EVRAN - landsbyggðin og LÍÚ ofl.

Innskot í gamla frétt - skrifað 2. mars  

Flottir á Dalvík - 1 stykki menningarhús; já takk!

Sparisjóðurinn staðfestir að um er að ræða almannafélag

sem leggur til samfélagsins þann arð sem myndast - öfugt við einka-kapítalið sem hefur tilhneigingu til að hrifsa til sín ofsagróða - eins og sjá má í bankakerfinu.    Samvinnufélög og sjálfseignarfélög geta stundað arðsaman rekstur og ávaxtað höfuðstólinn ekkert síður en hlutafélögin - en munurinn felst í því að hagnaði samvinnufélaga og almannafélagannna skal alltaf ráðstafa til samfélaganna sem fóstra starfsemi þeirra - og fólksins sem vinnur við að skapa arðinn.

KEA er í sömu stöðu og Sparisjóðurinn - og mikilvægt að vernda það hlutverk til framtíðar.    Áherslur KEA gagnvart samgönguverkefnum og uppbyggingu Vísindagarðs og þekkingarþorps við Háskólann er dæmi um slíka nálgun.

Tími almannafélaga og samvinnufélaga er ekki liðinn - þvert á móti - græðgin í einkakapítalinu hefur teygt sig of langt - þannig að þarna er komið aukið svigrúm fyrir samfélagslegar lausnir  - á rekstrarlega ábyrgum forsendum.

Til hamingju Dalvíkingar og stjórnendur Sparisjóðsins;   Mogginn er sammála okkur í málinu!

------------------

-----------------

Frá fyrri viku!

Í vikunni buðu KEA og Landsbankinn til fundar um Evruna og landsbyggðina

Frummælendur voru Árni Matt fjármálaráðherra,  - Edda Rós Karlsdóttir og Björgólfur Jóhannsson frá LÍÚ.

Einnig kom Jón Þorvaldur Heiðarsson frá RHA  fram á fundinum með sína greiningu á því hvernig verðtryggða krónan dregur frjármagn frá landsbyggðinni - langt umfram það sem efnhagslíf landsbyggðarinnar er fært um að bera.

Árni Matt er auðvitað í pólitík - og ekki mikið um það að segja annað.   Hann er greinilega hræddur við rökræðuna um vanda verðtryggða-krónuhagkerfisins - en hefur örlítið dregið úr upphrópunum og lítilsvirðandi framsetningu.   Viðurkennir að vaxtastefna Seðlabankans er ekki að virka til að hamla þenslunni þar sem þenslan er.   Viðurkennir hins vegar ekki að skattastefna ríkisstjórnarinnar auki á vandann og velti auknum byrðum á láglaunahópana.

Edda Rós Karlsdóttir var snörp að vanda

en mér fannst koma glöggt fram hjá henni að Landsbanki Íslands og yfirmaður hennar Ingvi Örn hafi markað tiltekna stefnu sem henni bæri að fylgja.   Hún gat því sennilega ekki farið alla leið í sinni greiningu - eða hvað?  Þetta vakti athygli mína.   Landsbankinn hefur sennilega tekið þann pólinn að ögra ekki stefnu Seðlabankans beint - og um leið að verða ekki fyrstur stóru bankanna til að stíga beint út úr íslensku krónunni.   Hún hafði hins vegar alveg augljósar efasemdir um verðtrygginguna á pappírskrónunni - sem hún benti á að væri hvergi notuð á byggðu bóli.

Niðurstaða Eddu Rósar (í minni útleggingu);

  • Vaxtastefna Seðlabankans er rugl og alls ekki að virka - aldrei aftur 14,25% stýrivexti í 4% verðbólgu - þar sem vægi verðtryggðu-krónunnar er miklu meira en óvertryggðu.
  • Hagsveiflur Evrópu voru ólíkar Íslenskum hagsveiflum sem voru lengivel beintengdar sjávaraflanum og verðum á fiskmörkuðum - en slíkt er ekki svo augljóst lengur ekki síst þar sem sjávarútvegur og fiskvinnsla eru búin að skipta um hlutfallsstöðu við fjármálaþjónustuna á síðustu 10-15 árum.  Ekki svo augljóst lengur.
  • Upptaka EVRU er ekki bráðalækning  þar sem aðlögunarferlið tekur tíma og innganga í Evrópusambandið fæst ekki í bili.  Tenging krónu við Evru getur verið flókin - og lítt skilvirk - amk. án þess að aðgengi að Myntbandalaginu fylgi.

Skemmtilegt að Edda Rós vék sér undan því að fjalla nokkur hlut um Evruna og landsbyggðina!  Það fær mig til að álykta að henni kunni að virðast það geta sett stefnu Landsbankans í sérkennilegt ljós - hér úti á landi.

Björgólfur Jóhannsson kom mér á óvart - og allt annað en skemmtilega

Smátíma datt mér í hug að hann hefði brugðið sér í fáránleika-fötin og væri að túlka persónu í leikriti eftir Laxness; - hinn sjálfumglaða burgeis og útgerðarmann,  - síldarspekúlantinn.   Þann sem "valdið hefði" og allir aðrir í plássinu ættu að lúta honum.

  • Björgólfur lét í veðri vaka að hann væri mikið fyrir opna og málefnalega umræðu - en á sama tíma sendi hann gamaldags skæting og skítkast í allar áttir til þeirra sem hafa sett fram sjónarmið og greiningar þar sem nothæfi krónunnar er dregið í efa.
  • Formaður LÍÚ - sýndi yfirmáta-dónaskap í garð einstaklinga sem hann taldi að væru á einhverri annarri "skoðun" en hann taldi að væri leyfilegt.  
  • Formaður LÍÚ - gerðist rétt einu sinni - málsvari þess sjónarmiðs að það væri við hæfi að refsa "háskólum" fyrir það að hafa fólk með "vondar skoðanir" í þjónustu sinni - þ.e. skoðanir sem LÍÚ hefði ekki samþykkt.

Þetta hélt ég að við mundum ekki verða vitni að núna í því að mörgu leyti breytta samræðu-umhverfi sem mér virðist að hafi verið að skapast.   Mér fannst þetta sorglegt - en kannski var þetta fyrirsjáanlegt í því umhverfi þar sem hin beinu tök útgerðarmanna á stjórnvöldum hafa verið að slakna.   Það er ekki lengur "grátkórinn-eini" sem Kristján Ragnarsson stjórnaði hér á árum áður sem ræður ferðinni í gengismálum og mörgum fleirum.

Á sama hátt er áhugavert að hugsa til þess að sjávarútvegurinn er sjálfur stiginn út úr verðtryggða-krónuhagkerfinu og gerir upp í erlendum myntum eftir eigin vali.   Fiskiðnaðurinn er að stýra sínum kostnaðarþáttum smám saman út úr íslenska umhverfinu.  

Þeir eru sem sé búnir að bjarga sér undan hagstjórn Geirs og vaxtastefnu Davíðs.  Það hefði því getað verið afar áhugavert að fá greiningu frá Björgólfi sem hefði byggst á raunveruleika efnahagskerfisins á landsbyggðinni.   Því miður "skaut hann sig ekki bara í fótinn" að mínu mati - heldur dreifðist skætingurinn þar sem síst skyldi.

LÍÚ - ekki til framdráttar og ekki hagsmunum landsbyggðarfólksins og þess efnahagskerfis sem drifið er staðbundið.

Prívat hafði ég allt aðrar væntingar til málflutnings Björgólfs þar sem ég þekki hann - að flestu öðru en skætingnum - og reiknaði með málefnalegu uppleggi hans

Jón Þorvaldur Heiðarsson hjá RHA hefur dregið fram gögn og greiningu sem sýnir hvernig staðbundin velta

á landsbyggðinni hagar sér öðru vísi en á Reykjavíkursvæðinu.  Sérstaklega hefur JÞH bent á að neikvæður hagvöxtur á landsbyggðinni þoli vaxtastigið verr en annars og sama gildir um verðtrygginguna.   Krónuhagkerfið er samt ráðandi á landsbyggðinni (nema í sjávarútveginum) og fyrir bragðið ýkjast hin neikvæðu áhrif mismunandi hagvaxtar eftir svæðum.

Ótrúlega sorglegt að Björgólfur - í nafni LÍÚ - skuli kjósa að ráðast með  ómálefnalegum hætti persónulega á JÞO og Háskólann á Akureyri - í þessarri ferð af því að það gerir umræðunni allt annað an gagn.

 Við þurfum opna umræðu - sem leggur upp rök og greiningar - við höfum ekkert gagn af morfísæfingum og kappræðu í þessu máli frekar en öðrum

--------------------------------

--------------------------------

Þyrlu- og sjóbjörgunarsveit á Akureyrarflugvöll og Siglufjörð

var eitt af því sem ég setti á málefnaskrá mína í prófkjörinu sæla sl. haust.  Nú gleðst ég yfir því að hagsmunasamtök og jafnvel frambjóðendur til Alþingis hafi uppgötvað þetta sem góða hugmynd.  Ég skal svo sannarlega taka undir málið - og vinna að því eftir föngum - og vera ekkert að fara í fýlu yfir því.

Gerbreyttar aðstæður vegna siglinga um Norðurhöf - NA og NV-leiðirnar og þar með umferð skipa með vafasaman farm - leggja á okkur þá skyldu að undirbúa okkur - um leið og við eflum öryggi okkar eigin fólks á landi og sjó.

Tímabært mál

------------------

-------------------

Össur og mörg önnur vandamál Samfylkingarinnar hafa verið mér áhyggjuefni

og þess vegna hef ég boðið fram mína krafta.  Líka vegna þess að heilbrigð félagshyggjusjónarmið hafa verið steindrepin út úr Framsóknarflokknum.   Þess vegna met ég það svo að Samfylkingin hafi átt gríðarlegt sóknarfæri - þvert yfir miðjuna og félagshyggjumegin til vinstri.

Enn er möguleiki á sókn .... en til þess þarf að leggja upp breyttan prófíl.    Össur er ekki maðurinn til þess - því miður - nema hann fari í eundurhæfingar og iðrunarfasa.

Össur kallinn "tók því með hóflegu gríni" þegar ég hitti hann um daginn.  Þakkaði mér fyrir "vinsamleg skrif" - og leiðbeinandi.   Fínt hjá kallinum og var ekkert "að hjóla í mig" - auðvitað ekki.

Össur þarf að halda sig til hófs og hugsa sinn gang.  hans tími er liðinn ... og ekkert slæmt um það að segja.

Kallinn má bara vel við una - og getur róað sig út úr stjórnmálum.

------------------

------------------

Tengiliður við hópa

Ingibjörg þarf að skerpa prófíl Samfylkingarinnar t.d. gagnvrt öldruðum;  Össur á ekki að vera tengiliður við eldri kynslóðina(sem er í miklum meirihluta konur).  Ellert er miklu betri tengiliður - og hvað með að fá Bryndísi Schram í sérstaka ferð með bróður sínum.

Össur má sjálfsagt fara í morfís-æfingakeppni í framhaldsskólana - þar sem Steingrímur J verður með kynningu á sérframboði sínu.  Það væri lika fínt að Margrét Frímannsdóttir kæmi með í það.

Flott að fá þennan gaur úr Framtíðarlandinu - hann er boðberi nýrrar atvinnustefnu:  Reynir Harðarson er öflugur talsmaður nýsköpunar og hátækni.  Vildi gjarna setjast með honum og fara yfir möguleikana sem vísindagarðsumhverfir og þekkingarþorp við háskólana bjóða upp á.

Gladdist við að sjá að Björk Vilhelmsdóttir gekk í Samfylkinguna - en finnst á sama hátt miður að Jakob Frímann sé farinn út.

Ragnheiður Gröndal   með sinn dýrðlega anda og yndislega rödd - dregur jákvæða áru upp í kring um Samfylkinguna.

Misfórst það kannski hér á mínu svæði að stefna saman breiðum hópi og jákvæðum anda .......til að leiða Samfylkinguna. ?

----------------------------

----------------------------

Jónsbók var vinsæl í gamla útvarpi "ALLRA LANDSMANNA" á meðan það var.

Jón Örn Marínósson er kominn á bloggið og feilar ekki - þegar hann fer á rölt með Tuma.

Flottur Jón.

---------------

-----------------

Bæjarstjórn Akureyrar - kveður skýrt að orði

varðandi Akureyrarflugvöll og Vaðlaheiðargöng.  Vill leggjast á árar til að flýta framkvæmdum.

Hér er sleginn öflugri tón  en oftast áður - eða lengi vel.   Nú þurfa aðilar að taka höndum saman.  Þá má KEA ekki skerast úr leik og lenda á neinu hliðarspori með gróðahyggju einkakapítalsins.

Stöndum að málum saman;  Vaðlaheiðargöng í framkvæmdaundirbúning strax - og setjum alla framkvæmd á Akureyrarflugvelli í gang 2007 og ljúkum málinu 2008.  Það er ekki eftir neinu að bíða.

Beinar flugsamgöngur á heilsárspplani ´- til Bretlands og Meginlands Evrópu - munu gera mikið fyrir viðskiptalífið á NA-landi - og skapa forsendur fyrir vexti í ferðaþjónustunni.  Ekki veitir af!

Áfram Akureyri