Gríðarleg breyting er að verða á umræðunni um vextina, gengismálin og rekstrarskilyrði atvinnugreina og heimila
Fyrir mörgum mánuðum hélt ég því fram að vaxtastefna Seðlabankans og hágengi væri landsbyggðarskattur. Vaxtamunurinn er rosalegur og leiðir til útgáfu krónu-/jöklabréfa sem hafa orðið áhugasömum spekúlöntum verkfæri til skjótfengins hagnaðar - og gengi krónunnnar er þannig spennt upp af slíkri spákaupmennsku og innstreymi fjármagns.
Allir sem geta forða sér út úr verðtryggðu pappírskrónunni og okurvöxtunum sem mæla 10-20% raunávöxtun - peninga. Dráttarvextir upp á 25% í 4% verðbólgu er rugl sem engum nema Davíð Oddssyni getur dottið í hug að keyra.
Allir sem geta hafa flutt sínar langtímaskuldbindingar úr íslenskum krónum
yfir í vaxtalaus Yen, Franka eða Evrur og myntkörfur með hóflegum vöxtum. Þeir sem eftir sitja í hávöxtum og vertryggðri krónu eru hinn dæmigerði almenningur og atvinnufyrirtæki sem eru annað hvort yfirskuldsett og undir hæl bankanna - eða þá að þau eru staðsett utan við áhugasvæði stóru bankanna - það er að segja á landsbyggðinni.
Sérkennilegt að hugsa til þess að bankar og lánardrottnar skuli beinlínis útiloka fyrirtæki og einstaklinga frá mikilvægri fjármögnun - sem viðkomandi getur staðið undir - á grundvelli staðsetningar e'a búsetu. "Rasismi" - í rekstri fyrirtækja - hefur tekið yfir hina gömlu pólitísku skömmtunarstefnu
Álíka vitlaust og siðlaust og gamla pólitíska skömmtun embætta og fjármagns úr ríkisbönkunum.
Hér þarf að innleiða samkeppni - á opnum velli.
Ég get ekki séð fyrir mér á þessu stigi aðra lausn en að ríkisvaldið og smkeppnisyfirvöld fái skýrari heimildir til að hefa eftirlit með starfsemi peningastofnana. Sennilega þarf að koma til einhver tegund af hvetjandi aðgerðum til að laða að erlendar peningastofnanir inn á okkar svæði.
Stóra málið er líklega að leggja verðtryggðu krónunni - og annað hvort að taka upp myntlaust hagkerfi - eins og Björn Rúnar Guðmundsson hefur velt upp - eða binda gengi krónunnar við Evru og aftengja Seðlabankann um leið.
Íslensku bankarnir eru ennþá pínulítið skelkaðir við Davíð - hann er svo illskeyttur og menn forðast að verða fyrir hinum margfrægu "eldsnöggu" höfuðhöggum.
Davíð mun verða valdalítill strax og ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum
---- meira að segja þó Geir Hilmar Haarde verði forsætisráðherra - í ríkisstjórn með sérframboði Steingríms J. (sem seint verður bæði vinstri og grænn nema í orði).
Davíð mun verða lagður til "pólitískrar hvíldar" - ef Ingibjörg Sólrún verður leiðandi í ríkisstjórn; -- "Það sér hver maður," svo gripið sé til hans eigin frasa.
Ativinnulífið og landsbyggðin þurfa að átta sig á því hversu mikil nauðsyn það er að sleppa út úr spennitreyju vaxtaokurs og verðtryggingar á pappírskrónunni.
Fjölskyldufólkið - barnafólkið og hinn raunverulegi almenningur - er að byrja að skilja að vaxtaorkið og verðtryggingin er að leggja á þá að minnsta kosti fjórfaldar byrðar af húsnæði og íbúðalánum - yfir 40 ára tímabil.
Andstæðingar Evrópunálgunar - eru orðnir að verstu óvinum landsbyggðarinnar og almennings sem strögglar við að reka húsnæði frá mánuði til mánaðar.
Mér þykja það hörmuleg örlög fyrir menn eins og Ragnar Arnalds og marga aðra sem lengi vel hafa gefið sig út fyrir að "vini alþýðunnar" -að vera nú í liði með Davíð Oddssyni við að viðhalda vaxtaorkinu og útiloka almenning frá því að komast undan þeirri "Vítisvél-Andskotans" sem verðtryggða pappírskrónan er.
Um þessa þversögn og klofning þjóðarinnar hef ég áður skrifað.
-----------------------
------------------------
Hannes Hólmsteinn leiðréttir
---- Þorvald Gylfason og sendir mér póst því til árettingar. Ég treysti mér ekki til að leggja mat á "leiðréttingar Hannesar" - en mér eru það hins vegar meiriháttar vonbrigði ef vandamál misréttis og fátæktar barna á Íslandi kafnar í þrætu um hver reiknaði rétt.
Fór þess vegna að lesa betur - það sem skrifað hefur verið - bæði af Stefáni Ólafssyni og Ragnari Árnasyni - og síðan þeim Hannesi og Þorvaldi.
Niðurstaða mín af því er ótvírætt í tveimur málsgreinum eða þremur
- ----- ríkisstjórnir Davíðs, Halldórs og Geirs breyttu skattlagningu þannig að skattbyrði láglaunafólks hefur vaxið - og þannig aukið ójöfnuð
- ------ tekjutengingar bóta og skerðingar hafa étið talsverðan hluta af launaskriði láglaunahópanna
- ---- -- hæstlaunaða fólkið - þeir sem lifa nú á fjármunatekjum og hagnaði af sölu hlutabréfa - hafa fengið extra-tlslakanir í skattakerfinu.
Það eru mistök ríkisstjórnar að stíga inn í kjaraþróun á hagvaxtarskeiði með þessum hætti
- án þess að koma heiðarlega fram og kynna það sem markmið sitt að auka eða viðhalda tilteknum kjaramun
-----------
-----------
Þorrablót - í Ljósvetningabúð
verður í kvöld - síðasta Þorradag. Hefur verið afar góð skemmtun á síðustu svo lengi sem ég man --- og við mörg sem búum í nágrannabyggðum sækjumst eftir félagsskap með góðu fólki.
Stríðni og smá-skætingur einkennir annál ársins sem hefð er fyrir að flytja - meira og minna í leikritsformi. Margir bregða sér í hlutverk - með eftirhermum og sögum - og koma nágrönnum og fjölskyldu á óvart.
Menn verða snillingar þessa kvöldstund. Ég hlakka til að sjá hvað það var sem stendur upp úr - og hverjir það verða sem vinna stærstu leiksigrana eða eiga höfundarverkin.
----------