Fúsk í ákvarðanatöku Atla-nefndarinnar

 

Eftir því sem meira kemur fram um vinnubrögð og tillögusmíði Atla-nefndarinnar á Alþingi tel ég ljóst að formanni nefndarinnar lánaðist að beina starfinu inn  í öngstræti.

 Niðurstaðan með ákærutillögur í ágreiningi - - en ekki með samstöðu - var sú versta sem hægt var að leggja upp með.  Niðurstaðan verður síðan ennþá verri - með Geir einan á ákværubekk.   Geir verður fórnarlamb - og píslarvottur - en enginn frekari von um heildrænt uppgjör.

Meginhöfundar Hrunsins og þeirra glæpaverka sem einkavina-væðing bankanna fól í sér - sitja í feitum embættum og með margföld eftirlaun.

Þjóðin sér ekki fram á sanngjörn réttarhöld,  maklegar og hæfilegar refsingar - og þannig ekki forsendur fyrir iðrun og afsökunarbeiðni leikenda - - og enn síður forsenda til fyrirgefningar af hálfu samfélagsins.

Atla-nefndin horfði framhjá öðrum möguleikum - festist í landsdómsleiðinni og lag'ði aldrei mat á MARKMIР né heldur leiðir til uppgjörs, til staðfestingar á ábyrgð né heldur hvernig sáttum og heilun þjóðarinnar yrði best komið í farveg.     8-menningarnir létu Atla teyma sig í lögfræðilega tæknilega sjálfheldu.

Niðurstaðan ER AFLEIÐING AF FÚSKI OG KUNNÁTTULEYSI . . .