Gamlar minningar - lítils drengs

Lausamjöll: 

 

Þessi hvíta kalda ysja,

leggst yfir allt

– og bíður-        

                       eftir vindi

stundum dögum saman

ógnandi. 

 

Svo allt í einu         

    skellur hann á

og allir vegir lokast 

 

Úti hestar og kindur

- og pabbi ekki heima.

 

 

Vornæturfriður 

Himininn er bæði undir og yfir

-         þögnin er þung –

eins og hlaðin spennu 

 

Hestur veður flóann

slítur nýgræðing úr vosköldu vatni 

 

Kría dormar á staur í girðingarenda

 

Lómur lætur í sér heyra í snöggum rokum

 

Lamb jarmar – og fær svar

 

Það er eins og ekkert um stund  

 ----

Skyndilega fer allt á hreyfingu

Hvar voru allir þessir fuglar blánóttina?