Ingibjörg Sólrún ætlar Samfylkingunni frumkvæði í stjórnmálum
til þess þarf að vinna úr þeim plöggum sem fyrir liggja og enn reynast nothæf frá "framtíðarhópunum"
Það er samt þannig að einhvers konar "stefnuþing" - í málaflokkum þarf að koma til svo mögulegt sé að koma málum á dagskrá.
Þar er mikilvægt að kalla til fagfólk og öfluga einstaklinga sem eru að vinna á vettvangi og hafa sérþekkingu og áhuga á viðfangsefnum. Alþingismennirnir þurfa líka að taka þátt - en virðast ekki hafa verið færir um að eiga jákvætt frumkvæði að útfærslum. Það er ma. það sem ISG er að gagnrýna í fari þingflokksins.
Ingibjörg vill kalla aðila til samstarfs og samráðs - til að skipuleggja JAFNVÆGI í þjóðarbúskap og þjóðlífi
Til þess þarf víðtæka þátttöku aðila - og væri áhugaverð nálgun og brotthvarf frá VALDBEITINGU fyrri stjórnvalda.
Þjóðarsáttin frá 1990 - týndist eftir að Davíð og Halldór tóku sviðið. Nú er lag
að fyrirmynd eins og frá Írlandi og Finnlandi;
þessi lönd hafa nýtt sér skipulagða fjárfestingu í menntun og nýsköpun og með því fjölgað störfum fyrir sérhæfða. Innflutningur til Írlands á vinnuafli er þá einkum sérhæft fólk í hálaunastörfin. Fjármálaþjónustan er stærsta vaxtargrein Írlands
Við getum sótt fyrirmyndir varðandi atvinnustefnuna í heild til þessarra landa.
Sjálfbær vöxtur - er kjörorð
bæði á landsvísu og í staðbundnum efnum.
Írland er eitt af fáum löndum þar sem betur launuðum störfum fjölgar utan stórborganna - með aukinni menntun og atvunnustefnu sem fjárfestir í þekkingu og hátækni
Sannarlega til fyrirmyndar.
Þarna eru háskólar alls staðar þungamiðjan í vaxtarsvæðum. Vísindagarðar og þekkingarþorp - ásamt kerfisbundinni þátttöku stjórnvalda í að örva nýsköpunina og styrkja fjárfestingarumhverfi.
Allt þekktar aðferðir; t.d. með því að fresta VSK greiðslum sprotafyrirtækja og endurgreiða nýjum fyrirtækjum þróunar- og rannsóknakostnað. Þess vegna fara okkar vaxtarfyrirtæki úr landi og sækja í þetta umhverfi