Í boði Samfylkingarinnar og á kostnað Akureyringa
Skrýtin staða og pólitískt fáránleg. Kristján þór situr og verður forseti bæjarstjórnar - með atbeina Samfylkingarinnar. Kristján tekur biðlaun í 6 mánuði vegna þess að hann hættir sjálfviljugur frá 9. janúar??
Hann hættir sjálfviljugur og mér heyrist mörgum þykja aldeilis fráleitt að samþykkja að hann taki 6 mánaða biðlaun í þessum aðdraganda -
líka þegar hann heldur síðan áfram að klippa á borðana og láta mynda sig með fulltrúum Samfylkingarinnar
og rekur kosningabaráttu sína úr stóli forseta bæjarstjórnar
Nær hefði kannski verið að Samfylkingin krefðist þess að hann hætti störfum sem bæjarstjóri strax að afloknu prófkjörinu, - og þá á biðlaunum!!
Jákvætt að prófkjör Sjálfstæðisflokksins sem stóð í síðasta mánuði - skuli ekki skila sér í fylgi
þvert á móti. Fylgið í NA-kjördæmi fellur í Þjóðarpúlsinum; úr 37% í október og í 31% í nóvember. Samt 3 þingmenn fyrir flokkinn og á góðum degi sá fjórði inni - en samt líklega ekki eins og fylgið leggst í Reykjavík og SV-kjördæminu.