Afsögn 6 þingmanna hlýtur að berast á næstu dögum.
Það er bara ein lausn ásættanleg; - í þessu máli. Þingmenn sem bera í brjósti og opinbera viðhorf, spilling, ruddaskap af þessarri gráðu og dekra við ofbeldisgerninga eins og “að ríða konum til undirgefni” – eiga ekki að vera á Alþingi.
Eftir því sem málin þróast skiptir ekki máli hver sexmenninganna nákvæmlega sagði hvað - heldur að þeir eru allir samábyrgir fyrir því sem fram fór – og hafa staðfest það með því að koma hvergi fram með einlæga afsökun og iðrun.
Reyna að ljúga því að menn hafi ekki verið þarna – og næst að þeir hafi ekki sagt neitt – og enn til viðbótar að þeir hafi bara verið í blakkáti og þekki ekki þennan mann sem talar á upptökunni. Til viðbótar er því haldið fram að þetta hafi verið “hlerun á prívatsamtölum” og alvarlegt lögbrot sem þurfi að refsa Báru fyrir.
Ekkert af þessu er trúverðugt og augljóst að þetta fólk sem um ræðir skilur raunverulega ekki þá stöðu sem Alþingismenn og aðrar toppfígúrur í opinberu lífi taka á sig með hlutverki sínu 24 tíma á sólarhring 365 daga ársins (+ hlaupársdagana). Enginn þingmaður eða ráðherra hættir að vera í því hlutverki með því að ganga inn á nærliggjandi bar - og enginn opinber fígúra getur reiknað með því að njóta friðhelgi gagnvart fjölmiðlun á almannafæri. Öðru máli hefði kannski gegnt ef þau sexmenningar hefðu setið í sóðaskap sínum í sumarbústað einhvers þeirra eða lokað að sér í þingflokksherbergjum eða skrifstofum Miðflokksins - þar sem vinir Pútíns eða Trumpistar og rannsóknarblaðamenn hefðu komið fyrir hlerunarbúnaði og myndavél sem hefði getað staðfest að þau væru allsber í pottinum. Þá mundi einhver telja að þau ættu málsvörn þó erfitt muni vera að verjast t.d. myndbirtingum eins og réttarsaga nágrannalanda staðfestir um þetta efni.
Tilteknir einstaklingar; konur - urðu sérstaklega fyrir grófum og ósvífnum ofbeldiskenndum hótunum - hótunum sem ekki getur verið hægt að líta á sem annað en ógnanir um þeim “verði riðið til undirgefni” – eða þá að á þær hafi verið bornar sakir um tilraunir til nauðgunar. Ekkert sem sagt verður eftir á getur upphafið þessa framkomu - engin tegund af skilyrtum afsökunarbeiðnum og engin tilraun til að láta líta út eins og samhengið afsaki orðbragðið.
Það er ljóst að þessir þingmenn allir virðast eiga sameiginlegt að afneita eða bókstaflega vera svo siðferðilega ólæsir á mennlegt félag að þeir skilji ekki hvernig slík framganga hittir þá sem fyrir verða. Málið snýst þegar hér er komið alls ekki um þessa 6 þingmenn - heldur um alla hina einstaklingana á ALþingi - bæði þá sem eru nú orðnir vitni að þessum ósköpum og þá alveg sérstaklega þá sem fyrir verð. Það eru ekki bara Lilja Alfreðsdóttir og ALbertína Elíasdóttir sem hafa orðið fórnarlömb heldur og allar hinar þingkonurnar sem orðið hafa fyrir skyldri eða sambærilegri reynslu – sem og hinir þingmenn aðrir sem hafa siðferði og tilfinningar sem vekja með þeim viðbjóð og fyrirlitningu.
Nærvera þessarra þingmanna 6 er þannig varanlega til stórtjóns og eyðileggjandi fyrir möguleika stórs hluta þingheims - og algerlega fyrir amk 2 einstaklinga. Það er þannig þess vegna sem þeim ber að víkja og ef þeir skilja það ekki sjálfir þá ber að víkja þeim út af þingi.
Það er þess vegna rétt eftir öðru að þeir Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson hyggist nú staðfesta ásetning um að ganga til liðs við Miðflokkinn. Með því staðfesta þeir samábyrgð sína alla leið á orðræðunni - siðleysinu, spillingunni og ofbeldinu. Verði þeim það að góðu . . .