Álfkonan


Þar sem hann lá og beið eftir því að álfar og kynngi færu með eldglæringum um hjarn og ísa síns ófullorðna vitunarstigs – þá gekk hún inn;

Álfkonan?

. . . . . .

Eftir að hafa dáðst að henni

. . og elskað hana svona lengi

verður mér sífellt betur ljóst

að þó hún sé morgunkona og kvöldsvæf

þá var það velheppnað næturgöltur

sem skóp okkur örlög

……..

Við skulum endilega vaka lengur