- hvað sem Árni Matt og Guðni Ágústsson segja
og það var ekki Ingibjörg Sólrún sem fann upp á því að láta fyrirtækin flytja sig út úr okkar dvergsmáa krónuhagkerfi.
Mér finnst eins og ég hafi séð þetta dálítið fyrir - og spáð umræðunni. Í pistlum fyrir jólin skrifaði ég um tvær þjóðir; - annars vegar - öflug fyrirtæki sem fjármagna sig í erlendum myntum og gera upp í Evrum - og áður en við vitum af borga laun í Evrum. Hins vegar situr almenningur uppi með verðtryggingu á pappírskrónunni og okurvexti sem eru úr takti við alla aðra - og illa fjármögnuð fyrirtæki - sem berjast í bökkum. Slík fyrirtæki eru einkum staðsett á landsbyggðinni - og blæða ekki síst fyrir stóriðjustefnuna (sem rekin er í anda Stalíns sáluga). Venjulegt fólk situr uppi með verðbólguna - þensluna og vaxtaokrið - og skaðinn leggst sérlega þungt á landsbyggðina.
Evrópusambandsaðild þarf að setja í undirbúnings og umsóknarfasa
þótt allir viti að niðurstaða í slíkt mál fæst ekki í einu vetfangi. Gildir þá alveg einu hvað staða er á verðbólgu og vöxtum þegar við hefjum ferlið - aðlögun að myntbandalaginu tekur hvort eða er ár og mánuði.
þangað til kann að vera kostur á millileið - sem ég nefndi í pistli
og vitnaði til hugmynda Björns Rúnars Guðmundssonar sérfræðings í Landsbankanum - og birtist í Markaðnum fyrir mánuði. Að taka upp myntlaust/krónulaust kerfi.
Við skulum einmitt skoða þetta. Kannski er þarna millilending til að ná jafnvægi - í aðdraganda fullrar aðildar að myntbandalagi og um leið réttarstöðu og "sérsamningum við EB" (meðan enn er samningsstaða).
Gaman að vita að Valgerður Sverrisdóttir virðist mikið til sammála Ingibjörgu Sólrúnu (og mér) um að þetta ferli verður að hefjast ekki seinna en strax.
Stjórnmálamenn í afneitun eins og Guðni og Árni Matt - verða að átta sig á því þeir ráð ekki ferðinni (einir)
þar sem atvinnulífið og bankarnir hafa tekið ákvörðun um að fara Evruleiðina - og eru þegar á fullu við sinn undirbúning. Samtök atvinnurekenda munu öll koma með - sennilega strax eftir kosningar - þannig að Samtök Iðnaðarins verði ekki lengur ein á þeim báti. Fjármálafyrirtækin og útrásar-víkingarnir - hinir nýríku - eru komnir í erlenda mynt og því ekki við hin?? Launþegasamtökin verða að koma með - og hjálpa til að framkalla vandaðan undirbúning.
Hjákátlegt að heyra Ragnar Arnalds reyna að réttlæta okurvextina og verðbólguna sem almenningur situr uppi með - á meðan viðskiptalífið og hinir nýríku hafa allt sitt á þurru. Er VG virkilega á móti kjarabótum og réttarbótum fyrir almenning - og hvaða kreddur réttlæta slíka afstöðu??
Nenni ekki að tjá mig í dag um kvenfyrirlitninguna í VG - sem þær Karín Jak og Guðfríður Lilja hafa beint og óbeint gert að meginstefnu!!!! Eru menn annars hissa þegar horft er til þess hvernig "einstefnumótun" og "einræða" Steingrims J veður yfir allt og alla?