Aðalfundur KEA um helgina

 

Fundurinn var um margt sérstakur - og þannig hefur líka mátt segja að hafi verið um prófíl félagsins frá síðasta aðalfundi.   

Líklega ber eftirfarandi hvað hæst frá þessum fundi;

 

  • afburðaslök ávöxtun - sem rétt heldur í við verðbólguna
  • KEA fór ekki inn á hlutabréfamarkaðinn - þegar hann var niðri á síðasta ári - til að sækja sér ávöxtun líkt og margir sjóðir gerðu  - brást sem sé ekki við aðstæðum á fjármálamörkuðum
  • félagið dregur sig til baka úr samfélagsverkefnum og styrkir eru skornir niður úr 58 milljónum í 42 milli ára 2005 og 2006
  • félagið treystir sér ekki til að greiða út beinan  - né óbeinan arð til félagsmanna vegna ársins 2006
  • stjórn félagsins kemur ekki fram með endurnýjaða stefnumótun - og einbeitta vinnu fyrir aðalfundinn.  Stefnan sem birtist er frá 2005 og 2006.
  • Stjórnin hefur verið óvirk og ekki nógu samstæð og spenna er milli sjónarmiða varðandi fulltrúakjör og lengd kjörtíma stjórnarmanna. 
  • Felldar voru tillögur um að fækka fulltrúum á aðalfundi - og lengja kjörtíma stjórnarmanna í 3 ár
  • stærsta fjárfestingin er í óskráðri eign í SAGA -Kapítal sem er að sönnu afar áhugavert viðfangsefni - en felur í sér gríðarlega mikla áhættu.

Erla Björg Guðmundsdóttir viðskiptafræðingur (hjá Símey) hlaut glæsilega kosningu í aðalstjórnina.   Hún hefur þannig umboð til að láta til sín taka og verður áhugavert að fá hana til liðs við stjórnina. 

Ekki veitti af endurnýjun - og er það sannarlega vonandi að menn beri gæfu til að sameina krafta í þágu félagsins - ..., já ekki veitir af.

KEA er einstæð tilraun

i þeim farvegi sem félagið hefur þróast síðustu 10 árin.   Félagið er sannarlega orðið almannafélag - sem er eign félagsmannanna sjálfra.

KEA er allt öðruvísi en þau hlutafélög sem stofnuð eru um eignarhald og ávöxtun fjármuna - þó félagin sé sannarlega ætlað að vinna sem fjárfestingarfélag - þá skal ráðstafa öllum arði af starfseminni í þágu félagsmanna og félagssvæðisins.

til eflingar atvinnulífi og mannlífi - og búsetuskilyrðum.  félaginu er ætlað að leggja að mörkum í þágu okkar allra.

Einkakapítalið hefur þau markmið að efla hag örfárra - og draga allan hagnað út til fjármagnseigendanna.  

Stjórnendur KEA  geta lent í alvarlegum þversögnum - þegar þeir fara að vinna með þröngum hagsmunum einstaklinga sem vilja hagnast mikið fyrir eigin reikning - og á skömmum tíma.

Þó lenda kjörnir stjórnarmenn KEA sennilega í mesta sálarháskanum sjálfir ef þeim verður það á að fara að haga sér eins og þeir séu að stunda bissniss fyrir eigin reikning.

........ jamm það var nú það - -og ekki meira um það

Það er gríðarlega mikilvægt að félagsmenn standi vörð um félagið og láti ekki sérhagsmunum eftir

KEA á okkur... eða eigum við KEA? .... (en ekki öfugt?) 

Síðustu nokkuð mörg árin hefur KEA tekið mikinn hluta af tíma mínum, orku og athygli.      Frá því á síðasta áratug hef ég komið að stjórn félagsins - fyrst óbeint í gegn um fundi Akureyrardeildar og síðan beint eftir að ég tók sæti í stjórn Akureyrardeildar - og sem formaður þeirrar deildar frá 1998-2006.  

Ég hef setið í varastjórn og stjórn KEA frá 1999 - og sem stjórnarformaður frá ársbyrjun 2006 til 6. maí 2006.  Við lok kjörtíma míns á árinu 2008 er eðlilegt að staldra við - og líklega að láta gott heita.   Félagið hefur gott af endurnýjun  - og sennilega mætti skipta allri stjórninni út með ekki lengra millibili en ca 6 árum.

Í niðurlægingartímum félagsins þegar mikið tap varð á rekstri og félagið varð fast í klóm Landsbankans - þá var ekki glæsilegt um að litast.  Félaginu tókst hins vegar að bjarga og með stofnun Kaldbaks hf og síðan sölu eigna - og góðri ávöxtun í samstarfi við aðra.

Akureyrardeildin hefur verið fulltrúi grasrótarinnar í   KEA - lengi vel.  Mundu ýmsir segja að þar hafi skapast hefð um að veita sitjandi stjórn aðhald.   Þess vegna er eðlilegt að stjórnarmenn sitji þar ekki legnri tíma eftir að hafa náð kjöri í aðalstjórnina.

Mikilvægt að mynda að nýju samstöðu og jafnvægi um stjórn félagsins

þannig og því aðeins verður félagið verkfæri í þágu almennings - og sá aflvaki sem umbreytingin gefur fyrirheit um.  Væntingar til félagsins eru líka miklar - og frá mars-apríl árið 2006  liggur fyrir að viðhorf til KEA voru afar jákvæð (Sbr könnun IMG/Capacent-Gallup-2006).

Til þessa næsta starfsárs  - skal ég sannarlega leggja að mörkum - til að viðhalda þeirri stöðu sem KEA hefur í samfélaginu - sem verkfæri fólksins - tæki almennings til að sinna verkefnum sem einnkakapítalið hvorki getur né vill.

Skipulagið og stefnumótun félagsins þarf að skerpa 

Rökrétt kann að vera að stíga skarpari skref til að aðskilja fjárfestingar og arðsemishluta KEA í gegn um Hilding og Tækifæri (áður Upphaf)  - og jafnvel staðsetja rekstur og ávöxtun eigna félagsins í sjálfseignarstofnun - sem starfar samkvæmt skipulagsskrá - og hefur það hlutverk eitt að búa til helling af peningum sem félagsmannafélagið KEA vinnur síðan með - inn til samfélagsins - til stuðningsverkefna og mikilvægra fjárfestinga  - t.d. í formi Menningarhúsa eða Vaðlaheiðarganga!

Kannski þarf að kjósa formann stjórnarinnar (og varaformann) beinni kosningu á aðalfundi?    Þannig að enginn formaður starfi án þess að hafa að baki skýran stuðning meirihluta á aðalfundi ár hvert?

-----------

------------

Já KEA er ekki búið að vera . .. . .. . en það þarf heldur betur að halda á spöðunum fyrir félagið.

Skora á alla velviljaða að koma til starfs með félaginu - -- -- -- KEA þarf á því að halda.

---------

Flyt mig á http://blogg.visir.is/bensi  áður en langt um líður.

góða nótt!

----------

--------