7.maí 2011 í Grænavatnsengjum

 

Allt er hverfult

 

Engið er þurrt og víðirinn fúinn,

- - og ekkert sem fyrr

það er meira að segja óþarft að vera í stígvélum.

Hér var áður flóð á hverju vori -

djúpir kílar og sandbleytur,

sem maður vissi fyrir víst að væru botnlaus

 

og mann hryllti við sögnum af hestum sem ógnin svelgdi

og knöpum sem aldrei urðu samir menn.