - -og eftir afar áhugavert samtal við gamlan félaga - sem hefur reynst framsýnn - stundu áður. Ekki síst um velgengni Besta-Flokksins í Reykjavík 2010.