Gallup-könnun: Þjóðarpúlsinn

Fylgishrun á Norðurlandi

hjá Samfylkingunni.   Ekki er það efnilegt.   Í NA-kjördæmi fellur fylgi í nóvember í 18% frá 24% í október.   Er ekki einboðið að tengja þetta 25 %-hrun við það að í byrjun nóvember lá fyrir að framgangur undirritaðs í prófkjörinu varð enginn?? -- er það ekki nokkuð ljóst!!!

Ágæt þingkona Anna Kristín Gunnarsdóttir var straujuð í prófkjöri á NV-landinu.  Þar er hrunið ennþá meira eða úr 25% í október í 15% í nóvember.

Sama hver orsökin er; hér er grafalvarlegt vísbendi á ferðinni

sem formaður flokksins og framkvæmdastjórn hafa ástæðu til að bregðast við.

 

Samfylking braggast örlítið í Reykjavík og SV-kjördæminu

en tapar á sama tíma 4% í S-kjördæmi (24% í nóvember).  Kannski ekki til að fara á taugum út af - svona löngu fyrir kosningar.  

Samt er ljóst að hér er þörf á að taka upp öflugri málafylgju og skarpara upplegg.    Þar þarf þingflokkurinn og fleiri forystumenn að læra að hlusta betur á flokksmennina  - um leið og flokksmaskínan þarf að verða greiðari farvegur fyrir þá endurnýjun á mélefnum sem "framtíðarhóparnir" lögðu upp  - en hefur ekki skilað sér í uppfærðum og góðum kynningum.

Svo vantar einhvern veginn þennan samhljóm eða takt sem meiri gagnamiðlun og vinnsla og sýnilegra málefnastarf getur fært okkur.   Þannig að menn haldi uppi svipuðum fronti á landsbyggðinni og Reykjavík t.d.